Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 23
Tómas Jór Fjölsykrur úr lúpínurót og litunarmosa virðast hafa áhrif á ónæmiskerfi líkamans Jurtaveigar af hvönn eru mun virkari en hefðbundin lyf gegn veiru sem veldur skæðu ungbarnakvefi 1. Mælingar á frumudrepandi áhrifum efna. Efni voru dregin út úr jurtum með mismunandi vökvum eða leysum. Athugun var gerð á áhrifum þessara efna á lirfur saltrækju (Artemia salina) en þessi aðferð þykir gefa góðar vísbendingar um virkni efna sem eru líkleg til að hafa áhrif á og hefta æxlis- vöxt. Efni voru til dæmis dregin út úr jurtasýnum með leysum eins og klóróformi og alkóhóli (ethanoli) og einnig með vatni (seyði). Einnig hafa ilmolíur úr jurtum verið einangraðar með gufueimingu. Frumu- drepandi (cytotoxisk) efni voru einkum dregin út með hexani eða klóróformi úr hvannafræjum og hvönn almennt, úr baldursbrá og vallhumalsrót. Við hefðbundna notkun lækningajurta eru oftast gerð vatnsseyði eða te, og þá eru einkum vatnsleysanleg efni dregin út. Virku efnin fengust hins vegar eink- um með leysum sem draga út fituleysanleg efni. Kann- að var hvort eitthvað af þessum fituleysanlegu efn- um fengjust í hefðbundnu seyði. Fituleysanleg efni voru dregin út úr vatnsseyðum með lífrænum leysum og fengust þannig mjög virk sýni. Hvönn er einkum þekkt fyrir ilmolíur og kúmarínefni. Jurtaseyði Ævars Jóhannessonar inniheldur slík kúmarfn- efni en engar ilmolíur. Gerð kúmarínefna í æti- hvönn hefur verið greind með kjarnsegulómunar- tæki (NMR), innrauðu lit- rófi og samanburði við þekkt efni. Þegar te er gert af jurt er meðal annars verið að sækjast eftir ilmolíum. Ætihvönn er ilmrík og hefur flókna ilmolíusam- setningu. Ilmolíumar í ís- lenskri ætihvönn hafa mest af efnum (terpen- um) er nefnast límonín og pínín. Límonín, sem er meðal annars algengt í berki sítrusávaxta (app- elsínu og sítrónu), hefur vakið athygli vegna áhrifa á krabbameinsæxli og er nú í klínískum rannsóknum erlendis. Sama gildir um efni sem límonín, en það nefnist myndast úr perillyl alkóhól og er talið enn virkara (1). Rannsóknir okkar sýna að kúmarínefni og ilmolíur hafa mikla frumudrepandi virkni. 2. Mælingar á áhrifum efna á ónæmiskerfið. Þekkt aðferð, svokallað anti-komplementspróf, er notuð en hún byggir á notkun rauðra blóðfruma og blóðvökva úr mönnum. Fjölsykrur sem eru dregnar úr lúpínurót og litunarmosa með vatni (seyði) hafa áhrif á ónæmisprófið, sömu efni finnast einnig í jurtaseyði Ævars. Virknin virðist vera nokkuð einstaklingsbund- in, sem sést af því að blóðvökvi úr ólíkum einstakl- ingum gefur ólík svör. Til þess að prófið sé staðlað og unnt að endurtaka með sama hætti er blóðvökva margra einstaklinga blandað saman. Þessi áhrif á ónæmiskerfið verða rannsökuð með fleiri aðferðum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að sum efni geta virkað frumudrepandi séu þau notuð í miklu magni en geta hins vegar örvað ónæmiskerfið í litlu magni. Er þá um að ræða minni og einfaldari sam- eindir en fjölsykrur, sem eru stórsameindir án eitur- áhrifa. 3. Áhrif á veirur. Ýmsar jurtaveigar og nokkur hrein efni voru prófuð gegn RS-veiru í rannsóknastofu Halldórs Þormars prófessors við Líffræðistofnun Háskól- ans. Þetta er veira sem veldur skæðu ungbarna- kvefi og hefur reynst erfið viðureignar með lyfjum. Vísbendingar fengust um áhugaverða virkni í þremur tilfellum. Um er að ræða tvær jurtaveigar af ætihvönn, af laufum og blómum, og eitt efni sem var unnið úr hvönn og borin kennsl á. Sam- kvæmt þessum mæling- um þurfti um tuttugu sinnum minna af efni eða efnablöndu til að hindra veirusýkingu heldur en þarf til að drepa frumurn- ar sem hýsa veiruna. Þetta hlutfall er mælistika HEILBRIGÐISMÁL 3/1998 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.