Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 25

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 25
HEJLBRICÐJSMÁL / JóJiannes Long aukna hættu á blöðrukrabba í þvag- færum hjá flestum þjóðfélagshóp- um vegna notkunar sætuefna. Ekki er þó talið mögulegt að útiloka að um einhverja aukningu á krabba- meinshættu geti verið að ræða t.d. hjá þeim sem neyta sætuefna í miklu magni. Ofangreind skýrsla var unnin að frumkvæði bandarísku matvælastofnunarinnar (FDA, Food and Drug Administration) og eru niðurstöður hennar nú til frekari at- hugunar hjá stofnuninni. Pess má geta að sérfræðinefnd FDA varðandi mat á krabbameinsáhrifum (Cancer Assessment Committee) komst að þeirri niðurstöðu árið 1984 að rann- sóknir á sýklamati bentu ekki til þess að efnið hefði krabbameinsvaldandi áhrif eða gæti virkað sem krabba- meinshvati. Hér á landi hefur sýklamat mest verið notað sem borðsætuefni (t.d. sætuefnatöflur og strásæta) og sem sætuefni í gosdrykki sem ætlaðir eru sykursjúkum. Algengt er að í borðsætuefni sé notuð blanda af sakkaríni og sýklamati, en óheimilt er að blanda þessum tveim efnum saman í gosdrykkjum og hefur cyklamat því lengi vel verið notað eitt sér til að sæta ákveðnar tegund- ir gosdrykkja. Á þessu varð þó breyting á síðastliðnu ári þegar leyft var að blanda saman sætuefn- unum sýklamat og aspartam í til- teknar tegundir gosdrykkja og svaladrykkja. Fleiri en ein ástæða er fyrir því að framleiðendur óska eftir heimild til blöndunar sýklamats og annarra sætuefna í neysluvörum og að slík blöndun er heimiluð af heilbrigðis- yfirvöldum. — Ef sýklamat er notað með öðrum sætuefnum koma fram samverk- andi áhrif þannig að sætustyrkur efnisins er meiri en sé það notað eitt sér. — Ymsir framleiðendur telja að blöndun sætuefna gefi best bragð í framleiðsluvörum þeirra. — Sýklamat getur komið í veg fyrir beiskt bragð sakkaríns séu efnin notuð saman. — Hætta á að neysla sætuefna hvers fyrir sig verði meiri en mark- gildi (ADI-gildi) þeirra segir til um, er minni ef þau eru notuð í blöndu en ef þau eru notuð ein sér. Aspartam Sætueiginleikar aspartams, sem selt er undir vöruheitinu Nutra Sweet, voru uppgötvaðir fyrir hreina tilviljun í lok ársins 1965 af James M. Schlatter starfsmanni bandaríska fyrirtækisins G. D. Se- arle & Co. Arið 1974 veitti banda- ríska matvælastofnunin heimild til notkunar aspartams sem borðsætu- efni og sem sætuefni í tilteknar teg- undir neysluvara. Ekkert varð þó af notkun sætuefnisins í framhaldi af leyfi FDA þar sem borin voru fram mótmæli þess eðlis að ekki væri fullkannað hvort neysla þess gæti verið skaðleg. Það var því ekki fyrr en eftir margra ára rannsóknir, eða árið 1981, að ofangreint leyfi var endanlega veitt af hálfu FDA og árið 1983 var síðan veitt leyfi til að nota aspartam í gosdrykki. Miklar kröfur voru gerðar bæði af hálfu heilbrigðisyfirvalda og neytenda- hópa í Bandaríkjunum varðandi rannsóknir á eituráhrifum aspart- ams á því tímabili sem leið frá því efnið var fyrst leyft árið 1974 og þar til það kom á markað árið 1981, og má fullyrða að fá aukefni hafi verið jafn vel rannsökuð áður en þau voru viðurkennd til notkunar. Aspartam er metýlestri og er að hluta byggt úr amínósýrunum fen- ýlalanín og asparagínsýru. Þrátt fyrir að þessar amínósýrur séu hluti margra próteina (eggjahvítu- efna) í fæði okkar komu fram kenn- ingar um að notkun aspartams gæti leitt til aukningar á þessum sýrum í blóði með þeim hugsanlegu afleið- ingum að fram kæmu heila- skemmdir eða truflanir á taugaboð- um, en það gæti leitt til breytinga á hegðun eða skapgerð. Má í þessu sambandi geta þess að rætt hefur verið um að mikil neysla aspartams Neysla gervisætuefna hefur aukist mik- iö síðustu ár. Meðal annars eru sykur- skertir svaladrykkir orðnir mjög vinsælir. HEILBRIGÐISMÁL 4/1986 25

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.