Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 8
Gamalt Heilræði frá síðustu öld • Það er hollt að fara snemma á fætur á morgnana. • Það er hollt að hátta snemma á kveldin; fyrir miðnætti er svefninn bestur og eiginlegastur. • Það er hollt að anda með nefinu en ekki munninum. • Það er hollt að anda þungt og djúpt öðru hvoru og halda á meðan höndunum fyrir aftan hnakkann. • Það er hollt að hafa ekki svo mikið eða heitt ofan á sér að maður svitni á nóttunni; en þó verður alltaf að gæta þess að láta sér ekki verða of kalt og síst á fótunum. Æskan, maí 1898. Höfuðsvimi og landskjálftar Sumir menn finna á sér landskjálfta fyrir fram og fá höfuðsvima og verða sem sjósjúkir, en mörg dýrakyn óróast og fara með ýmsum lát- um . . . óhætt mun vera að eigna það snöggri breytingu á rafurmagni loftsins. Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur (f. 1807, d. 1845). Ritverk, 1989. Útvarpið flytur gleði Útvarpið eykur heimil- islífið og flytur ómetan- lega gleði til sjúklinga og gamalmenna, og til margra sem áður voru nærri lifandi grafnir. í rúminu geta þeir nú lifað með því sem þar er að gerast. Enginn spítali og ekk- ert hæli má vera án út- varps. Það er besti vinur hinna bágstöddu og litar lífið sérstaklega fyrir þá sem erfiðast eiga með að laga sig eftir því, og þá sem lífið hefur leikið harðast, þá sem eru ein- mana, vinalausir og lífs- leiðir. Gunnlaugur Briem verk- fræðingur (f. 1901, d. 1971). Eimreiðin, 1928. Viðfangsefnin hafa breyst I raun og veru hefur sjúkdómum ekki fækkað, þrátt fyrir allar framfar- irnar, það sem hefur gerst er það að við- fangsefnin hafa breyst. Þegar þeir læknar sem nú eru komnir á efri ár voru að hefja starf var það einkum sóttveikt fólk, ungt og miðaldra, sem setti svipinn á starf- ið, en nú er það miðaldra fólk og gamalt. Með vaxandi fólks- fjölda í hærri aldurs- flokkunum fylgir aukin tíðni hrörnunarsjúkdóma, en gagnvart þeim stönd- um við nú álíka ber- skjölduð og við vorum t.d. gegn lungnabólgunni áður en súlfa- og fúkka- lyf komu til sögunnar, og hinu sama gegnir um flestar veirusóttir, sem ásækja fólk á öllum aldri. Óskar Þórðarson læknir (f. 1906, d. 1995). Vísindin efla alla dáð, 1961. Nú eru eitt hundrað ár síðan Holdsveikraspíta- linn í Laugarnesi við Reykjavík var vígður, 27. júlí 1898. „Húsið er stærsta og vandaðasta hús á landinu," segir í Fjallkonunni tveim dög- um síðar. Spítalinn var gjöf til íslendinga frá „Oddfélaga-reglunni í Danmörku," eins og segir í blaðinu. Um sex- tíu sjúklingar voru í Laugarnesspítala í upp- hafi, síðan fækkaði þeim eftir því sem dró úr sjúkdómnum. Húsið eyðilagðist í eldi árið 1943. Almenningur var hyggjumeiri 1800. Nú þarf eigi að telja mismun þann hinn mikla er að öllu hafði orðið á landi hér á þeim hundrað árum er þá voru næst liðin . . . en það sýnist þó einna mestu muna, næst þekk- ingunni sem yfrið mjög hafði aukist hjá mörgum, hve almenningur var hyggjumeiri, gætnari og öruggari, og réðist þó í meira en fyrr hafði verið . . . En við það að drykkju- skapur hafði mjög minnkað, og þekking var vaxin, voru hryðjur nær engar . . . En við sjálfræði lausingja, og vanefni þeirra, gjörðust hjóna- böndin svo laus að hljóp hvað frá öðru þeg- ar minnst varði. Jón Espólín (f. 1769, d. 1836). íslands árbækur í söguformi. Kaupmannahöfn, 1854. Meðöl gegn tóbaksnautn Margir spilla heilsunni á ofnautn tóbaks, en finna til mikils slapp- leika, ef þeir hætta við það. Meðöl hafa verið mikið notuð í útlöndum síðustu árin til þess að hjálpa reyk- og munntó- baksmönnum að losna við löngunina, án eftir- kasta. Undirritaður hefur útvegað meðöl þessi og látið marga reyna þau, með mjög góðum ár- angri. Úr auglýsingu frá Arthur Goook trúboða á Akureyri. Tíminn, 8. nóvember 1924. 8 HEILBRIGÐISMÁL 3/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.