Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 34

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 34
Mikilvægt er að læknanemar fái að takast á við fjöl- breyttar aðstæður segir Björg Þorsteinsdóttir sem var formaður alþjóðasamtaka lækna- nemafélaga í eitt ár og ávarpaði þing alþjóðasamtaka lækna í haust Á þingi Alþjóðasamtaka læknanema fyrir rúmu ári var Björg Þorsteinsdóttir læknanemi kosin forseti sam- takanna. Hún skilaði af sér í ágúst og segist vera reynslunni ríkari eftir þessa annasömu mánuði, en þeim fylgdu mikil vinna og mikil ferðalög. „Internationcú Federation of Medical Student's Associat- ions, IFMSA, eru stærstu samtök læknanema í heimin- um og ná til tæplega 70 landa. Þau voru stofnuð 1951 til að stuðla að friði í heiminum með alþjóðlegu samstarfi og stúdentaskiptum. Meginmarkmið samtakanna er að virkja læknanema og undirbúa þá fyrir störf er miða að forvörnum og heilbrigði, jafnt heima fyrir og á alþjóða- vettvangi. Að þessu er unnið með því að gefa þeim færi á að taka þátt í þróunarstarfi og annarri heilsu- vernd í öðrum löndum. Þannig kynnast þeir breytileg- um samfélagsaðstæðum og fá innsýn í þau viðfangs- efni sem eru efst á baugi í alþjóðastarfi," segir Björg. Stúdentaskipti hafa frá upphafi verið stærsti liðurinn í starfi samtakanna. Mörg þúsund stúdentar nýta sér þau árlega, m.a. á annan tug íslenskra læknanema og samsvarandi fjöldi erlendra nema sækir okkur heim. Samtökin eru í formlegri samvinnu við stofnanir Sameinuðu þjóðanna, einkum Alþjóða heilbrigðismála- stofnunina og Menningarmálastofnunina, og eru auk þess í samstarfi við mörg alþjóðasamtök á sviði heil- brigðismála svo og önnur stúdentasamtök. í haust hlotnaðist Björgu sá heiður að flytja ræðu á aðalfundi Alþjóðasamtaka lækna, World Medical Associ- ation, í Ottawa í Kanada. í ræðunni fjallaði hún um það hvernig læknar og læknanemar geta unnið saman að þjálfun lækna til forystu í heilbrigðismálum og um þörfina fyrir aukna stjórnunarmenntun lækna. „Mikilvægur þáttur í slíkri þjálfun er að nemarnir takist á við vandamál við mismunandi aðstæður. IFMSA rekur verkefni í þróunarlöndum þar sem þar- lendir læknanemar eru í forsvari en erlendir lækna- nemar taka virkan þátt. Þannig gefst nemunum kostur á að byggja inn í námsferil sinn einstaka lífsreynslu og öðlast þar með aukinn skilning og víðsýni um leið og þeir láta gott af sér leiða." Á síðustu árum hafa tveir íslenskir læknanemar tek- ið þátt í slíkum þróunarverkefnum á vegum samtak- Björg flutti ræðu á þingi alþjóðasamtaka lækna, en það var haldið í Kanada í október. anna, hvor um sig í hálft ár. Guðbjörg Lúdvíksdóttir starfaði í Súdan og Einar Hjaltested á Indlandi. „Lítil þjóð getur margt lært í alþjóðasamstarfi. Læknanemar sem taka þátt í þróunarverkefnum og forvarnarstarfi snúa heim með dýrmæta reynslu sem nýtist í íslensku samfélagi," segir Björg. „Það er einnig brýnt að rækta eigin garð. Forvarnir eru dæmi um svið þar sem læknanemar ættu að láta að sér kveða. Sérstaklega meðal unga fólksins sem þeir geta nálgast sem jafningj- ar til að miðla ákveðinni sérþekkingu og reynslu." Það er brýnt að kalla læknanema til ábyrgðar," segir Björg. „Samtökin leggja áherslu á að búa læknanema undir það að axla ábyrgð, ekki aðeins á sjúklingunum, heldur einnig hvernig eigi að skipta takmörkuðum gæðum þannig að sem flestir fái notið þeirra." Hún tel- ur nauðsynlegt að hefja umræðu um þessi mál þegar í læknanáminu. „Læknanámið er langt og strangt en læknanemar eru því miður óvirkir í umræðunni um framtíð þess heilbrigðiskerfis sem þeir eru að búa sig undir að starfa í. Þessu þarf að breyta," segir Björg Þor- steinsdóttir. Forsetaembætti Bjargar hefur enn sýnt fram á mikil- vægi þátttöku íslenskra læknanema í IFMSA og eru nokkur verkefni í undirbúningi. En kostnaður við al- þjóðasamstarfið er mikill. Aðspurð segist Björg hafa fengið styrki frá mörgum aðilum, til dæmis mennta- málaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti og utanríkisráðu- neyti, lyfjafyrirtækjunum GlaxoWellcome, Omega Pharma og Delta, Læknafélagi íslands, Félagi íslenskra heimilislækna, Visa ísland, Úrval-Útsýn og Háskóla ís- lands. Björg er enn virk í starfi alþjóðasamtakanna en sinnir nú náminu af kappi og stefnir að því að ljúka prófi frá læknadeild Háskóla íslands í vor. Hún telur brýnt að breyta læknakennslunni. „Það þarf að auka frelsi til virkrar þekkingaröflunar og margvíslegrar reynslu í náminu. Læknar þurfa einnig að geta miðlað þessari þekkingu til sjúklinga og samfélagsins." -jr. 34 HEILBRIGÐISMÁL 3/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.