Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 34

Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 34
Orð fyrir AIDS Um engan sjúkdóm hefur meira verið fjallað síðustu misserin en þann sjúkdóm sem á ensku ber skammstöfunina AIDS (Acquired Immune Deficiency Syndrome). í fyrra var stungið upp á nokkrum íslenskum nöfnum á þennan sjúk- dóm, en ekkert þeirra hefur enn útrýmt enska heitinu. í grein í Morgunblaðinu 10. októ- ber 1986 skrifar Helgi Hálfdanar- son, þýðandi og fyrrverandi lyfsali, um nauðsyn þess að sameinast um eina þýðingu á AIDS. Hann segir: „Orðin ónæmisbæklun og ónæmistær- ing segja trúlega best til um eðli veikinnar ... en þau hafa bæði þann galla að vera óþyrmilega sam- sett ... Hins vegar er alnæmi mjög svo Iipurt ... en mun þykja óþarf- lega skelfilegt." Sjálfur segist Helgi hafa stungið upp á orðinu næming „... en þetta orð fékk víst hvergi hljómgrunn". Erlent • Mörk mannsævinnar? Japanski öldungurinn Shigechiyo Izumi lést í febrúar. Hann fæddist 29. júní 1865 og hélt því upp á 120 ára af- mæli sitt í fyrra. Hann er eini mað- urinn sem sannanlega hefur lifað svo lengi. Haft var eftir honum að besta ráðið til að ná háum aldri væri að taka lífinu létt og fela allt á vald Guði, sólinni og Búddha. (Time 3. mars 1986. Heimsmetabók Guinnes 1985.) • Tóbakið dýrkeypt. Bandaríkjaþing hefur látið reikna út kostnað þann sem hlýst af sjúkdómum og fram- leiðslutapi vegna reykinga, og var niðurstöðutalan 2600 milljarðar króna á ári eða um 80 krónur fyrir hvem sígarettupakka sem reyktur er. (Smoking or health update, vor- ið 1986.) • Austrið og vestrið sammála. Banda- rískir og sovéskir læknar, sem skiptust á skoðunum með aðstoð gervihnattar, voru sammála um að forvarnir væru besta leiðin til að Þá ræðir hann um orðið eyðni, sem Páll Bergþórsson Iagði til í blaðagrein vorið 1985. Helgi segir að yfirburðir þessa orðs séu ótví- ræðir. „Pað er ósamsett, aðeins tvö atkvæði, og hóflega áleitið um merkingu." Síðar segir Helgi: „Enn er þess að geta að hljóðlíking orðs- ins eyðni við aids mun ýmsum þykja nokkur kostur ... En þó að kostir orðsins eyðni umfram sam- heiti þess virðist augljósir hef ég ekki orðið þess var að læknastéttin draga úr hjarta- og æðasjúkdóm- um, og ennfremur að oft væri erfitt að breyta venjum fólks. Sovétmenn hafa bannað reykingar á opinber- um stöðum og hækkað tóbaksverð verulega, blóðþrýstingur er mæld- ur í hvert sinn sem sjúklingur Ieitar læknis og 10—12 ára böm fá fræðslu um heilnæmar neysluvenj- ur. (American Medical News, 17. jan. 1986.) • Fæðingar utan hjónabands. Græn- lendingar eiga Norðurlandamet að því er varðar óskilgetin börn. Um 68% barna sem fæddust þar árið 1984 voru óskilgetin, næst kom ís- taki því fegins hendi ... sumir halda fast við ónæmistæringu, aðr- ir nota alnæmi og enn aðrir tala um aids." Þetta var borið undir nokkra lækna. Ólafur Ólafsson landlæknir sagð- ist telja eyðni nokkuð gott orð og vel kæmi til greina að nota það í fræðsluritum landlæknisembættis- ins. Haraldur Briem smitsjúkdóma- læknir sagði að eyðni væri það orð sem hann teldi að ætti eftir að verða notað um sjúkdóminn, þetta væri ágætis orð. Helgi Valdimarsson prófessor taldi orðið eyðni vera góða mála- miðlun, það væri stutt og lýsandi og ekki eins villandi og alnæmi. Hann sagðist sjálfur vera farinn að nota orðið eyðni í stað ónæmistær- ingar, sem hann er höfundur að. ~Jr- land með 47%, síðan Álandseyjar 45%, Svíþjóð 45%, Danmörk 42%, Færeyjar 34%, Noregur 21% og síðast Finnland en þar voru 15% nýfæddra barna fædd utan hjóna- bands. Á íslandi, og sennilega víðar, er algengt að fyrsta barn fæð- ist áður en foreldrar ganga í hjóna- band og einnig að fólk búi í óvígðri sambúð. Petta hækkar hlutfall óskilgetinna bama. (Yearbook of Nordic Statistics 1985.) • Arðbær aðgerð. Fimm ámm eftir að Edward Jenner fann upp mót- efni við bólusótt, árið 1796, spáði hann því að hægt yrði að útrýma sjúkdómnum. Sú spá rættist þó ekki fyrr en árið 1977, eftir samstillt átak undir stjórn Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunarinnar. Það átak kostaði samtals 8 milljarða króna á þrettán árum. Reiknað hefur verið út að árlegur sparnaður vegna þessarar aðgerðar nemi 40 milljörðum króna. (World Health, maí 1986). 34 HEILBRIGÐISMÁL 3/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.