Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 14
HEILBRIGÐISMÁL / Jóhannes Long 1. Teygja vel úr sér meðati talið er upp að tíu. 2. Láta arma síga, bogna um olnboga í axlarhæð. Kreppa hnefa og ýta olnbog- um aftur með mjúku átaki og draga herðablöð saman fjórum til fimm sinn- um, með fjaðrandi átaki. Ef setið er á stól þá skal sitja þélt við stólbakið. Æfingar fyrir alla 1. hluti: Axlaræfingar Leiðbeiningar eftir Valdimar Örnólfsson Líkamsrækt er mikilvægur fyrir- byggjandi þáttur í allri heilsurækt og ætti að vera jafn sjálfsögð í dag- legu lífi fólks og hollur matur og drykkur. Sem betur fer hefur skiln- ingur manna aukist á þessu á síð- ustu árum, einkum fyrir tilstuðlan læknavísindanna. Peim fjölgar stöðugt sem stunda gönguferðir, fara á skíði eða skokka. Sumir sækja heilsuræktarstöðvar og fara í sund eða leikfimi. Hins vegar er stór hópur manna sem gerir ekki neitt af þessu tagi, einkum roskið fólk. Meðan ég var með morgun- leikfimina í Ríkisútvarpinu þótti mér sérstaklega ánægjulegt hversu góðar undirtektir hún fékk einmitt hjá rosknu fólki. Hún opnaði augu fólks fyrir því að það er hægt að gera heilmikið heima fyrir og á eigin spýtur með aðstoð fjar- kennslu. Ég tek þess vegna með ánægju tilmælum um að sýna í þessu riti nokkrar gagnlegar æfing- ar sem allir geta gert hvenær sem tími vinnst til, heima eða á vinnu- stað. Æfingar fyrir háls, hrygg og axl- arvöðva eru mjög aðkallandi, að minnsta kosti fyrir kyrrsetufólk sem hættir til að fá vöðvabólgu. Meðfylgjandi myndir sýna tvær æfingar. Fyrri æfingin er útskýrð á myndum 1—4 en sú síðari á mynd- um 5—8. Athugið að æfingarnar má gera hvort sem er standandi eða sitjandi. Pessar æfingar eru svo léttar að tilvalið er að gera þær oftar en einu sinni á dag. Sjálfsagt er að byrja daginn með þeim, setjast á rúmstokkinn, teygja varlega úr sér 3. Rélta úr olnbogum og fingrum og teygja hendur aftur, fjórum til fimm sinnum (íaxlarhæð), meðfettu í úlnlið. Snúið lófum til skiptis upp og niður. 14 HEILBRIGÐISMÁL 4/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.