Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 9
HE/LBRIGÐ/SMÁL /óhannes Long 3. Fituneysla fari ekki yfir 35% af heildarorkunni og hlutfallið milli fjölómettaðrar og mettaðr- ar fitu verði aukið frá því sem nú er i allt að 0,4. Til þess að ná þessu marki má draga úr neyslu kjötfitu, mjólkur- fitu og harðrar jurtafeiti, en nota þess í stað mjúka fitu. Gott er að auka neyslu á fiski, fiskolíum og annarri mjúkri fitu. Mælt er með að skerða fituneyslu að mun. Samkvæmt könnun Manneldisráðs 1979—80 gaf fita að meðaltali 41% af orkumagni fæðis- ins, en æskilegt hlutfall er innan við 35%. Því markmiði skal ná með því að draga úr notkun feitra kjöt- og mjólkurafurða, spara feitt viðbit og takmarka fitunotkun við dag- lega matreiðslu. Jafnframt er ráð- lagt að auka fiskolíur í fæði, og nota jurtaolíur í matreiðslu, fitu sem storknar ekki í kæliskáp, en tak- marka hlut harðar fitu svo sem kostur er. Með því að að minnka heildar- magn fitu í fæði er mögulegt að auka hlut fæðutegunda sem auð- ugri eru af bætiefnum en gefa minni orku (færri kaloríur), fæðið verður fullkomnara og leiðir síður til ofeldis. Kostir þess að nota mjúka fitu, en sniðganga harða, felast í mis- munandi eiginleikum fitutegunda. Olíur ríkar af fjölómettuðum fitu- sýrum lækka fremur kólesteról í blóði, en í harðri fitu eru fitusýrur sem hafa gagnstæð áhrif, auka kól- esteról í blóði og þar með hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. 4. Hæfilegt er að hvíta (prótein) veiti að minnsta kosti 10% ork- unnar. Nægileg og fullkomin hvíta fæst úr innlendum fæðutegundum: Fiski, kjöti, mjólkurmat og eggjum. Samkvæmt neyslukönnun Mann- eldisráðs 1979—80 fengust að með- altali 16% af orku fæðisins úr hvítu. Þess ber að gæta, að í fæðu- tegundum auðugum af hvítu eru mörg önnur efni, líkamanum nauð- synleg, svo sem jám í kjöti, kalk í mjólkurmat og hollar fitusýmr í fiski. Því má ekki ganga of langt í að takmarka neyslu þessara fæðu- tegunda. 5. Hæfilegt er að neysla á matar- salti sé undir 8 grömmum á dag fyrir fullorðna. Talið er að mikil saltneysla geti átt þátt í að hækka blóðþrýsting, en of hár blóðþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúk- dóma. Mælt er með að takmarka saltneyslu með því að sneiða hjá saltmeti og takmarka salt í mat- reiðslu og við borðhald að því marki að dagsneysla sé undir 8 grömmum. 6. Hæfilegt er að D-vítamínneysla fari ekki undir 10 míkrógrömm á dag (400 alþjóðaeiningar). Samkvæmt könnun Manneldis- ráðs 1979 — 80 var að meðaltali of lítið af D-vítamíni í daglegu fæði landsmanna, miðað við ráðlagða dagskammta. Ráðlagt er að bæta úr því með lýsisneyslu. í einni teskeið (5 milli- lítrum) af þorskalýsi fæst dag- skammtur af D-vítamíni og að auki fjölómettaðar fitusýrur. Af ufsalýsi þarf aðeins hálfa teskeið til þess að fá dagskammt af D-vítamíni, en þá skerðast fiskolíurnar að sama skapi. í lýsispillum er D-vítamín en lítið af fiskolíum. D-vítamín er nauðsynlegt til þess að kalk í fæðu skili sér inn í efna- skipti líkamans (frásogist) og nýtist við myndun og viðhald beinvefs, þar á meðal tanna. Fleiri efnaferlar eru háðir D-vítamíni og kalkbúskap líkamans. Þess ber að gæta að óhófleg neysla A- og D-vítamína getur ver- ið skaðleg, til dæmis ef margra víta- mínauðugra lyfja er neytt samtímis að staðaldri. 7. Stefnt skal að sem fjöl- breyttustu fæðuvali úr eftirfar- andi fæðuflokkum: Kommat, mjólkurmat, grænmeti og ávöxt- um, kjöti, fiski og eggjum. Engin ein fæðutegund, hversu holl sem hún er talin, inniheldur í hæfilegum hlutföllum öll þau nær- ingarefni sem nauðsynleg eru. Því getur einhæft fæði aukið líkur á að einhver næringarefni skorti. Með fjölþættu vali fæðutegunda er unnt að gera fæðisáætlanir sem uppfylla kröfur um alhliða nær- ingu. HEILBRIGÐISMÁL 4/1986 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.