Heilbrigðismál - 01.03.1993, Síða 25

Heilbrigðismál - 01.03.1993, Síða 25
Kristrún Benediktsdóttir læknir hlaut styrk til aö kanna forspár- þætti eggjastokkakrabbameins. Hún mun endurmeta vefjagerð og vefjasérhæfingu þeirra æxla sem greinst hafa síðan ný meðferðar- áætlun var tekin í notkun fyrir tíu árum. Laufey Tryggvadóttir faralds- fræðingur hlaut styrk til að athuga áhrif meðgöngu á lífshorfur hjá konum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein. Laufey Tryggvadóttir faralds- fræðingur hlaut einnig styrk til að athuga hvort notkun getnaðar- varnapillu og tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum hafi áhrif á Erfðamörk í krabbameinsættum Sigurður lngvarsson sam- eindalíffræðingur og samstarfs- menn hans á frumulíffræðideild Rannsóknastofu Háskóla ís- lands í meinafræði, Valgarður Egilsson, Guðný Eiríksdóttir og Jón Þór Bergþórsson, fengu styrk frá Krabbameinsfélaginu til að gera tengslagreiningu á ís- lenskum brjóstakrabbameins- ættum með notkun erfða- marka. Leit að genum sem aukið geta Sigurður Ingvarsson við raf- dráttartæki sem notað er við krabbameinsrannsóknir. áhættu á krabbameini er nú orðinn stór þáttur í krabba- meinsrannsóknum víða um heim. Sigurður og aðrir hafa einkum beint sjónum að styttri armi litnings númer 3. I þessari rannsókn verður reynt að kort- leggja litninginn og staðsetja gen á ákveðnum svæðum hans og athuga hvort þau geta átt þátt í myndun brjóstakrabba- meins. Tengslagreining er sú tölfræðilega aðferð sem notuð verður við úrvinnslu gagnanna, en aðferðin byggir á vitneskju um arfgerð einstaklinga, inn- byrðis skyldleika þeirra og upp- lýsingum um krabbamein hjá þeim. Á Rannsóknastofu Háskólans hefur um nokkurra ára skeið verið safnað sýnum úr konum með brjóstakrabbamein og einn- ig úr fólki þar sem brjósta- krabbamein er í ættinni. Tals- vert af erfðaefni hefur verið ein- angrað og erfðamörk greind. Sigurður Ingvarsson hefur áður fengið styrk frá Krabba- meinsfélagi íslands til rann- sókna sinna og þrisvar hlotið styrk úr Norræna krabbameins- rannsóknasjóðnum. Sigurður lærði líffræði við Háskóla ís- lands en var í framhaldsnám á Karolínsku-stofnuninni í Stokk- hólmi. Doktorsrit Sigurðar, sem hann varði árið 1989, fjallaði um myc-æxlisgenið, en skemmdir á því eiga þátt í illkynja æxlis- vexti margra frumugerða. líkur þessara kvenna á að fá brjóstakrabbamein. Laufey Tryggvadóttir faraldsfræð- ingur og Guðrún Birna Guðmunds- dóttir tölvunarfræðingur hlutu styrk til að endurbæta upplýsinga- öflun í leitarstöð Krabbameinsfé- lagsins. Brýnt þykir að leggja mat á gildi þeirra miklu upplýsinga sem safnað hefur verið í Ieitarstöðinni síðan 1964 og huga að breytingum á söfnuninni. Sigríður Halldórsdóttir hjúkrun- arfæðingur hiaut styrk til að kanna reynslu fólks sem fær krabbamein. Markmiðið er að auka þekkingu og skilning á þessu máli til að hægt verði að bæta þá þjónustu sem krabbameinssjúklingar fá. Sigurður Ingvarsson sameinda- erfðafræðingur og samstarfsmenn hans hlutu styrk til að gera svo- nefnda tengslagreiningu á íslensk- um brjóstakrabbameinsættum með notkun erfðamarka fyrir litning 3. Stefnt er að því að skilgreina erfða- efni á styttri armi þessa litnings, en tap á því virðist stuðla að krabba- meinsvexti. Sigurður M. Magnússon eðlis- fræðingur, Tord Walderhaug eðlis- fræðingur og samstarfsmenn þeirra hlutu styrk til að kanna áhrif kirtil- vefs og pressuþrýstings á geisla- skammta við töku röntgenmynda af brjóstum. Reynt verður að finna þann þrýsting sem bæði skilar best- um myndgæðum og minnstum geislaskammti án þess að valda konum óþarfa óþægindum. Vilhelmína Haraldsdóttir læknir hlaut styrk til að rannsaka frumu- skiptingu í beinmerg sjúklinga með mergfrumuæxli. Þessi sjúkdómur er illvígur og reynt verður að skilja gang hans betur með því að athuga hversu hratt mismunandi frumur skipta sér. Þórunn M. Lárusdóttir hjúkrun- arfræðingur hlaut styrk til að rann- saka lífsgæði sjúklinga með krabba- mein í höfði eða hálsi og stuðla þannig að bættri meðferð. Verkefn- ið er liður í norrænu rannsóknar- átaki. -F- HEILBRIGÐISMÁL 1/1993 25

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.