Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 16
Sigurður Stefán J< Svo mælti landlæknir Miðað við það heilsutjón sem hlýst af reyk- ingum væri rökréttast að landlæknir leggði til við ríkisstjórnina að banna innflutning og sölu tóbaks. Hitt er svo annað mál hvort slíkt sé raunhæft. Takmark, 1982. Gerbreyttar þjóðfélagsaðstæður hafa dregið úr samvistum foreldra og barna. Erfiðleikar for- eldra, hjónaskilnaðir og minnkandi fjölskyldu- festa auka á óöryggi og þar með vanlíðan margra barna. Börnin verða oft útundan vegna strangrar lífsbaráttu eða óska um aukna vel- megun, og í umbrotum gelgjuskeiðsins týna sum þeirra áttum. Börn og unglingar þarfnast öryggis, hlýju og leiðandi handar. Mannvernd í velferðarþjóðfélagi. Heilbrigðisskýrslur, 1988, fylgirit. Fyrr á öldum gekk hér um vegalaust fólk, enda bjó þjóðin við rýran kost. Nú höfum við aftur eignast vegalaust fólk, börn sem hafa ekki fjölskyldu eða heimili að hverfa að, þó að þau séu ekki munaðarlaus. Vandað uppeldi verndar unglinga gegn slæmum og hættulegum lífs- stíl. Heilbrigðismál, 3/1990. Flestir eftirlaunamerm eru við góða heilsu og jafnframt vel vinnufærir. Áður fyrr var rosknu fólki talið hollast að setjast í „helgan stein" og hvílast, en það kemur ekki heim við nútíma læknisfræðiþekkingu og verður að teljast með öllu úrelt. Það eru mannréttindi að halda óskertum starfsréttindum svo lengi sem hæfni og starfs- orka leyfa. Heilbrigðismál, 3/1991. Tíðni alvarlegra meiðsla vegna ofbeldis hefur aukist. Margt bendir til þess að áhorf barna og unglinga á ofbeldismyndir í sjónvarpi og af myndböndum sé sterkur samverkandi þáttur í þessu framferði. Unglingar læra þannig óæski- legar aðferðir til lausnar á vandamálum. Morgunblaðið, 1996. Menn verða ekki stórir af embættunum ein- um. Þeir verða að standa vörð um fagleg gildi og ráða heilt í þeim efnum. Góður stjórnunar- stíll felst í því að freista þess að stjórna af raun- sæi, heyra margt en tala fátt. Að vinna traust samstarfsmanna er mikilvægara en að temja sér sumar reglur viðskiptaheimspekinnar. Ur ávarpi á Háskólahátíð 1998. að mistök séu gerð og að aðgerð mistakist - árang- urinn verði ekki eins og vænst var. „Læknar standa frammi fyrir þeim vanda að þurfa að útskýra flókna hluti fyrir fólki sem oft er ekki mjög vel að sér, til dæm- is varðandi afleiðingar aðgerða," segir Ólafur. „Sam- skiptin hafa viljað einkennast af messustíl, en þetta hef- ur lagast." „Læknirinn tekur ákvörðun um meðferð, í samráði við sjúkling, en byggir ákvörðunina með- al annars á mælingum og rannsóknum annarra, sem ekki hafa læknismenntun. En læknirinn einn er ábyrg- ur," segir Ólafur. „Lagaákvæði um samskipti læknis við skjólstæðing sinn eru orðin skýrari en áður var, en oft vill gleymast að hugsunin um að samþykki sjúkl- ings sé nauðsynlegt er ekki ný - hún hefur verið í læknalögum síðan 1932." „Lækni ber að segja sjúklingi satt og rétt frá, en óþarfi er að reikna út dánardægur hans eftir meðal- talslíkum. Það má ekki taka frá fólki vonina. Islend- ingar eru mikið bjartsýnisfólk - annars hefðu forfeður okkar ekki sest hér að," segir Ólafur. „Læknislist til forna byggðist á greiningarhæfni, næmi, hugmyndaauðgi, athyglisgáfu og samkennd. Hvað hefur breyst? Verkleg tækni er betri en áður - en listin hefur dofnað." „Okkur skortir hvorki menntun né færni," segir Ólafur en hann hefur áhyggjur af því að mikið álag á starfsfók og erfiðar aðstæður á sumum heilbrigðis- stofnunum valdi því að sífellt fjölgar kvörtunum um Ábyrgðin er læknisins Þegar Ólafur Ólafsson tók við embætti landlæknis haustið 1972 voru starfsmennirnir fjórir, nú eru þeir tólf. „Það var annað hvort um það að ræða að láta embættið vaxa - eða leggja það niður," segir Ólafur. 16 HEILBRIGÐISMÁL 3/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.