Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 12
SUNDSAMBANDIÐ / Sigrún SigurðardóUir i er. Kennarar geta undirbúið efni fyrirlestra, prestar samið ræður, stjórnendur fyrirtækja geta skipu- lagt fundi og skáld sinnt ljóðagerð meðan þeir skokka. Oft er eins og hugurinn hreinsist af amstri dags- ins og andinn verði frjáls um leið og líkaminn hressist. Hvernig á að byrja? Það, sem mestu máli skiptir, er að fara varlega og skokka nógu stutt og hægt í fyrstu skiptin. Gott er til dæmis að byrja á því að ganga nokkrum sinnum stuttar vega- lengdir í hverfinu heima eða við vinnustað. Það mætti til dæmis leggja bílnum lengra frá vinnustað en venjulega, eða fara út úr strætó einni biðstöð fyrr en nauðsynlegt er. Þá mættu menn fara að ganga stiga innan húss og hætta að nota Iyftur. Þegar skokkið sjálft hefst, er gott að nota í fyrstu svokallað skátaskokk, en þá er gengið og skokkað til skiptis. Til dæmis má ganga milli tveggja ljósastaura og skokka milli næstu tveggja. Rétt er að velja stutta skokkleið í upphafi, til dæmis hálfan til einn kílómetra, og fara ekki lengra í nokkur fyrstu skiptin sem skokkað er, þar til skokkarinn er orðinn van- ur vegalengdinni. Það má líka velja ákveðinn tíma í stað vegalengdar, t.d. tíu mínútur, og skokka ekki lengra í hvert sinn. Síðan er mælt með því að auka tíma eða vega- Iengd um 10% á viku, þannig að það taki um það bil tíu vikur að tvöfalda skokkið. Nauðsynlegt er að hvíla sig vel á milli æfinga og skokka ekki oftar en tvisvar til þrisvar í viku í upphafi. Gott er að skokka alltaf á ákveðn- um tíma dags þannig að hætta á truflunum sé sem minnst. Það er reynsla margra að þeir þurfi að beita sjálfa sig talsverðum aga til að skokkið falli ekki niður þegar mikið er að gera. Hins vegar er nauðsyn- legt að fara afar varlega ef veikindi, meiðsli eða sárir verkir gera vart við sig. Markmiðið með skokkinu er heilsubót og vellíðan, sem ekki á að spilla með ofurkappi. Hvaða búnað þarf? Það þarf góða hlaupaskó, sem falla vel að fæti og styðja vel við Frægustu skokkarar landsins fóru yfir Kjöl fyrir nokkrum árum, en í sumar lögðu þeir leið sína yfir Sprengisand. Þessi mynd var tekin við upphaf ferðar- innar, í innbænum á Akureyri. Fremst- ir eru Árni Kristjánson (til hægri), Guðmundur Gíslason (í miðju) og Gunnar Kristjánsson (til vinstri). Aft- ar er m.a. Leiknir jónsson. Höfundur meðfylgjandi greinar var í hópi Kjalar- skokkaranna. hælinn, þægilegan skyrtubol og stuttbuxur, léttan íþróttagalla, vind- og regnföt, góða íþrótta- eða ullarsokka, vettlinga og húfu. Bestu fötin eru úr sterkum gervi- efnum, sem blönduð eru bómullar- eða ullarþráðum. Ekki má gleyma endurskinsmerkjum þegar dimmt er orðið og gott er að eiga plástra og mýkjandi smyrsl ef húð nuddast eða blöðrur myndast. Kostnaður af þessum útbúnaði ætti ekki að fara yfir tíu þúsund krónur þó að valdar séu vörur af vönduðustu gerð. Hvar er best að skokka? Gott er að byrja á íþróttavelli því að slíkur völlur er oftast sléttur og minni hætta er þá á að misstíga sig meðan vöðvar eru óþjálfaðir. Einn- ig má nota malargötur, göngustíga eða hjólreiðabrautir í bæjum. Mal- 12 HEILBRIGÐISMÁL 3/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.