Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 16
LANDSPlTALINN / Helgi Kristb|arnarson útumar og getur sá svefn orðið djúpur og kallast þá deltasvefn. Þetta svefnstig er talið vera það stig sem er mest endurnærandi fyrir líkamann og meðan á því stendur eykst framleiðsla á vaxtarhormóni. Eftir þennan 90 mínútna svefn tekur við draumsvefn, sem oft stendur í 10 mínútur eða lengur og síðan tekur við draumlaus svefn aftur í aðrar 90 mínútur. Hjá þeim sem þjást af kæfisvefni er svefninn öðruvísi, fólk sefur draumlaust og nær aðeins að sofna mjög létt áður en það vaknar aftur. Þannig nýtur það ekki hins endurnærandi þáttar deltasvefnsins og nær yfirleitt ekki að sofna draumsvefni. Þetta fólk vaknar því örþreytt að morgni og er syfjað meira og minna allan dag- inn. Minnkað súrefni í blóði leiðir af sér aukna hættu á ýmsum sjúk- dómum, svo sem hjartsláttar- óreglu, hækkuðum blóðþrýstingi og hugsanlega öðrum sjúkdómum. Þótt böm hrjóti stundum er sjald- gæft að um kæfisvefn sé að ræða. Þó er það þekkt hjá börnum sem hafa stóra nefkirtla og hálskirtla. Þessi böm geta fengið öll helstu einkenni kæfisvefns, og þar sem hroturnar hindra að bömin komist í hinn djúpa deltasvefn, þá dregur þetta úr framleiðslu vaxtarhormóns og bömin hætta að þrífast og stækka. Flestir sem hrjóta hafa einhverja hugmynd um að svo sé. Þeir hafa oftast heyrt á það minnst af ein- hverjum sem hefur sofið í sama herbergi. Það sem er mikilvægast í greiningu á kæfisvefni er hvort öndun stöðvast langtímum saman. Annað er að þessir sjúklingar berj- ast oft um í svefni og kuðla rúmföt- in mikið og vakna oft sveittir og mjög þreyttir að morgni. Ein ástæða þess að kæfisvefnssjúkl- ingar leita til Iæknis er sú að þeir eru stöðugt þreyttir og syfjaðir á daginn, sofna í bíóum og Ieik- húsum, fyrir framan sjóvarpið og jafnvel undir stýri. Er talið að slysa- tíðni sé mun meiri hjá þessu fólki en öðm. Stundum er hækkun á blóðþrýstingi eða hjartsláttartmfl- un það fyrsta sem leiðir lækninn á sporið að um kæfisvefn kunni að vera að ræða. Til að hægt sé að rannsaka kæfi- svefn til hlítar þarf sérstaka svefn- rannsóknarstofu, þar sem hægt er að fylgjast með heilariti og öndun samtímis. Slík rannsóknastofa er ekki hér á landi enn sem komið er og verður því að notast við ná- kvæma líkamsskoðun og sérstak- lega skoðun á munnholi og nefi. Með sérstakri röntgenmyndatöku er hægt að sjá afstöðu góms og öndunarvegs. Hægt er að mæla súrefni í blóði, annað hvort með því að hafa litla slöngu í æð og draga blóð með vissu millibili alla nóttina eða, það sem einfaldara er, með því að setja á eyrnasnepilinn litla klemmu sem inniheldur ljós- mæli, sem greinir lit á blóði og gef- ur þannig upplýsingar um súrefn- ismagn. Loks eru til litlar tölvur, sem hægt er að tengja við bönd sem strengd eru um kvið og brjóstkassa sjúklinga og greina hreyfingu og rúmmálsbreytingu brjóstkassans og segja til um hvort öndunarvegir séu lokaðir. Allt eru þetta dýrar og erfiðar rannsóknir, en geta verið mjög mikilvægar fyrir líf og heilsu. Þegar hrotur leiða ekki til kæfi- svefns er sjaldnast ástæða til mik- illa aðgerða. Þó er stundum hægt að gera litlar skurðaðgerðir á nefi, sem draga úr hávaða við hrotur og létta sambýlisfólki hrjótandans lífið. Þegar um kæfisvefn er að ræða er stundum þörf á mun yfir- gripsmeiri skurðaðgerðum. Gamalt húsráð fyrir þá sem hrjóta er að festa harðan hlut á bakið, þannig að þeir liggi ávallt á hliðinni og byggist það á að fólk telur hrotur stafa af því að sá sem hrýtur liggi á bakinu. Þetta er ekki alls kostar rétt, þar sem í Ijós kemur að hrotur geta komið fram í öllum stellingum sofandi manns. Oftast er gagns- laust að vekja fólk og segja því að snúa sér á hliðina. Að vísu hætta menn að hrjóta þegar þeir eru vakt- ir, en það stafar af því að vöðva- spenna hefur aukist í líkamanum Eðlileg öndun. Þetta öndunarlínurit sýnir reglulega öndun hjá heilbrigðum manni. i 16 HEILBRIGÐISMÁL 3/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.