Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 17
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnarssttn skjólstæðingsins og dvelja þá við forðabúr jákvæðrar reynslu og minninga þar sem nýja krafta er að fá. Victor Frankl, prófessor í tauga- og geðsjúkdómafræði í Vín, lifði af vist í útrýmingarbúðum nasista. Hann hefur bent á hvernig föng- um, sem gátu einbeitt sér að þeim stundum og atvikum í lífinu, sem höfðu verið gjöfular og góðar tókst að byggja sig upp og öðlast krafta til að komast af. Frankl ræðir um nauðsyn þess að eiga sér mark og mið, að ekkert sé mikilvægara fyrir manninn til að halda lífi eins og fullvissan um það að hafa hlutverk í lífinu. Von lengir beinlínis líf. Hún gengur eins og rauður þráður í gegnum öll viðbrögð við missi. Hlutverk sálusorgara er fyrst og síðast að efla og næra vonina. Hann getur hjálpað skjólstæðingi sínum til að láta af óraunsæi og styrkt hann til raunsærri vona. Framan af í sjúkdómsstríði kann það að vera von um bata, að með- ferð beri tilætlaðan árangur. Reynist það haldlítið er ennþá rúm fyrir von um lengri tíma, tíma til að njóta samvista við ástvini sína, koma lagi á ýmsa hluti, ráðstafa húsi sínu eins og segir í Gamla testamentinu. Þá er það von um að halda andlegri reisn andspænis því óumflýjanlega og að síðustu von um eilíft líf, sem nær út yfir gröf og dauða. „Nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleik- urinn mestur." Mikilvægi stuðn- ings og hlýju í samskiptum okkar við þá, sem þarfnast aðstoðar verð- ur aldrei nægilega undirstrikað. Öll þjáning er einkareynsla og enginn getur fundið til fyrir annan. En við getum leitast við að vera nálæg. Návist er list, sem ekki verður lærð af bókum, en veltur á því að við séum sönn og gefum færi á eigin veikleika, á eigin mennsku. Návist byggir á innsæi, að brugðist sé rétt við margbreytilegum aðstæðum. Hún lýsir sér í svipbrigðum ekki síður en svörum, og kemur raunar fram í öllu því sem gerir það að verkum, að viðkomandi skynjar sálusorgará sem meðbróður. Við megum ekki flýja óþægilegar aðstæður með því að gefa einfaldar skýringar á óleysanlegum vanda. Þörf skjólstæðings er fyrir skilning fremur en skýringar. Þar komum við mest til móts með því að hlusta eftir þeim tilfinningum, sem búa að baki orðum og látbragði og bregð- ast við þeim. Dr. Cicely Saunders, frumkvöðull Hospice hreyfingar- innar í Englandi, segir um þetta: „Það sem við segjum við dauðvona mann er ekki næstum því eins mik- ilvægt og það sem við leyfum hon- um að segja við okkur". Markmið sálgæslu er að koma til móts við manninn þar sem hann er og miðla til hans kærleika Guðs. Dietrich Bonhoeffer, þýski guðfræðingur- inn sem lét lífið fyrir hendi nasista, sagði: „Frumskylda kristins manns er að hlusta á meðbróður sinn. Það er upphafið á kærleika okkar til Guðs, að við heyrum hvað Hann vill við okkur tala í sínu orði. Eins byrjar elskan til annarra manna á því, að við ljáum þeim eyra." Séra Sigfinnur Þorleifsson er sjúkrah úsprestur Borgarspítalans. Aður var hann sóknarprestur á Stóra-Núpi í Árnessýslu. Grein þessi er byggð á erindi sem flutt var á fundi í samtökum presta og Iækna. HEILBRIGÐISMÁL 4/19B6 1 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.