Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 32

Heilbrigðismál - 01.12.1986, Blaðsíða 32
Rita Levi-Montalcini sér að einni grundvallarspumingu í taugalíf- fræði: Hvað stjórnar þvíað taugasímar vaxa og rata rétta leið til þeirra vefja og líffæra sem þeir mynda tengsl við? Hún vann samkvæmt þeirri hug- mynd að því kynni að vera stjómað af efnum sem mynduð em í þeim vefjum eða líffærum, sem taugam- ar tengjast. Henni tókst að sýna fram á vaxtarþátt (NGF) sem auk þess að örva vöxt taugasíma (axon) og gripla (dendrites) hafði áhrif á, hvaða stefnu þeir taka og þar með hvar þeir mynda tengsl. Hún benti fyrst á tilvist og áhrif NGF í út- taugakerfi (peripheral nervous system), þ.e. í skyntaugafmmum og taugafmmum semjukerfis (í daglegu tali kallað ósjálfráða taugakerfið), svo og í líffærum sem era af sama fósturuppmna (crista neuralis), m.a. nýmahettumerg. Síðar fannst NGF í miðtaugakerfi í rottum. Rannsóknir á staðsetn- ingu NGF í heila og tilraunir með rottur hafa sýnt að þessi vaxtarþátt- ur hefur áhrif á hegðun, minni og hæfileika til að læra. Pessar niður- stöður hafa vakið þær vonir að hugsanlega verði unnt að beita NGF í meðferð á vitglöpum (dem- entia), einkum sjúkdómi þeim sem kenndur er við Alzheimer og ætla má að verði eitt helsta heilbrigðis- vandamál í framtíðinni, vegna hækkandi meðalaldurs. Að auki hillir undir önnur hagnýt not af NGF, en það er að örva endur- myndun (regeneration) til viðgerða á skemmdum í taugavef. Niður- stöður tilrauna, þar sem NGF var beitt til að örva viðgerð á taugum sem höfðu verið skomar í sundur, lofa góðu. Nú þegar er farið að nota vaxtar- þáttinn, sem hvetur húðfmmur tii að fjölga sér (EGF) og Stanley Co- hen uppgötvaði, við lækningar. Við Harvard læknaskólann er EGF notað til að örva vöxt húðfmma í tilraunaglösum. Þessar húðfmmur em síðan græddar á sjúklinga sem hlotið hafa slæm bmnasár. Eins og að ofan getur sneri hann sér að athugun á EGF eftir að hann hafði hreinsað og kannað gerð NGF. Því næst sneri hann sér að því verkefni að kanna viðtaka (receptors) fyrir EGF, sem hann fann á húðfmm- um. Honum tókst að sýna hvernig fmmur taka upp samband viðtaka og EGF. Athugun hans á gerð og starfi viðtaka gaf fyrstu vísbending- una um starf a.m.k. eins flokks æxlisgena (oncogena). Þetta minnir á enn eitt svið, sem þekking á gerð og starfi vaxtar- þátta, kann að varpa ljósi á, en það er um eðli krabbameins. Það er rök- rétt að álykta að þekking á þáttum, sem örva eðlilegar fmmur til að fjölga sér kunni að leiða til frekari skilnings á krabbameini, sem ein- kennist af hömlulausri og varan- legri fmmufjölgun. Ein tilgáta um eðli æxlisvaxtar er að fmma, sem við eðlileg skUyrði er næm fyrir áhrifum einhvers vaxtarþáttar, fari að mynda hann sjálf og leiði það til stöðugrar framufjölgunar. Rannsóknir á ofangreindum vaxtarþáttum svo og öðrum, sem síðar hefur verið sýnt fram á, hafa leitt í ljós að margt er Iíkt með gen- um vaxtarþátta og ýmsum æxlis- genum. Það hefur m.a. komið í ljós að kjamasýraraðir viðtaka nokk- urra vaxtarþátta sýna mjög mikla samsvörun við kjamasýmraðir ým- issa æxlisgena og hafa svipaða verkun og þau. A hinn bóginn hef- ur einnig verið sýnt fram á að af- urðir æxlisgena geta líkt eftir eða mótað störf prótína, sem gegna mikilvægu hlutverki í sérhæfingu taugafruma. Það leikur enginn vafi á að upp- götvanir og rannsóknir þeirra Ritu Levi-Montalcini og Stanley Co- hens, svo og fjölmargra ágætra vís- indamanna sem hafa fetað í fótspor þeirra, hafa aukið mjög við skilning okkar á ýmsum gmndvallaratrið- um er varða þroskun, vöxt, fjölg- un, sérhæfingu og víxlverkanir fmma. Þessi þekking er nú þegar farin að nýtast að nokkm við íækn- ingar og vonir standa til að í náinni framtíð muni læknar geta beitt henni enn frekar til að þæta ýmis algeng mannamein. Guðmundur Georgsson læknir er sérfræðingur í líffærameinafræði og starfar á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum í Reykjavík. BÖRN Félag íslenskra bamalækna: Sex sjónvarpsinnskot tilbúin og önnur sex væntanleg. ].R...... 1/21 Fæðingum fækkar. Jónas Ragnars- son ..................... 2/5 Bættur aðbúnaður nýfæddra bama. Gunnar Biering...2/30-31 EYÐNI Árið sem AIDS kom til íslands. J.R.......................... 1/7 Mun fleiri eru smitaðir af alnæmi en þegar hafa fundist. Rætt við Sig- urð Guðmundsson smitsjúkdóma- lækni. Jónas Rngnarsson. ... 2/18-21 Fleiri óttast krabbamein en al- næmi .J.R................... 2/19 Fróðleiksmolar um alnæmi. Sig- urður Guðmundsson.........2/22-23 Orð fyrir AIDS. J.R....:. 3/34 „Þörf er á nýrri kynlífsbyltingu" — segir Ólafur Ólafsson land- læknir. Jónas Ragnarsson. .. 4/18-19 Ur eyðniskýrslu bandaríska land- læknisins. J.R.............. 4/19 Eyðni og siðferðisleg ábyrgð. Björn Björnsson............. 4/19 Alda Möller Arni Gunnarsson l t f 'm Ari J. Jóhannesson Ársæll Jónsson 32 HEILBRIGÐISMÁL 4/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.