Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 25

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 25
Melatónín hefur áhrif á dægursveiflur og svefn Grein eftir Björgu Þorleifsdóttur Frá örófi alda hefur verið þekkt að ýmsar sveiflur setja mark sitt á lífverur, bæði í dýra- og jurtaríki. Lengd sveiflanna er breytileg. Al- gengastar eru dægursveiflur, til dæmis svefn og vaka, hormónalos- un, ensímvirkni og fleira. Aðrar eru lengri, til dæmis árstíðabundnar breytingar á æxlunarfærum dýra, og enn aðrar styttri, til dæmis 90 mínútna sveifla draumsvefns. Lengi var talið að um bein áhrif sólarljóss á lífverur væri að ræða. Snemma á átjándu öld gerði hins vegar franskur stjarnfræðingur, de Mairan, tilraun sem bylti þeim hugmyndum. Hann sýndi fram á að blaðhreyfingar plöntu (blöð breiðast út á daginn og lokast að nóttu) héldu áfram þrátt fyrir að sólarljóss gætti ekki. Frekari til- raunir hans sýndu að þetta skýrðist ekki af umhverfishita. Niður- stöðurnar féllu í gleymsku í meira en tvær aldir, en þá kom fram sú kenning að innri sveiflugjafi, svo- nefnd lífklukka, lægi að baki þessum sveiflum. Á síðustu áratugum hafa verið gerðar viðamiklar rannsóknir á eðli lífklukkunnar. Ljóst er að lífklukk- an í spendýrum er í undirstúku heila (SCN, suprachiasmatic nucleus). Tilraunir sýna að sveiflu- lengdin er breytileg á milli tegunda en er jafnan á bilinu 23-26 klukku- stundir. Hins vegar sjást frávik meðal einstaklinga sömu tegundar. Hjá manninum er lengdin um 24,4- 24,6 klukkustundir. Þegar hefur tekist að staðsetja „tímagen" hjá ákveðnum tegund- um lífvera. Jafnvel þó að lengd dægursveiflunnar sé arfbundin eru kenningar um að hún sé breytileg eftir aldri. Þannig gæti hún lengst á unglingsárum en styst þegar aldurinn færist yfir. Þessar hug- myndir gætu skýrt aukna svefnþörf unglinga og þá staðreynd að gamalt fólk fer fyrr að sofa og vaknar að sama skapi oft eld- snemma. Til þess að skapa lífverum sem best skilyrði til lífs, þarf að fella dægursveifluna inn í 24 klukku- stundir sólarhringsins og samræma Rannsóknir sýna að styrkur mela- tóníns í blóði sveiflast, er mjög lágur á daginn en hár á nóttunni. þannig innri og ytri skilyrði. Grunnur að því er að lífverum ber- ist skilaboð um tíma frá ytra um- hverfi. Birtan er mikilvægasti tíma- gjafinn en aðrir umhverfisþættir, svo sem hitastig og hljóð, eru þýðingar- miklir. Að auki hafa félagslegir þætt- ir verulega þýðingu í þessu sam- bandi, sérstaklega hjá manninum. Þegar degi hallar berast boð um dvínandi birtu frá sjónu auga til heilakönguls. Losun taugaboðefnis- ins noradrenalíns örvar myndun ákveðins hvata (ensíms) sem stuðl- ar að ummyndun serotóníns í melatónín. Þegar birtir á ný dregur úr melatónínmyndun. Þannig sveiflast styrkurinn yfir sólarhring- inn og sú dægursveifla er áþekk hjá flestum mönnum, þó frávik séu þekkt. Styrkur melatóníns í blóð- vökva er innan við 2 pg/ml á dag- inn, hækkar venjulega undir mið- nætti og nær allt að 125 pg/ml á nóttu, hæsta gildi venjulega milli klukkan þrjú og fjögur að nóttu. Þess vegna er melatónín oft nefnt hormón myrkursins. Melatónín má mæla í blóðvökva og munnvatni. Reyndar myndast melatónín víðar en í heilaköngli, til HEILBRIGÐISMÁL 3/1998 25

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.