Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 26
dæmis í sjónu augans og jafnvel í meltingarvegi. Árstíðabundin áhrif melatóníns hafa lengi verið þekkt (til dæmis fengitími dýra, myndun felds og myndun brúnnar fitu). Áhrif mela- tóníns til skemmri tíma eru talin vera fjölþætt og efnið hefur verið mikið rannsakað á síðustu misser- um. Fjölmargar rannsóknir sýna að fari framleiðsla melatóníns úr skorðum raskast dægursveiflur í líkamanum og af því er dregin sú ályktun að meginhlutverk þess sé að fínstilla lífklukkuna. Ljóst er af niðurstöðum rann- sókna á áhrifum melatóníns á svefn að sá tími sem tekur að sofna verð- ur styttri og nætursvefninn verður samfelldari og betri. Hins vegar verður hvorki breyting á uppbygg- ingu svefnsins né hlutföllum svefnstiganna. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að melatónín leið- ir til lækkunar líkamshita, en það hefur mikla þýðingu fyrir svefn. Vísindamenn hafa því dregið þá ályktun að ekki sé um bein áhrif melatóníns á svefn að ræða heldur stuðli það líklega að fínstillingu líf- klukkunnar, til þess að samhæfa dægursveiflur ólíkra líkamsþátta þannig að aðstæður verði sem ákjósanlegastar fyrir nætursvefn- inn. Þessi vitneskja þrengir að sjálf- sögðu þann hóp sem þarf melatón- ín sem lyf. Það hentar aðallega fólki þar sem dægursveiflan hefur rask- ast og melatónín nær af einhverjum ástæðum ekki hámarki á réttum tíma. Þetta getur til dæmis átt við blinda og aldraða. Ýmis algeng lyf geta dregið úr framleiðslu melatóníns og þanníg haft áhrif á svefninn, til dæmis beta-blokkerar. Ýmis bólgueyðandi lyf hafa sömu áhrif og einnig ben- sódíasepín og koffein. Því er ef til vill ástæða til að ráðleggja sjúkling- um sem nota þessi lyf að taka þau ekki rétt fyrir svefninn. Fín samstilling innri og ytri klukku, sem og innbyrðis samspii dægursveifla margra líffræðilegra þátta, hefur líklega ekki þróast fyrir tilviljun. Röskun á þessum þáttum leiðir oft til margvíslegra kvilla (til dæmis svefnleysis), sem oftast eru tímabundnir en geta orðið þrálátir. Lífshættir mannsins hafa breyst verulega á síðustu öld og má þar meðal annars nefna mikla raflýs- ingu, sem löngu er búin að kveða myrkrið í kútinn. Ef til vill þurfum við að huga að afturhvarfi í þeim efnum að hluta og leyfa rökkrinu að njóta sín þannig að líkaminn fái rétt- ar upplýsingar til að taka mið af. Heimildir: G. Richardsson (ed.): Chronobiology. í M. H. Kryger, T. Roth, W. C. Dement (eds.): Principles and Practice of Sleep Medicin. Philad. W.B. Saunders, 1994: 277-321. ]. D. Miller et al: New insights into the mammalian circadian clock. Sleep 1996; 19(8):641-667. R. Hardeland, C. Rodriguez: Versatile melatonin: A pervasive molecule serves various functions in signaling and protection. Chronobiol Int 1995; 12(3): 157-165. K. Krauchi et ali A relationship between heat loss and sleepiness: Effects of postural change and melaton- in administration. J Appl Physiol 1997; 83(l):134-9. Björg Þorleifsdóttir: Dægursveiflur. Samspil innri og ytri klukku. Heilbrigð- ismál 1990; 38(2):10-12. Björg Þorleifsdóttir er lífeðlisfræð- ingur og starfar á geðdeild Landspítal- ans. ítarlegri grein um sama efni hcfur birst í Mixtúru. , } ARÐARBER • JARÐARBER • BLANDAÐIR ÁVEXTIR • HNETUR OG KARAMELLA • SÚKKULAÐIOG JARÐAR&^ I ^jérzrfers\zr Mjólkvrsamlag á^b Sauóárkróki "**& 26 HEILBRIGDISMÁL 3/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.