Heilbrigðismál - 01.09.1998, Qupperneq 22

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Qupperneq 22
Blóðrauði eykst við notkun lúpínuseyðis og rauðum blóðkornum fjölgar Kúmarínefni og ilmolíur úr hvönn hafa mikla frumudrepandi virkni fram. Einn hætti fljótlega þannig að rannsóknin var framkvæmd á 29 manns. Rannsóknin var skipulögð sem tvíblind víxlrannsókn. I upphafi var tekið blóðsýni úr öllum, til viðmiðunar. Hver þátttakandi fékk síðan ýmist seyði merkt A (lúp- ínuseyði) eða seyði merkt B (lyfleysu, þ.e. gerviseyði) og neytti þess daglega samkvæmt leiðbeiningum í tvo mánuði. Eftir það var gert hlé í hálfan mánuð en síðan var hópunum víxlað og fengu þátttakendur sem tekið höfðu seyði A gerviseyðið B og tóku í tvo mánuði og þátttakendur sem höfðu fengið seyði B fengu nú seyði A. Tekin voru blóðsýni á fjórtán daga fresti, alls tíu sinnum. Við hverja komu í rannsóknastöð Hjartaverndar voru tekin blóðsýni hjá þátttakendum, sem verið höfðu fastandi að minnsta kosti í tíu klukkustundir. Mæling- ar voru gerðar á kólesteróli, lípópróteini (HDL), þrí- glyseríði, sykri, kreatíníni, þvagsýru, hemóglóbíni og hematocríti. Talin voru hvít blóðkorn, rauð blóðkorn og fleira. Mælingarnar voru gerðar eftir stöðluðum að- ferðum Rannsóknastöð Hjartaverndar. Við hverja komu var þátttakandi spurður um líðan og hvort hann hefði tekið eftir einhverri breytingu á henni eftir að rannsókn hófst eða fund- ið fyrir einhverjum nýjum einkennum. Slíkar at- hugasemdir voru skráðar sem aukaverkanir. Einn þátttakenda hætti í rann- sókninni vegna uppkasta sem hann tengdi seyði A. Ekki virtist marktækur munur á hópum hvað einkenni snerti. Tölfræði- legur samanburður á mæligildum þegar seyði A var notað við mæligildi þegar seyði B var notað sýndi marktxka hækkun á hemóglóbíni við notkun á lúpínuseyði og umtalsverða og nærri marktæka aukn- ingu á rauðum blóðkornum. = Ekki kom fram marktæk | breyting á mæligildum | blóðfitu eða öðrum þeim ~ efnum sem mæld voru svo 2 sem sykri, þvagsýru o. fl. Aukning á hemóglóbíni eða blóðrauða og aukning á fjölda blóðfruma eftir neyslu lúpínuseyðis er talið merki um örvun á starfsemi beinmergs en þar eru blóðfrumur og ýmsar frumur ónæmiskerfisins myndaðar. Þessar niðurstöður kunna að skipta máli meðal annars fyrir þá sem eru í lyfjameðferð eða annarri meðferð sem get- ur heft starfsemi beinmergsins. Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði undir stjórn prófessors Helga Valdimarssonar gerði athug- un á áhrifum lúpínuseyðisins á ónæmiskerfið og voru tíu einstaklingar valdir úr fyrrgreindum hópum. 1 rannsókninni var notuð frumuflæðisjá til að athuga undirhópa svokallaðra T eitilfruma. Kannaðar voru tvær gerðir af T drápsfrumum, svonefndar ræstar og óræstar frumur, en þessar frumur efla varnir gegn veirusýkingum og æxlismyndun. Á sama hátt voru kannaðar T hjálpar- og bólgufrumur sem tengjast fremur vörnum gegn bakteríum og sveppum. Talsverðar sveiflur voru í fjölda frumanna hjá hverjum einstakl- ingi, óháð lúpínuseyði. Það sem vakti athygli var að þeir sem fengu lúpínuseyði og voru með lágt upphafs- gildi af ræstum T drápsfrumum enduðu allir með tals- vert hærra lokagildi á meðan samanburðarhóp- urinn stóð í stað. Fjöldi einstaklinga í þessari rannsókn var hins vegar ekki nægilegur til að sýna tölfræðilega marktækar breytingar á þessum T drápsfrumum. Þriðji áfangi: Rannsókn á virkum efnunt í þriðja áfanga voru gerðar efnafræðilegar rannsóknir á Hffræðilega virkum efnum í jurtum. Rannsóknirnar fóru fram á Raunvísindastofnun Háskólans og var verk- efnið styrkt af Rannsókn- arráði Islands, Fram- leiðnisjóði landbúnaðar- ins, Átaksverkefni land- búnaðarins og Ný- sköpunarsjóði náms- manna. I íslenskum rannsóknum á fjallagrösum hefur verið sýnt fram á að í þeim eru líffræðilega virk efni sem hafa áhrif á sjúkdóma. 22 HEILBRIGÐISMÁL 3/1998

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.