Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 6
Erlent Vítamín sem léttir lundina? Þeir sem þjást af skammdegisþunglyndi ættu að prufa að taka D- vítamín. Að minnsta kosti reyndist það vel í rannsókn sem gerð var í Fíladelfíu í Bandaríkjun- um. Ætli lýsi geri ekki sama gagn? Prevention, október 1998. Meira en til bragðbætis Mörgum finnst ýmiss konar krydd nauðsynlegt til að bragðbæta mat. En það gerir meira. Tilraunir sýna að sumar kryddteg- undirnar draga úr hættu á matareitrunum. Það krydd sem veitir besta vörn gegn sýklum er hvítlauksduft, negull, kanill, kjarrmenta (oreg- ano) og salvía (sage). Þeir sem stóðu að til- raununum segja að ekki þurfi að krydda meira en svo að bragðið rétt finn- ist. Health, nóvetnber-desember 1998 Það getur verið heilsu- samlegt að krydda mat- inn - ekki síður en til- veruna. Hægt að losa sig við lyfin Þeir sem komnir eru á sjötugs- eða áttræðisald- ur og þurfa að taka blóð- þrýstingslyf geta, ekki síður en þeir sem yngri eru, reynt að draga úr lyfjanotkuninni með því að breyta lífsháttunum. Þetta sýndu niðurstöður rannsókna sem gerðar voru við háskóla í New Orleans í Bandaríkjunum og náðu til níu hundruð manna. Hjá helmingi þeirra sem léttust um fjögur kílógrömm og drógu úr saltneyslu um fjórðung lækkaði blóðþrýstingur svo mikið að þeir gátu hætt að taka lyfin. Þetta átti einnig við þriðjung þeirra sem annað hvort léttust eða minnkuðu við sig saltið. Aðferðin er einfaldlega fólgin í því að hreyfa sig meira, borða ekki of mik- ið og gæta vel að salti í fæðunni. Prevention, júlí 1998. Undir áhrifum Breska ríkisstjórnin ætlar að leggja til að leyfileg áfengismörk í blóði ökumanna þar í landi verði lækkuð úr 80 milligrömmum í desilítra blóðs í 50 milligrömm (0,5 prómill), til samræm- is við lagaákvæði í öðr- um löndum Evrópu- sambandsins. í Bandaríkjunum er talið að tvö af hverjum fimm banaslysum í um- ferðinni megi rekja til ölvunaraksturs. Samtök bandarískra mæðra segja að slíkt háttalag sé ekki slys heldur glæpur. The Lancet, desember 1998. Þurfum við að fara að endurmeta viðhorf okk- ar til ruggustóla? Róandi rugg Ruggustólarnir hafa haft eitthvað til síns ágætis, ef marka má nýja bandaríska rannsókn. A hjúkrunarheimili í Fíla- delfíu var fylgst með áhrifum þess á aldraða sjúklinga að þeir væru í ruggustólum í eina til tvær klukkustundir á dag. Að nokkrum vikum liðnum kom í ljós að andleg heilsa þeirra batn- aði - og því meira sem lengur var ruggað. Þessir sjúklingar þurftu minna af verkjalyfjum, óstöð- ugleiki var ekki eins áberandi og þeir voru glaðværari en áður. Preventon, september 1998. Snertingin er mikilvæg Ungbarnanudd í fimm- tán til tuttugu mínútur á dag getur aukið vellíðan barnanna og jafnvel bætt heilsu þeirra, að mati vís- indamanna við háskóla í Miami í Florida. Þeir telja að barnið kunni að meta snertinguna, öryggistil- finningin aukist og streit- an minnki. Þetta hefur í för með sér að svefninn verður værari og ónæm- iskerfinu tekst betur en ella að ráða við vanda- mál sem tengjast húð, öndun og blóðsykri. Prevention, maí 1998. Að reka eða vera rekinn Lengi hefur verið vitað að það hefur neikvæð áhrif á andlega líðan að vera sagt upp starfi. En nú hafa rannsóknir frá Boston sýnt að uppsögn hefur ekki síður áhrif á þann sem segir öðrum upp. Hætta á hjartaáfalli eykst lítillega hjá þeim sem verður atvinnulaus en yfirmaðurinn sem þarf að tilkynna upp- sögnina er í tvöfaldri hættu fyrst á eftir. Health, júlí-ágúst 1998. Súkkulaði er hollt í hófi Þeir sem borða súkku- laði þrisvar í mánuði geta vænst þess að lifa einu ári lengur en þeir sem fá sér súkkulaði þrisvar í viku eða láta súkkulaði alveg eiga sig. Vísindamenn við Harv- ard háskóla komust að þessari niðurstöðu. Skýringin er sögð vera sú að í súkkulaði eru efni sem nefnast fenól. Þetta eru andoxunarefni sem geta einnig unnið gegn kólesteróli. Súkkulaði er hins vegar svo orkuríkt að of mikið af svo góðu sest utan á líkamann og spillir heilsunni. BBC Neivs, desember 1998. 6 HEILBRIGÐISMÁL 4/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.