Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 4
Fjölbreytni °g hófsemi Síðustu áratugi hafa orðið miklar breytingar á fæði á Vesturlöndum. Hér á landi sem annars staðar hef- ur framboð matvæla stóraukist og fjárráð til matarkaupa rýmkast. A sama tíma hefur orðið bylting í vinnslu og geymslu matvæla. Allt er þetta til bóta. Á hinn bóginn hafa kröfur aukist um hraðvirkari matargerð, og vaxandi fjöldi fólks borðar á vinnustað. Petta slævir vitund fólks fyrir því hvemig fæðið er samsett og ýtir sennilega undir hirðuleysi um eigin neyslu. Veiga- mest er þó sú staðreynd að æ færri störf krefjast mikillar orku, og í daglegu lífi margra eru litlar kröfur gerðar til hreyfingar. Þetta hefur leitt til ofeldis, sem er orsök offitu og eykur hættu á háþrýstingi, hjartaáföllum, sykursýki o. fl. Nú- tímarhaðurinn þarf því að tak- marka neyslu sína verulega, en það getur verið erfitt mitt í ofgnótt fæðuframboðs og hömlulausra matarauglýsinga. Takist honum að takmarka neysluna við orkuþörf eru hins vegar líkur á að fæðið verði illa samsett og bætiefnarýrt, því að á markaðnum er fjöldi mat- væla er veita orku, en litla aðra næringu. Mörkuð hefur verið opinber manneldisstefna í nokkrum lönd- um, svo sem Noregi, Danmörku og í Bandaríkjunum. Nýlega hefur Manneldisráð kynnt tillögur sínar að manneldismarkmiðum fyrir ís- lendinga. Undirrituð starfaði í nefnd sem ræddi um heilbrigðis- mál, í tengslum við framtíðarnefnd forsætisráðuneytisins, og þar var einnig fjallað um stefnu varðandi manneldi og matvæli. Manneldismarkmið okkar eiga að vera fólgin í að skapa fæðuvenj- ur meðal þjóðarinnar er koma í veg fýrir sjúkdóma, bæta næringar- ástand og auka almenna hreysti. Manneldisstefna er sú leið sem far- in er að þessum markmiðum. Hún kann að miðast fyrst og fremst við ráðleggingar um hollt mataræði. Æskilegt er þó að hún sé yfir- gripsmeiri til að treysta árangurinn og best er að hún styðjist við mat- vælastefnu, sem tekur til fram- leiðslu og verðstýringar matvæla, og verður að hvetja til hollra fæðu- venja. Fræða þarf um manneldi á öllum stigum skólakerfisins. Aukin þekk- ing í almennri næringarfræði, mat- reiðslu og heilsufræði tryggir betur en flest annað að fólk byggi fæðu- val sitt á þekkingu og er skilyrði þess að fólk geti borið ábyrgð á eigin heilsu. Pekkingin tryggir líka öðru fremur að auglýsingaskrum og öfgahópar hafi ekki of mikil áhrif á fæðuvenjur fólks. Tryggja þarf að samsett matvæli og viðkvæmar neysluvörur séu merktar með tilliti til hráefna, aukefna og geymsluþols. Æskilegt er einnig að sem flestar mikilvægar neysluvörur séu merktar næringar- efnum þeirra. Aukna áherslu þarf að leggja á vinnslueftirlit í matvælafyrirtækj- um. Ráðleggingar til almennings þurfa að vera skýrar, án ofstækis og miðaðar við þarfir heilbrigðs fólks. Fjölbreytni í fæðuvali og hóf- semi í neyslu eiga að vera lykil- atriði. Tengdar þessum ráðlegg- ingum þurfa að vera hvatningar um líkamsrækt og hreyfingu. Sér- staklega þarf að sinna ráðlegg- ingum um mataræði bama og ungl- inga með tilliti til tannvemdar. Koma þarf á stilu ávaxta, brauðs, mjólkur og ávaxtasafa í skólum og skipuleggja þannig að neysla þeirra verði fastur þáttur í daglegu lífi ungs fólks. Fylgjast þarf með breytingum sem verða á fæðuneyslu og endur- skoða stefnuna ef þörf krefur. Matvælastefna er mikilvægt póli- tískt mál hjá matvælaframleiðslu- þjóð, en skilyrði þess að manneld- isstefna verði virk er að stýring framleiðslu og verðs á matvælum styðji hana. Þannig ætti frekar að niðurgreiða magrar mjólkurafurðir en feitar og tolla frekar sykur en grænmeti, svo fátt eitt sé nefnt. Brýnt er að auka frelsi í innflutningi grænmetis, afnema tolla á þessum hollu vömm og auka innlenda grænmetisframleiðslu. Alda Möller, ma tvælafræðingur. 4 HEILBRIGÐISMÁL 4/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.