Heilbrigðismál - 01.09.1998, Side 24

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Side 24
Unnt er að framleiða áhugaverðar jurtaveigar sem notandinn getur síðan blandað saman að eigin vild í íslenskum lækningajurtum eru efni sem geta haft áhrif á ónæmiskerfið og heft vöxt á frumum og jafnvel veirum á æskilega eiginleika efna í baráttunni við veirur. Þess- ar mælingar sýndu einnig að þetta hlutfall er um ellefu hjá lyfi því sem nú er á markaði gegn veirunni. Þessi sýni okkar eða efni úr hvönninni voru því mun virkari gegn veirunni en lyfið. Onnur sýni sýndu ýmist lítil sem engin áhrif á veirur, eða höfðu meiri áhrif á frum- ur en heppilegt þykir. 4. Leit að virkum efnum í lífríki sjávar. Hans Tómas Björnsson læknanemi kannaði eldri heimildir um tilraunir manna til að lækna sjálfa sig með ýmsum sjávarlífverum og leitaði meðal annars fanga í ritinu íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson. Þar er getið um göngu á marglyttum til að lækna fótaverk, marflóaát og neyslu fjörugrasa. Eft- irtaldar tegundir voru rannsakaðar: Bertálkni, brenni- hvelja, egghylki beitukóngs, hrúðurkarlar, krossfiskur, marflær og svampur. Virk efni fundust einkum í kross- fiski, svampi og bertálkna, sem er kuðungslaus sæsnig- ill. Þessar athuganir eru á frumstigi. 5. Sameindabygging og líffræðileg virkni. Rannsóknir eru hafnar á því hvort og þá hvernig samband kunni að vera milli uppbyggingar sameinda af flokki kúmarínefna, sem finnast einkum í hvönn, og líffræðilegrar virkni þeirra. Hér er eink- um um að ræða sex efni sem hafa sömu grunn- gerð en tiltölulega fáa tengiefnahópa staðsetta á ólíkum stöðum í sam- eindinni. Virkni þessara efna er mismunandi en ekki er vit að hvaða þýð- ingu hver hópur hefur eða staðsetning hans í sameindinni. Slík þekking skiptir máli ef menn vilja smíða sameindir með æskilegri og meiri líf- fræðilega virkni. 6. Vöruþróun. Jurtaveigar eða tinktúr- ur eru framleiddar með því að draga efnin úr plöntum eða plöntuhlut- um með alkóhóllausn. Þær eru, ásamt vatns- seyði og tei, mikilvægasta gerð hefðbundinna lækningajurtaafurða. Framleiðsla jurtaveiga og markaðssetning er mikil erlendis, til dæmis er fyrirtækið General Nutrition Center (GNC) að markaðssetja slíkar jurtaveigar í Bandaríkjunum og Evrópu. Við höfum búið til um fjörutíu slíkar jurta- veigar úr íslenskum lækningajurtum eða plöntuhlutum og höfum mælt líffræðilega virkni í mörgum þeirra. Samsetning efna úr sama hráefni getur verið ólík eftir framleiðsluaðferð. Unnt er að framleiða áhugaverðar jurtaveigar sem notandinn getur síðan blandað saman að eigin vild. Ýmis líffræðilega virk efni íslenskar lækningajurtir hafa ýmis áhugaverð líf- fræðilega virk efni, svo sem fjölsykrur er virka á ónæmiskerfið, frumudrepandi (cytotoxisk) efni og efni sem hindra veirusýkingu í frumurækt. Hafa ber í huga að jurtir geta haft efni sem geta virkað sem eitur. Slík efni eru einkum þekkt í jurtum af suðlægari slóð- um. Niðurstöður rannsóknanna sýna að lækningajurtir á ís- landi hafa ýmiss konar líffræðilega virk efni sem geta haft áltrif á ónæmiskerfið og heft vöxt á ört vaxandi frumum og jafnvel veirum. Tilvitnun: 1. J. Haag, M. Gould: Mammary carcinoma regr- ession induced by perillyl al- cohol, a hydroxylated analog of limonene. Cancer Chemo- therapy & Pharmacology; 1994, 34(6): 477-483. Sigmundur Guðbjarna- son er prófessor við Raun- vísindadeild Háskóla íslands og fyrrverandi rektor Há- skólans. Sigmundur hefur áður skrifað í tímaritið Heil- brigðismál, 2. tölublað 1984, um breytingar í hjartavöðva við kransæðasjúkdóm og myndun hjartadreps. Steinþór Sigurðsson er sérfræðingur á Raunvís- indastofnun Háskóla ís- lands. 24 HEILBRIGÐISMÁL 3/1998

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.