Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 23
HEILBRIGÐISMÁL Jónas Ragnarsson g) en er snauður af bætiefnum hef- ur verið lögð áhersla á minni syk- urneyslu í ráðleggingum um matar- æði, bæði fyrir almenning og svo þá sem eiga við vandamál að stríða vegna offitu. Áhrif sykurs á tenn- ur eru einnig þekkt og það sama gildir um áhrif hans á blóðsykur hjá sykursjúkum. Pað eru því fleiri en einn þáttur sem hafa valdið því að notkun sætuefna hefur auldst hin síðari ár. Pað er hins vegar álitamál hvort notkun sætuefna í stað sykurs er hin rétta og besta lausn ofangreindra vandamála, og því má heldur ekki gleyma að nokkur umræða hefur orðið um hugsanleg skaðleg áhrif af völdum ákveðinna sætuefna. Að þessum atriðum verður nánar vikið síðar í greininni. Markgildi aukefna Öll gervisætuefni, sem og flest önnur sætuefni sem notuð eru við framleiðslu matvæla eða boðin til sölu, hafa verið metin af JECFA (Joint Expert Committee on Food Additives). Það er sérfræðinefnd sem starfar á vegum Matvælastofn- unar Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Alþjóða heilbrigðismálastofnun- arinnar (WHO). Á vegum Efna- hagsbandalags Evrópu (EBE) er einnig starfandi sérfræðinefnd sem hefur það hlutverk að meta notkun sætuefna og annarra aukefna í mat- vælum. Mat áðumefndra sérfræðinefnda byggist á niðurstöðum rannsókna sem eru gerðar til að kanna eitur- áhrif (eða eiturhrif) efnanna, og á grundvelli slíkra rannsókna ákvarða nefndirnar markgildi, eða svonefnd ADI-gildi (Accept- able Daily Intake) fyrir aukefni, ef ástæða er talin til. Þetta gildi er gefið upp í milligrömmum á hvert kílógramm líkamsþunga og gefur til kynna það magn sem fólk á að geta neytt daglega alla ævi án hættu á skaðlegum áhrifum. Rétt er að geta þess að ofnæmisviðbrögð eru ekki höfð þegar markgildi er ákvarðað. Sakkarín Það gervisætuefni sem mest hef- ur verið notað í matvælum í stað strásykurs er sakkarín, og var það lengi vel eina efnið sem hægt var að nota í þessum tilgangi. Efnið var fyrst framleitt árið 1879 af efna- fræðingunum Fahlberg og Remsen og hafa faraldsfræðilegar rann- sóknir varðandi eituráhrif sakka- ríns meðal annars verið gerðar með tilliti til þess að sakkarín var notað sem sætuefni í fyrri og síðari heimsstyrjöld. Einnig óx notkun efnisins verulega eftir síðari heimsstyrjöld þegar skortur var á sykri. Sakkarín er leyft til notkunar í matvælum í mörgum löndum, en notkun efnisins hefur löngum ver- ið umdeild vegna hugsanlegra krabbameinsvaldandi eða krabba- meinshvetjandi áhrifa þess. Sem dæmi má nefna að í Bandaríkjun- um er efnið Ieyft, en vörur sem innihalda sakkarín eru merktar með áletrun þar sem kemur fram að neysla vörunnar geti skaðað heilsuna og jafnframt að rannsókn- ir á sakkaríni hafi sýnt að efnið geti valdið krabbameini í tilraunadýr- um. í fjölda rannsókna hafa eituráhrif sakkaríns verið athuguð, og hafa þær meðal annars Ieitt í ljós að bráð eituráhrif efnisins eru lítil. Rann- sóknir varðandi síðkomin eitur- áhrif (krónískar vefjaskemmdir) hafa hins vegar gefið mismunandi niðurstöður hvað krabbameins- valdandi áhrif varðar. Þannig hefur ekki verið sýnt fram á að sakkarín valdi krabbameini hjá músum, hömstrum og öpum, þrátt fyrir að sakkarín væri gefið í miklu magni í fóðri í langan tíma. Það sama gildir um athuganir á rottum yfir einn ættlið. Hins vegar hefur sakkarín valdið krabbameini hjá rottum í Mikið úrval er af sykurlausum gos- drykkjum hér á landi. í drykkina er notað aspartam, sakkarin og sýklamat. Ýmist er notað eitt efni eða blanda tveggja efna. Áætlað er að sykurlausir drykkir séu fjórðungur heildarsölu gos- drykkja sem er nær 20 milljónir lítra á ári, eða tæp ein gosflaska á mann á dag. L HEILBRIGÐISMÁL 4/1986 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.