Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 22
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnarsson Sætt án sykurs Grein eftir Jón Gistason Þau sætuefni sem hvað lengst hafa verið notuð í stað sykurs í matvælum hér á landi eru gervi- sætuefnin sakkarín og sýklamat auk sykuralkóhóla eins og sorbi- tóls. Hin síðari ár hafa hins vegar komið til sögunnar ný sætuefni og er eitt af þeim gervisætuefnið as- partam (Nutra Sweet) sem leyfð var notkun á hér á landi árið 1984. Vegna hinnar öru þróunar sem nú er á þessu sviði má gera ráð fyrir að á næstu árum verði leyfð notkun á enn fleiri sætuefnum og má þar sem dæmi nefna gervisætuefnið asesúlfam-K sem nú hefur verið leyft í nokkrum löndum. Til skýringar skal þess getið að með sykri er í þessari grein fyrst og fremst átt við ein- og tvísykrur, svo sem þrúgusykur (glúkósu), ávaxta- sykur (frúktósu) og strásykur (súkrósu), en efni þessi eru notuð sem hráefni við framleiðslu neyslu- vara. Sykrur koma fyrir í náttúr- unni og má nefna að strásykur er unninn úr sykurrófum og sykur- reyr. Sykuralkóhólar og gervisætu- efni teljast hins vegar ekki til hrá- efna heldur aukefna, og um notk- un þeirra hafa verið settar ákveðn- ar reglur sem matvælaframleiðend- ur eiga að fylgja. Með aukefnum er átt við efni sem aukið er í matvæli til að hafa áhrif á geymsluþol, lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika vörunnar. Gervisætuefni finnast ekki í nátt- úrunni, en efni þessi eru framleidd til notkunar í matvælaiðnaði þar sem þau hafa mikinn sætustyrk og gefa ekki orku í neysluvörum. Gervisætuefni valda heldur ekki tannskemmdum. Flestir sykuralkó- hólar finnast í náttúrunni, en í svo litlu magni að ekki svarar kostnaði að vinna þá úr ávöxtum, berjum, trjám eða plöntum sem innihalda þessi efni. Pess í stað eru sykur- alkóhólar framleiddir úr sykrum og má sem dæmi nefna að sorbitól er unnið úr þrúgusykri og mannitól úr ávaxtasykri. Sykuralkóhólar hafa lítinn sætustyrk, gefa jafn mikla orku og sykur, en hafa hins vegar ekki sömu áhrif og sykur á tannheilsu. Sætuefnum er oft skipt í flokka eftir því hvort þau gefa orku eða ekki, en þeim má einnig skipta í flokka eftir sætustyrk, uppruna eða efnafræðilegri samsetningu. í þess- ari grein er sætuefnum skipt í þrjá flokka, þ.e. gervisætuefni, sykur- / þessari grein er fjallað um þau mörgu efni sem notuð eru í stað sykurs til að sæta neysluvörur. alkóhóla og sætuefni sem unnin eru úr plöntum (sjá meðfylgjandi töflu á bls. 27). Sætuefni fyrr og nú í Evrópu voru sætuefni fyrst not- uð að einhverju marki á tímum heimsstyrjaldanna þegar skortur var á sykri. Síðar var hafin fram- leiðsla um allan heim á ýmsum teg- undum af svo kölluðum „dietvör- um" sem fyrst og fremst voru ætl- aðar sykursjúkum, en á síðustu árum hefur neysla þessara vöruteg- unda aukist verulega meðal al- mennings vegna umræðu um syk- ur og áhrif hans á heilbrigði. Þar sem sykur gefur orku (4 kkal/ 22 HEILBRIGÐISMÁL 4/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.