Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 8
Gamalt Arfleifð okkar Kynslóðir hoppa ekki út í tilveruna arflausar og að öllu nýjar af nál- inni. Þær koma allar með arf frá mæðrum og feðr- um, illa og góða eðlis- þætti margra genginna kynslóða. Einhver kvísl af Islendingsblóðinu forna seytlar enn í hverri æð. Fortíðin býr í okkur sjálfum. Hún býr í hverri kynslóð sem kemur og fer. Páll Steingrímsson rítstjóri (f. 1879, d. 1947). Blaða- mannabókin, 1946. Að hlakka til Það er andleg og lík- amleg heilsubót að til- hlökkuninni. Hún gerir lífið síungt og sífrjótt og þó eru tilhlökkun og lífs- leiði vaxin upp úr sama dulardjúpinu - mannleg- um tilfinningum. En sá er munurinn að tilhlökk- unin og allir aðrir her- skarar skyldra tilfinninga er sprottin upp úr rækt- uðu tilfinningalífi, en lífs- Ieiðinn og allir hans fylgifiskar er sprottinn úr óræktuðu tilfinningalífi. Það gerir gæfumuninn. Hannes ]. Magnússon skóla- stjóri (f. 1899, d. 1972). Mannlíf í deiglu, 1966. s I skorðum Svo sem allir vita er heilsufarið undirstaða lífshamingjunnar. Þegar heilsan er góð þá er margvíslegum óþægind- um hægt að bægja frá. En þegar heilsan bilar fer flest úr skorðum. Jón Pálmason alpingisntaður (f. 1888, d. 1973). Bókin um Jón á Akri, 1978. Hætturnar sem nútíma- fólk stendur frammi fyr- ir eru aðrar en áður var. Þessi mynd af Lagar- fljótsbrú var tekin um síðustu aldamót. Hættur hættuleysisins Mennirnir vaxa ekki af léttleikanum einum. Eru nú eigi hættur léttleikans komnar í stað háska- semda sem renna frá örð- ugleikum og andbyri? Og slíkar hættur - hætt- ur hættuleysisins - eru í sumu viðsjálli en hinar fornu hættur af því að þær dyljast oss fremur, koma eigi fyrr en seint og síðar meir í ljós. Sigurður Guðmundsson skólameistari (f. 1878, d. 1949). Á sal, 1948. Húsbónda- hollusta Dyggð kallast meðal alþýðu sú velvirkni, trú og hollusta sem þjónar auðsýna í verkum sínum í fráveru húsbóndans, svo verkið gengur vel fram eður eins vel hvort hann er nálægur eða fjar- lægur. Bjarni Einarsson sýslu- maður (f. 1746, d. 1799). Lærdómslistafélagsrit, 1794. Aldarfar fyrir einni öld Fyrir 40 árum var fólk heilsubetra en nú. Þrátt fyrir það þó þrifnaðurinn sé nú margfalt meiri en áður, aðbúnaður og húsakynni betri en áður, eru menn efalaust heilsu- linari. Þá heyrðist varla getið um taugaveiklun, hvorki í körlum né kon- um, en nú segir einn af merkustu héraðslæknum landsins að af fullorðnu kvenfólki í sínu umdæmi sé fullur helmingur ann- að hvort taugaveiklað eða geðveikt; þá var og tannpína miklu fátækari, og fer nú stöðugt vax- andi. Brjóstveiki mun líka fara í vöxt, að minnsta kosti lungnatær- ingin (berklasýkin), sem læknar segja að ekki hafi verið hér fyrrum, en nú gerist æ tíðari. Pjallkonan, 14. júlí 1898. Gerið vel við þau Viljið þið góð og gagn- leg hjú hreppa gerið þá vel við þau, bæði að for- sorgun og verkalaunum, og væntið aldrei að nokkur soltinn þjónn eða hraklega launaður reynist yður vel. Magnús Stephensen dóm- stjóri (f. 1762, d. 1833). Ræður Hjálmars á Bjargi, 1820. Heilnæmt erfiði Daglegt erfiði, sem þú gerir með ánægju í góðri von guðs blessunar og í skemmtilegri samvinnu konu þinni, er heilnæmt og gagnlegt líkama þín- um til heilbrigði og við- halds, og sálum ykkar er það gott að tempra þar með æskunnar gjálífi. Björn Halldórsson prestur í Sauðlauksdal (f. 1724, d. 1794). Atli, 1780. Vísindi síns tíma: Sígarettur skaðlegar fyrir augun í tóbaki eru i raun réttri ekki nein skaðleg efni nema nikótínið, að minnsta kosti ekki svo að teljandi sé . . . Að reykja fastandi er hræði- legur ósiður, drepur matarlystina og veikir meltinguna. Óskaðlegust tóbaksbrúkun er að taka í nefið, og verður frá heilbrigðinnar sjón- armiði ekkert haft á móti því. Munntóbaks- brúkun hlýtur að vera skaðleg fyrir magann og er þar að auki óþokkaleg. Þeir sem reykja ættu helst að reykja pípu; að reykja sígarettur er skaðlegt fyrir augun, meðfram líka af því að sígarettupappírinn getur verið misjafn. Vindlar eru að vísú óskaðlegri en sígarettur, en pípan er hollust af þessu þrennu. Fjallkonan, 31. mars 1891. 8 HEILBRIGÐISMÁL 4/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.