Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 15
Jóhannes Long Árið 1972 var skrifstofa landlæknis í Arnarhvoli. Þegar Ólafur var á leið til vinnu fyrsta daginn gekk hann yfir Arnarhól og framhjá styttunni af Ingólfi Arn- arsyni, þar sem óreglumenn sátu. Hann segist hafa kastað kveðju á þá en þegar hann var sestur við skrif- borð sitt og leit út yfir Arnarhól fór hann að velta því fyrir sér að eitthvað þyrfti að gera fyrir þetta fólk og sagði við sjálfan sig að ef hann gæti það ekki ætti hann ekkert erindi í þetta embætti. Síðan leiddi eitt af öðru og brugðist var við vandanum, meðal annars í sam- vinnu við Hvítasunnusöfnuðinn. Á svipaðan hátt hafa ýmis önnur mál sem komu á hans borð haft áhrif á þau verkefni sem hann tók sér fyrir hendur eins og til dæmis úrbætur í málefnum fanga, ekki síst þeirra sem eru ósakhæfir. Þegar Ólafur er spurður um það hvernig hann hafi skynjað langa sögu embættisins í daglegum rekstri þess segir hann: „Sagan veitir embættinu þyngd. Brjóstgæði og kjarkur virðast hafa dugað forverum mínum best. Eg vona að mér hafi tekist að fylgja þeirra fordæmi." Lengi hefur verið í lög- um að landlæknir sé ráðunautur ríkisstjórnar um allt er varðar heil- brigðismál og heyri beint undir heilbrigðisráðherra. Þegar frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu var Það hafa alltaf verið mörg mál á borði landlæknis. Þessi mynd var tekin árið 1982, þegar Ólafur hafði verið í embætti í tíu ár. Ég hafði ráðið mig til Svíþjóðar og skrifaði umsóknina nóttina áður en ég hélt utan Brjóstgæði og kjarkur virðast hafa dugað forverum mínum best Það þótti fréttnæmt að einn af undirmönnum ráðherra berðist gegn stjórnarfrumvarpi Landlæknisembættið á að vera opið almenningi, það nærist á því íslendingar eru mikið bjartsýnisfólk - annars hefðu forfeður okkar ekki sest hér að lagt fram á Alþingi árið 1973 var gert ráð fyrir þeirri breytingu að staða landlæknis yrði sameinuð stöðu ráðuneytisstjóra heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins. „Þessu mótmælti ég kröftuglega og skapaði mér óvild á æðstu stöðum," segir Ólafur. „Læknafélag- ið hefur jafnan staðið vörð um landlæknisembættið og gerði það einnig þarna með miklum þunga." Við at- kvæðagreiðslu um þetta ákvæði frumvarpsins var krafist nafnakalls og tillagan var felld með miklum mun. „Það þótti fréttnæmt að einn af undirmönnum heilbrigðisráðherra berðist gegn stjórnarfumvarpi. Sumir hafa aldrei fyrirgefið mér þetta tiltæki." „Það er mjög mikilvægt að milli almennings og landlæknis ríki trúnaðar- samband," segir Ólafur. „Frá fyrsta degi áttu allir greiðan aðgang að mér, en því er ekki að neita að embættismenn sem eldri voru í hettunni töldu mig ganga of langt. Einn þeirra sagði við mig að landlæknir ætti ekki að tala við hvern sem væri og helst ekki aðra en hæstaréttardómara." „Landlæknisembættið á að vera opið almenningi, það nærist á því. Á grundvelli ábendinga og kvartana frá sjúklingum hafa verið gefin út tilmæli til lækna um breytt vinnubrögð." Hann nefnir sem dæmi að á fyrstu starfsárunum hafi komið til hans maður sem vildi fá að sjá sjúkraskrár náins ættingja. „Mér fannst hann eiga rétt á því," segir Ólafur, „kallaði þær inn og leyfði honum að lesa. Þetta þótti nýlunda og mætti andstöðu, en er nú talið sjálf- sagt. Það má því segja að málin hafi mótað starfið." Á starfstíma sínum hef- ur Ólafur beitt sér fyrir því að tryggja rétt sjúkl- inga, meðal annars varð- andi bótarétt. Hann segir að ekki megi rugla saman því Vinir Ingólfs höfðu áhrif Sagan veitir embættinu þyngd Barist fyrir tilverurétti Allir áttu greiðan aðgang Mega ekki messa of mikið HEILBRIGÐISMÁL 3/1998 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.