Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 26
HEILBRIGÐISMÁL ' Jónas Ragnarsson gæti haft áhrif á krampaþröskuld hjá flogaveiku fólki, en eins og kunnugt er stafar flogaveiki af trufl- un á taugaboðum í heila. Einnig komu fram efasemdir varðandi áhrif efna sem myndast við nið- urbrot aspartams, þ.e. tvíketópíp- erasíns sem getur myndast í neysluvörum og metanóls sem myndast í litlu magni þegar aspart- am er brotið niður við meltingu. Pað er heldur ekki að undra, í ljósi umræðunnar um sakkarín og sýklamat að krafist var nákvæmra rannsókna varðandi hugsanleg krabbameinsvaldandi áhrif efnisins. Á grundvelli þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið bæði á mönnum og dýrum hafa heilbrigð- isyfirvöld í Bandaríkjunum, dóm- stólar þar í landi sem fjallað hafa um notkun efnisins og sérfræðiráð komist að þeirri niðurstöðu að notkun aspartams sem sætuefnis eigi ekki að vera skaðleg heilsu manna. Eina undantekningin frá þessu eru þeir sem hafa hinn sjald- gæfa og meðfædda efnaskiptasjúk- dóm fenýlketónuria (PKU) sem gerir það að verkum að þeir verða að varast neysluvörur sem inni- halda amínósýruna fenýlalanín. Sérfræðinefnd EBE og JECFA hafa komist að sömu niðurstöðu. Notk- un aspartams hefur á síðustu árum verið heimiluð af heilbrigðisyfir- völdum í mörgum löndum. Pað sem takmarkar notkun asp- artams er að bæði sýru- og hitastig hafa áhrif á stöðugleika efnisins þannig að það hentar ekki í allar tegundir matvæla. Hér á landi hef- ur notkun efnisins verið leyfð í ýmsar drykkjarvörur svo sem gos- drykki og svaladrykki, jógúrt, ávaxta- og berjagrauta, frostpinna og auk þess sem borðsætuefni (t.d. Canderel). Þeir sem eru með efna- skiptasjúkdóminn PKU eru mjög fáir hér á landi og auk þess undir mjög ströngu eftirliti hvað matar- æði varðar, og því hefur ekki verið gerð krafa um að umbúðir séu sér- staklega merktar með tilliti til þess að í vörunni sé fenýlalanín. Markgildi aspartams er hátt sam- anborið við önnur gervisætuefni, eða 40 mg/kg/dag eins og sjá má af meðfylgjandi töflu. Samsvarar það 2400 mg/dag hjá manni sem vegur 60 kg og er ekki ástæða til að ætla að neysla efnisins fari umfram þau mörk hér á landi. Til þess þarf að drekka daglega um það bil 4 lítra af gosdrykkjum svo að dæmi sé tekið. Neysla aspartams er nokkru meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum en minni en í sumum öðrum löndum, t. d. Bandaríkjunum og Kanada. Asesúlfam Eitt af þeim sætuefnum sem leyfð hafa verið til notkunar í neysluvörum og sem borðsætuefni í sumum löndum á síðustu árum er asesúlfam (acesulfame K) sem selt er undir vöruheitinu Sunett. Efna- fræðingamir Clauss og Jensen, sem starfa hjá þýska fyrirtækinu Ho- echst, fundu þetta efni fyrir tilvilj- un árið 1967. Bráð eituráhrif asesúlfams em lítil og rannsóknir varðandi síð- komin eituráhrif hafa verið metnar af JECFA og sérfræðinefnd EBE. Telja nefndir þessar að rannsóknir varðandi síðkomin eituráhrif séu fullnægjandi og hafa gefið efninu markgildið 9 mg/kg/dag. Er þetta nokkuð lægra en markgildi aspart- ams, en svipað því gildi sem sýkla- mati hefur verið gefið. Þar sem sætustyrkur asesúlfams er hins vegar meiri en sýklamats þarf minna af efninu til að fá tilætlaðan sætustyrk í neysluvörum. í fram- haldi af umfjöllun JECFA um efnið árið 1983 var notkun þess heimiluð í Englandi og nú hafa einnig önnur lönd viðurkennt asesúlfam til notk- unar sem sætuefni. Má sem dæmi nefna Sviss, Þýskaland og Dan- mörku. í Bandaríkjunum hefur efn- ið þó ekki hlotið viðurkenningu en er nú til umfjöllunar hjá banda- rísku matvælastofnuninni (FDA). Sætuefnið asesúlfam gefur ágætt sætubragð, en beiskt aukabragð getur komið fram ef efnið er notað í miklu magni. Þá sýna athuganir, sem gerðar hafa verið varðandi sætubragð við blöndun asesúlfams með öðrum sætuefnum, að nota megi efnið með sætuefnunum sýklamat og aspartam. Blöndun með sakkaríni hefur ekki fengið jafn góða dóma. Asesúlfam má nota sem sætuefni í ýmsar tegundir neysluvara og hentar í vissum tilvikum betur en önnur sætuefni vegna mikils stöðugleika við algeng sýrustig og einnig við hitun matvæla. Efnið þolir hæga hitun í allt að 225°C og hærra hitastig ef það er hitað í stutt- an tíma. Vörur með asesúlfami má því sjóða, og einnig má nota efnið til bökunar. Þessir eiginleikar, auk mikils stöðugleika við geymslu neysluvara, gera það að verkum að reikna má með aukinni notkun ase- súlfams á kostnað annarra gervi- sætuefna á næstu árum. Asesúlfam hefur verið notað sem borðsætu- efni og sem sætuefni t.d. í gos- drykki, sælgætisvörur og tann- krem. Af öðrum notkunarmögu- leikum má nefna sultur, marmelaði og eftirrétti. Á Norðurlöndum hef- Margar tegundir sælgætis eru án syk- urs. í flestum tilvikum er þó notað orkuríkt sætuefni svo að slíkar vörur eru ekki megrandi, en eru betri en syk- ur fyrir tennurnar. 26 HEILBRIGÐISMÁL 4/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.