Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 6
Erlent Hnefafylli af hnetum Fólk sem borðar hnefa- fylli af hnetum nokkrum sinnum í viku er betur sett en annað fólk að því er varðar hættu á hjarta- sjúkdómum, að mati bandarískra vísinda- manna. Til að rannsaka þetta nánar voru könnuð áhrif mismunandi fæðuteg- unda á blóðfitu hjá hópi fólks sem var með kólest- eról í hærri kantinum. Hjá þeim sem fengu 600 hitaeiningar á dag úr smjöri og osti hafði kó- lesterólið hækkað að fjór- um vikum liðnum, hjá þeim sem fengu sömu orku úr ólívuolíu lækk- Rösk ganga er álíka gagnleg fyrir hjartað og skokk eða hlaup, sam- kvæmt rannsóknum sem sagt er frá í októberblaði tímaritsins Health. Hnetur eru ágætar sem orkugjafi eða aukabiti. aði blóðfitan um fimm af hundraði en um tólf af hundraði hjá þeim sem borðuðu hnetur (úr 251 milligrammi í desilítra í 222 milligrömm). Hnetur eru auðugar af andoxunarefninu resvera- trol (sem meðal annars finnst í rauðvíni). Þær eru einnig trefjaríkar. Health, oklóber 1998. Gengið frá gallsteinum Þeir sem reyna á sig reglulega eiga mun síður en aðrir á hættu að fá gallsteinaköst. Munar um þriðjungi ef áreynslan er í hálfa klukkustund á dag, fimm daga í viku, samanborið við þá sem reyna lítið eða ekkert á sig. Ekki skiptir máli hvort um er að ræða röska göngu, skokk eða íþróttir eins og badmin- ton, skvass og tennis. Rannsóknin sem leiddi þetta í ljós náði til nær 46 þúsund karla á aldrinum frá 40 ára til 75 ára og stóð í átta ár. Ávinn- ingurinn er síst minni í eldri aldurshópunum heldur en þeim yngri. Þess má geta að gall- blaðra er tekin úr hálfri milljón Bandaríkjamanna á hverju ári. Harvard Health Letter, júní 1998. Morgunverður mikilvægur fyrir börnin Bandarísk börn fá steinefni og vítamín að miklu leyti úr morg- unverðarkorni. Þetta á meðal annars við um A- vítamín, jám, fólín, sínk og magnesíum. Framleiðendur morg- unkorns segja þetta sýna hve mikilvæg fæðuteg- und það sé en aðrir telja æskilegra að fá þessi nauðsynlegu efni úr ávöxtum og grænmeti. CNN-Health, október 1998. Klukkan stillt Líkamsklukkan virðist taka mið af dagsbirtunni, þó ekki sé alveg ljóst með hvaða hætti það sé. Vísindamenn við Cornell háskóla hafa komist að því að hægt er að flýta eða seinka klukkunni með því að beina ljósi aftan á hnén - í hnésbæt- urnar! Ekki fylgir sög- unni hve sterkt ljósið á að vera né hve lengi á að vera kveikt. Sennileg skýring er að húðin sé þunn á þessu svæði, stutt sé í stórar æðar og að í blóðinu séu ljósnæmar sameindir sem beri boð til heilans. Health, maí-júní 1998. Andvaka í útlöndum? Reyklaus hótelherbergi eru víða í boði en nýjasti valkosturinn eru koffein- laus hótelherbergi, sem hægt er að panta á Hil- ton hótelum víða um Bandaríkin - án auka- gjalds. Þessi herbergi eru ætl- uð þeim sem eiga erfitt með svefn, þar er engin Þeir sem eiga erfitt með svefn í útlöndum ættu að kanna hvaða þægindi eru í boði á hótelum. kaffivél, veggir og glugg- ar eru með sérstakri hljóðeinangrun og gluggatjöld loka vel fyrir birtu. í stað háværrar vekjaraklukku kvikna dauf ljós þegar gestir ætla að vakna og ljósin verða smám saman bjartari. American Health, september 1998. Spegill, spegill . . . Sálfræðingar segja að offita sé að einhverju leyti sálrænt vandamál og styðja mál sitt meðal annars þeim rökum að ef feitt fólk er rækilega minnt á útlit sitt borði það minna. I bandarískri rannsókn var stúdentahópi skipt í tvennt. Þeir sem snæddu í speglasal fengu sér minna af feitum mat en þeir sem ekki sáu hvern- ig þeir litu út. Þegar speglar voru settir við verslunarhillur fyrir smjör og smjörlíki seldist minna af fituríku viðbiti en áður. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um að þeg- ar fólk þarf að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir hugsi það sig tvisvar um. Health, oklóber 1998. 6 HEILBRIGÐISMÁL 3/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.