Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 13
bik og steyptar götur eru harðari og valda miklu álagi á liðamót, og því þarf að nota hlaupaskó sem fjaðra vel. í Reykjavík er vinsælt að skokka út frá sundstöðum, t.d. er aðstaða mjög góð í Laugardal, og gott er að fara í heita sundlaug á eftir til að mýkja vöðvana. Margir ákveða sér hlaupaleiðir með því að mæla vegalengdir á bíl. Þegar þrek- ið eykst er sjálfsagt að finna nýjar og skemmtilegar leiðir og jafnvel að taka þátt í skemmtiskokki eða hlaupum, sem íþróttafélögin skipu- leggja fyrir almenning. Svokölluð víðavangshlaup eru haldin á veg- um íþróttafélaga á Reykjavíkur- svæðinu á tveggja vikna fresti allan veturinn og eru opin almenningi. Réttar æfingar Varlegast er að fylgja ákveðnum leikreglum, en þær felast meðal annars í því, að rétt fyrir skokkið eru gerðar liökunaræfingar til upphit- unar. Reynt er þá að hreyfa sem flesta af þeim vöðvum sem nota á: lyfta sér upp á tær eða hæla, beygja hné, lyfta hnjám, lyfta beinum fót- um, ganga á staðnum, lyfta hand- leggjum og sveifla fram og aftur. Þessar æfingar eru gerðar í þrjár til fimm mínútur. Síðan er farið út að skokka og rólega farið af stað, mið- kaflinn er hlaupinn á meiri hraða, en lokakaflinn hægar. Eftir hlaupið eru svo gerðar liðkunar- og teygju- æfingar í nokkrar mínútur. Teygju- æfingar beinast að því að teygja á þeim vöðvum, sem notaðir eru í skokkinu, þannig að þeir stirðni ekki eða styttist. Æskilegt er að fá einhvern sem vel þekkir til, svo sem sjúkraþjálfara, lækni eða íþróttakennara til að leiðbeina um þess háttar æfingar, svo að þær séu rétt gerðar og verði til gagns en ekki ógagns. Þegar skokkarinn er orðinn van- ur og hættur að þreytast teljandi af sínu venjulega skokki, má fara að reyna meira á líkamann. Talið er eðlilegt að stefna að því að þjálfun taki að minnsta kosti þrjátíu mínút- ur þrisvar í viku. Með því er hægt að byggja upp þrek og viðhalda því. Areynsla verður að vera það mikil að skokkarinn svitni vel, mæðist og hjartsláttur aukist hæfi- lega. Gaman er að fylgjast með því hvemig púls breytist. Fyrst er þreifað eftir slætti í slagæð ofan við úlnlið. Talið er í 15 sekúndur í hvíld og margfaldað með fjórum til að finna púlshraða á mínútu. Sú tala kallast hvíldarpúls og er hann oft 60 til 70 slög á mínútu. Æfingapúls er hins vegar sá púls sem mælist í miðju hlaupi. Þá er stoppað, þreifað eftir æðaslætti og talið á sama hátt og áður. Æfingapúls á ekki að vera mikið hraðari en tvö- faldur hvíldarpúls, 120 til 140 slög á mínútu. Oft er spurt hvort nauðsynlegt sé að fara í læknisskoðun áður en tek- ið er til við íþróttaæfingar og skokk. Hjá fólki sem lifir heilbrigðu lífi, líður vel, hefur ekki þjáðst af neinum sjúkdómum, reykir ekki, er ekki of feitt og kennir sér einskis meins, er læknisskoðun ef til vill ekki nauðsynleg, en þeir sem byrja þess háttar áreynslu um og eftir fertugt ættu að hafa allan varann á. Nauðsynlegt er fyrir miðaldra fólk að láta mæla hjá sér blóðþrýst- inginn öðru hvoru, því að hann getur verið of hár án þess að gefa nokkur einkenni. Rétt er einnig að leita læknis ef óregla finnst á púls- slætti við talningar, eða ef brjóst- verkir eða óeðlileg mæði gera vart við sig. Varnaðarorð Byrjið varlega í upphafi og hald- ið varlega áfram. Líkamsrækt stefn- ir að heilsubót með andlegri og líkamlegri vellíðan. Sé farið of geyst af stað leiðir það einungis til meiðsla, ofþreytu og leiðinda. Það er hvort sem er ekki hægt að ná upp þreki eða þjálfun á nokkrum dögum. Sé varlega farið getur skokk veitt mikla ánægju og heilsubót. ítarefni: 1. ER Eichner: Exercise and heart dise- ase. Epidemiology of the „Exercise hypot- hesis". The American Journal of Medicine 1983;75:1008-1023. ítarleg yfirlitsgrein með fjölda tilvitnana. 2. JP Koplan, KE Powell, RK Sikes o.fl.: An epidemiologic study of the benefits and risks of running. JAMA 1982;248:3118- 3121. Könnun hjá 1423 hlaupurum. 3. KT Francis, R. Carter: Psychological characteristics of joggers. J Sports Med 1982;22:386-390. Könnun á kvíða, fjand- skap og þunglyndi hjá 28 skokkurum og 16 manna samanburðarhópi. 4. SN Blair, NN Goodyear, LW Gibbons, KH Cooper: Physical fitness and incidence of hypertension in healthy normotensive men and women. JAMA 1984; 252:487-490. Könnun hjá 4.820 mönnum. 5. RS Paffenbarger, RT Hyde, AL Wing, CH Steinmetz: A natural history of athlet- icism and cardiovascular health. JAMA 1984;252:491-495. HluH af Harvard- rannsókninni, könnun hjá 16.936 mönnum. 6. J Fix: The complete book of running Random House, New York Inc, 1977. Góð leiðbeiningabók fyrir skokkara. Jóhann Heidar Jóhannsson læknir er sérfræðingur í líffærameinafræði og sérstaklega meinafræði barna. Hann starfar á Rannsóknastofu Há- skólans í meinafræði. HEILBRIGÐISMÁL 3/1986 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.