Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 18
„Þörf er á nýrri kynlífsbyltingu" ✓ / - segir Olafur Olafsson landlæknir Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um eyðni (alnæmi, AIDS) líkt og sjúkdómurinn hafi tekið á sig nýja mynd. Ólafur Ól- afsson landlæknir var spurður hvort nýjar upplýsingar hefðu breytt viðhorfum til sjúkdómsins. Umræðan byggist einkum á því að eyðni hefur haldið áfram að breiðast hratt út á Vesturlöndum. Einnig hefur það vakið ótta að smit er orðið nokkuð algengara en áður meðal gagnkynhneigðra. Við höfum fengið fjárveitingu til að hefjast handa um aðgerðir, meðal annars fræðslu. Fjölmiðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga og yfirleitt fjallað um sjúkdóminn af raunsæi. Hefur eitthvað nýtt komið fram um smitleiðir eyðni? Þær hafa ekkert breyst en málin hafa skýrst. Eyðni smitast við sam- runa blóðs við blóð og frá sæði í blóð. Ekki hefur sannast að fólk hafi smitast við kossaatlot. En allur er varinn góður því að þetta er hæggeng veira sem getur leynt á sér lengi. Fíkniefnaneytendur sem nota sprautur virðast nú líklegri smitber- ar en talið var, ekki síst vegna þess að þeir fjármagna dýr fíkniefni með vændi. Petta er því miður orðið vandamál hér á landi og brýn þörf að stórefla aðgerðir gegn fíkniefna- neyslu. Pessu fólki verður ekki hjálpað með auglýsingaherferð og ræðuhöldum. Pað verður að leita það uppi og hjálpa því að losna úr viðjum fíkniefnanna. Pú hefur sagt að eyðni sé alvar- Ieg ógnun við heilbrigði þúsunda íslendinga. Hve margir eru í beinni hættu? Með viðeigandi ráðstöfunum, svo sem rannsóknum á blóði blóð- gjafa, má segja að smithættan sé bundin við homma, fíkniefnaneyt- endur og fjöllynt fólk. Líklegt er að fáein þúsund séu í beinni hættu en það er ekki þar með sagt að þeir eigi allir eftir að smitast, ef fræðslan skilar árangri. Fólk verður að breyta viðhorfum sínum til kynlífs og gæta sín betur við val á rekkju- nautum. Við verðum að ræða hisp- urslaust og opinskátt um varnir gegn kynsjúkdómum sem hafa of lengi verið feimnismál. Pað má segja að þörf sé á nýrri kynlífsbylt- ingu. Ég vara við að álykta um stærð áhættuhópsins út frá tölum um tíðni lifrarbólgu, sem er mun meira smitandi en eyðni. Ekki er heldur hægt að draga of miklar ályktanir af útbreiðslu eyðni í Afríku þar sem þrifnaður og heilbrigðisþjónusta eru víða af skomum skammti. Pið hafið undrast hve fáir hafa komið í mótefnamælingu, en það virðist ekki vera svo undarlegt þeg- ar höfð eru í huga orð homma sem sagði í blaðagrein í sumar að gífur- legur þrýstingur væri lagður á þá sem telja sig þurfa að vita hvort þeir væru smitaðir. Hann sagði að innri barátta væri mikil og að það væru þung spor að fara í slíka rann- sókn og eiga á hættu að fá staðfest smit. Annars vegar væri hræðsla við dauðann og hins vegar við fé- lagslega einangrun. Hafa heilbrigð- isyfirvöld tekið nægilegt tillit til hins mannlega þáttar? Sennilega hefur ekki verið lögð næg áhersla á þennan þátt. Pó má nefna að heimilislæknar senda blóð til rannsóknar ef þess er óskað, svo að nafnleynd á að vera borgið. Kynfræðsluráðgjafi hefur tekið til starfa hjá landlæknisembættinu og heimild hefur fengist til að ráða starfsmann í hlutastarf til að stunda fræðslu meðal homma. Áhersla hefur verið lögð á góða samvinnu við Samtökin 78, sem hafa Iagt margt gott til málanna. Unnið er að bæklingi um geðhjálp fyrir eyðni- sjúklinga. Enn um mannlega þáttinn. í blaðaviðtali við aðstandanda sjúkl- ings sem er með eyðni á lokastigi var sagt að eyðnisjúklingar hafi, eins og aðrir, þörf fyrir að deyja með reisn og virðingu en ekki í einsemd og niðurlægingu. Sami að- standandi segir að það sé ekki minni sorg að missa ástvin úr þess- um sjúkdómi en öðrum. Verður þú var við mikla fordóma gagnvart þekktustu áhættuhópunum? Já, margir eru enn fullir af for- dómum gagnvart hommum, og ég verð jafnvel var við það hjá þeim sem ættu að hafa næga víðsýni. Við verðum að gera okkur grein fyrir að staðfesting á eyðnismiti getur þýtt dauðadóm innan fárra ára. Þá er engin huggun í ásökunum um sjálfskaparvíti. Grunur um dauða- dóm, hvort sem er úr eyðni eða krabbameini, er gífurlegt áfall, ekki síst fyrir ungt fólk. Er að vænta hertra aðgerða? Nei. Góður árangur byggist á samvinnu við þá sem veikjast. Þeir verða að fá alla þá hjálp, andlega og líkamlega, sem unnt er að veita. Enginn heilbrigðisstarfsmaður get- ur skorast undan að veita fyllstu þjónustu. Ef læknir fær vitneskju um að sýktur maður smiti aðra ber honum að gera allt sem á valdi hans er til að beina sjúklingi á rétta braut. Ef sjúklingurinn fer ekki eftir fyrirmælunum verður hann að sæta því að vera settur í sóttkví. Eyðni hefur verið líkt við drep- sóttir fyrri alda. Er ástæða til þess? Hætta er á að eyðni verði eitt erfiðasta heilbrigðisvandamál sem við höfum staðið frammi fyrir síð- ustu áratugi, vegna þess að engin 18 HEILBRIGÐISMÁL 4/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.