Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 12
Pálmi Guðmundsson Haustliti í náttúrunni og fjöl- breytta liti grænmetis og ávaxta má að verulegu leyti rekja til flokks efna sem nefnist karótínóíðar. Meira en sex hundruð slík efni eru þekkt í plöntum og má skipta þeim í tvo flokka, karótín og santófýll. Nokkur efnanna hafa A-vítamín- virkni í líkamanum og er beta-karó- tín þeirra þekktast. Flestir kannast við að gulrætur eru auðugar að beta-karótíni og notkun þess sem litarefnis í matvæli er algeng. Færri kannast við efnið Iýkópen sem gef- ur tómötum rauða litinn. Þótt lýkópen tilheyri karótínum, eins og beta-karótín, hefur það enga A- vítamínvirkni. Samt hefur áhugi á lýkópeni vaxið mikið á síðustu ár- um og á Netinu kynna sumir það sem heilsugjafa á töfluformi. Áhuga á karótínum má rekja til þess að faraldsfræðilegar rannsókn- ir hafa eindregið bent til þess að ríf- leg neysla á grænmeti og ávöxtum dragi úr líkum á því að fólk fái hjartasjúkdóma og krabbamein. I grænmeti eru fjölmörg efni en at- hyglin hefur beinst að karótínum, enda eru þau virk andoxunarefni sem draga úr myndun sindurefna, en talið er að þau geti átt þátt í framgangi ýmissa sjúkdóma. Því hafa verið settar fram tilgátur um það að karótín, sérstaklega beta- karótín, geti veitt vörn gegn hjarta- sjúkdómum og krabbameinum. Ýmsar tilraunir styðja þessar til- gátur en á síðustu árum hafa þó verið gerðar stórar rannsóknir sem ekki renna stoðum undir vernd- andi áhrif beta-karótíns. Það er því rétt að fara varlega við að draga ályktanir og fleiri efni en beta-karó- tín geta skipt máli sem vörn gegn sjúkdómum. Lýkopen gæti verið þar á meðal. Fullyrðingar um hollustu Þegar upplýsingar um lýkópen eru skoðaðar kemur fljótlega í ljós að umfjöllum um efnið er tvenns konar, annars vegar varfærnar greinar vísindamanna þar sem minnt er á að margt hefur ekki enn verið rannsakað, hins vegar eru greinar um kosti efnisins þar sem hvatt er til notkunar þess í matvæli og sem fæðubótarefni. Sú tilgáta hefur verið sett fram á Lýkópen Hollustuefni í tómötum Grein eftir Ólaf Reykdal síðustu árum að lýkópen veiti vörn gegn hjartasjúkdómum og krabba- meinum í blöðruhálskirtli og melt- ingarvegi en skoðanir varðandi þessa tilgátu hafa verið mjög skipt- ar. Nokkrar faraldsfræðilegar til- raunir styðja tilgátuna. I tilraunum hefur komið í ljós að lýkópen er öfl- ugt andoxunarefni. Sýnt hefur ver- ið fram á að lýkópen hamlar vexti krabbameinsfruma við ræktun á rannsóknastofu. í tilraunum á mús- um hefur lýkópen dregið úr hættu á krabbameini. Hins vegar hefur verið bent á það að margir þættir hafi ekki verið rannsakaðir ennþá. Mjög lítið er vitað um efnaskipti lýkópens í fólki. Þá er ekki langt síðan rannsóknir á andoxunareigin- leikum lýkópens hófust. Einkum í tómötum Lýkópen finnst í tómötum og tómatvörum en í mun minna mæli í flestu öðru grænmeti og ávöxtum. Vatnsmelónur eru þó einnig ágæt uppspretta lýkópens. Lýkópen er meðal þeirra karótína sem eru í mestu magni í fæðu fólks enda eru tómatvörur notaðar í marga rétti. Oft greinist lýkópen í hæstum styrk þeirra karótína sem eru í blóði. Lýkópen er fremur stöðugt og eyð- ist því lítið við framleiðslu á ýms- um tómatvörum. Styrkur lýkópens eykst þegar tómatar þroskast og gefur það þá aukinn rauðan lit. Styrkurinn getur líka verið breytilegur eftir tómat- afbrigðum og fleiri þáttum. Því hef- ur verið haldið fram að lítið lýkó- pen sé í tómötum sem ræktaðir eru í gróðurhúsum á norðlægum slóð- um þar sem sólarinnar nýtur minna við en í suðlægum löndum. Því er forvitnilegt að skoða lýkópen í ís- lenskum tómötum þar sem sólar- Gæði grænmetís könnuð Nú er unnið að rannsókn á gæðum grænmetis á íslenskum markaði. Að verkefninu standa Matvælarannsóknir Keldnaholti (nýr samstarfsvettvangur Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og Iðntæknistofnunar), Manneldisráð, Samband garðyrkjubænda, Garðyrkju- skóli ríkisins, Geislavarnir ríkisins, Sölufélag garðyrkjumanna og Ágæti hf. Verkefnið er m. a. styrkt af Tækni- sjóði Rannsóknarráðs íslands. Sýnatak- an stendur yfir samfellt í eitt ár (frá mars 1998 til febrúar 1999). Mælingar verða gerðar á nokkrum mikilvægum næringarefnum, andoxun- arefnum sem einnig eru næringarefni (karótenóíðum, C- og E vítamíni) og óæskilegum efnum (nítrati, kadmíni, blýi og sesíni-137). Gæði íslensks og innflutts grænmetis verða borin sam- an. Þá verður hefðbundið og lífrænt ræktað grænmeti borið saman. Ó. R. 12 HEILBRIGÐISMÁL 3/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.