Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 7
SUNNHETSBLADET Þverskurður er sýnir hvernig eðlilegur beinvefur (myndin lengst til vinstri) rýrnar (gisnar) við beinþynningu. Við þetta minnkar styrkleiki beina og hætta á brotum eykst verulega. mun minna. Hámarksbeinstyrkur karla er auk þess meiri en kvenna. Veruleg gisnun á beinvef virðist því vera óhjákvæmilegur fylgifisk- ur ellinnar. Flestar rannsóknir benda til þess að hér sé um að ræða annars vegar aukið niðurbrot, og hins vegar að uppbygging aukist ekki að sama skapi. Ymsar kenningar eru til um or- sakir beinþynningar, en einna mest hefur verið rætt um kalkskort og þær hormónabreytingar sem verða hjá konum við tíðahvörf. Margir telja að kalkskortur valdi miklu um aldursbundna beinþynn- ingu í báðum kynjum. Rétt er, að sé kalkneysla mjög lítil eykst niður- brot beina, því halda verður kalk- magni blóðs innan eðlilegra marka. Til lengdar getur gengið svo mjög á þetta forðabúr að veruleg bein- þynning hljótist af. Faraldsfræði- legar rannsóknir á sambandi kalk- neyslu og beinbrota eru því miður óáreiðanlegar, þar sem erfitt er að meta kalkneyslu nákvæmlega. Nokkrar þeirra benda þó til þess að a.m.k. sum beinbrot séu algengari í löndum eða á landsvæðum þar sem kalkneysla er lítil. í þessu sam- bandi má benda á að meðalkalk- neysla íslenskra kvenna er meiri en hjá konum í nágrannalöndum okk- ar, en ekkert bendir þó til þess að tíðni beinþynningar sé lægri hér. Pó má vera að kalkneysla bein- þynningarsjúklinga sé ónóg, því neyslutölur eru að sjálfsögðu meðalgildi þess hóps sem rannsak- aður er. Pað er nú ljóst að eftir tíðahvörf eykst beintap kvenna verulega, og á það ekki síst við um frauðbein, en þar getur beinþynning að minnsta kosti tvöfaldast eða þrefaldast í fimm til tíu ár áður en jafnvægi kemst á að nýju. Orsök þessa er skortur á kvenhormóninu estrógen en framleiðsla þess minnkar mikið þegar starfsemi eggjastokka dregst saman við tíðahvörf. Estrógen virð- ist vemda beinvef gegn niðurbroti og gjöf þess við og eftir tíðahvörf kemur í veg fyrir þá hröðu gisnun sem lýst er að framan. Eðli þessarra áhrifa er ennþá óskýrt, en ljóst er að ekki er um bein áhrif að ræða, þar sem svonefnda estrógen-við- taka skortir í beinvef. Bent hefur verið á, að þar sem samband er á milli vöðvamassa og beinmassa hljóti minnkandi áreynsla og minni vöðvavefur með aldrinum að valda einhverju um beinþynningu. Vitað er að lang- vinnt hreyfingarleysi getur valdið beinþynningu og að margt keppnisíþróttafólk hefur óvenju þétta og sterka beinabyggingu. Flest fólk er mitt á milli þessara tveggja andstæðna og innan þess stóra hóps hefur reynst erfitt að sýna fram á samband milli líkams- hreyfingar og beinmassa, og er það ekki síst vegna þess hve erfitt er að meta nákvæmlega hreyfingu og áreynslu, sem bundin er daglegri iðju og oft á tíðum stopulum tóm- stundum. Kalkskortur, hreyfingarleysi og reykingar geta stuðlað að beinþynningu Þá er rétt að geta þess að reykingafólki virðist hættara við beinþynningu en þeim sem reykja ekki. Ekki er þó þar með sagt að beint orsakarsamband sé milli reykinga og beinþynningar. Þá er t.d. talið að tíðahvörf verði fyrr hjá konum, sem reykja og einnig er mögulegt að óhollra neysluvenja gæti meira meðal reykingafólks. Hormónabreytingar, ef til vill kalkskortur og sú staðreynd að hámarksstyrkleiki beina kvenna er minni en karla, valda eflaust miklu um það að beinþynning, og afleið- ingar hennar, er mun algengari meðal kvenna en karla. Ekki er vel ljóst hvers vegna sumar konur verða harðar úti af völdum þessa sjúkdóms en aðrar, en ætla má að svonefndra áhættuþátta gæti mis- mikið meðal kvenna. Flestir eru sammála um að eftirfarandi þættir stuðli að beinþynningu: □ Fjölskyldusaga (móðir eða systir með beinþynningu). □ Grannur vöxtur, smábeinóttar konur. □ Kalkskortur. □ Snemmbær tíðahvörf (m.a. eftir skurðaðgerðir). □ Miklar kyrrsetur, langvinn rúm- lega. □ Reykingar. □ Ofnotkum áfengis. □ Ýmsir sjúkdómar og lyf, þar á meðal svonefnd steralyf. Þar sem beinþynning veldur oftast litlum eða engum einkenn- um fyrr en bein brotna hefur sjúk- dómurinn yfirleitt ekki verið greindur fyrr en þá og því tiltölulega mjög seint. Röntgenmyndir sýna þá, auk brotsins, gisin bein, en slík- ar myndir eru reyndar mjög óná- kvæmur mælikvarði á þéttleika beina. Þar sem meðferð beinþynn- ingar eru þröngar skorður settar hefur verið unnið að þróun tækja HEILBRIGÐISMÁL 3/1986 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.