Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 9
Hetjur hversdagsins Ég hef kynnst fólki sem ekki hefur orðið frægt í neinni sögu, ekki rutt sér eða öðrum til rúms, en gegnt sínu af- markaða hlutverki, skilað sínu vandasama lífsstarfi af mikilli kostgæfni, þrátt fyrir mikla erfiðleika. Þetta fólk hefur líka numið land, reist must- eri, lagt stein í veggi þess, tekið þá upp, klofið þá, slípað þá og fægt. Og áhrif þess lifa í þér og mér. Það hefur tendrað kyndla sem varpa birtu langt inn í framtíðina. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamaður (f. 1903, d. 1966). Menn sem ég mætti, 1969. Eitthvað af töfrum Til þess að verða mikill læknir áður fyrr var hin takmarkaða þekking ekki einhlít heldur varð að eiga auga og hönd lista- mannsins en auk þess eitthvað af þeim per- sónulegu töfrum sem eru jafnnauðsynlegir í upp- ljómuðum skurðsal og í frumskógum Afríku. Páll V. G. Kolka læknir (f. 1895, d. 1971). Vísindin efla alla dáð, 1961. Tóbaksnotkun á krepputímum Bíldudalshérað: Tóbak mikið notað; unga fólkið, piltar og stúlkur, reykir vindlinga, eldri menn reykja pípu. Margir taka í nefið, jafnvel konur. Vopnafjarðarhérað: Tóbak gengur illa að fá og virðast menn hafa sparað það mikið við sig, sumpart nauðugir, sum- part viljugir. Úr Heilbrigðisskýrslum 1932. Guðmundur Hannesson læknir og prófessor var rektor Háskóla Islands í nokkur ár. Hann var fæddur á Guðlaugsstöð- um í Blöndudal í Aust- ur-Húnavatnssýslu þar sem honum hefur verið reist minnismerki. Allt er á einlægri breytingu Það er hygginna manna háttur er þeir fara yfir á sem sífellt breytir vaði að velja sér þar vað í hvert sinn sem best er yfirferðar en fylgja ekki í blindni gömlu stefnunni. Sömu reglu verðum vér nú allir að fylgja í flest- um efnum því allt er á einlægri breytingu og fæstu fulltreystandi þó vel hafi gefist áður. Vér verðum sífellt að spyrja hvernig hver hlutur hafi reynst og hvort ekki sé nauðsynlegt að breyta til. Þetta á ekkert skylt við hringl eða stefnuleysi því ekki kemur til tals að breyta öðru en því sem telja má að sé til bóta. Guðmundur Hannesson prófessor (f. 1866, d. 1946). Úr ávarpi við setningu Há- skóla íslands 4. október 1924. Árbók Háskólans. Aðalsmerki Rósemi og auðmýkt tilheyra aðalsmerkjum mannsandans. Ingibjörg Jóhannsdóttir skólastjóri (f. 1905). lngi- björg á Löngumýri, 1990. Sagt Guð í umhverfinu Þótt erfðafræðin væri búin að vinna alla þá sigra sem hún getur nokkum tímann unnið þá verður áfram sál í okkur öllum og einhvers konar guð í umhverfi okkar. Það er svo ótal margt sem aldrei verður skýrt með erfðum eða aðferðum vís- indanna. Það verður ein- faldlega aldrei hægt að taka mystíkina úr tilver- unni. Og svo sannarlega hef ég engan áhuga á að svo verði. Kári Stefánsson forstjóri. Dagur, 22. á^úst 1998. Með fullu viti Ellin er ferli sem sumir fara í gegnum með mannvitið óskert, þó lík- amskraftarnir dvíni, og þá er engin ástæða til að meðhöndla þá eins og smábörn eða hálfvita. Sigrún Davíðsdóttir blaðamaður. Morgunblaðið, 24. maí 1998. Tvennir tímar Við sem erum orðin gömul, munum tímana tvenna og þrenna. Þeir höfðingjar voru fáir í landinu í okkar ung- dæmi, sem leyfðu sér daglegan munað á borð við þann sem þorri hins „sauðsvarta almúga" nú á dögum telur varla frá- gangssök að heimta sér til handa. En fullur vafi er á því að menn séu al- mennt að sama skapi sáttir við þjóðfélagið, lífs- glaðir, hamingjusamir. Sigurbjörn Einarsson biskup. Dagur, 24. desember 1998. Það breytist ekki allt Ég hef reynt að vekja athygli á nauðsyn þess að breyta viðhorfum til sjúkdómsins sem nefn- ist krabbamein. Ég vil að rætt sé um krabba- mein eins og aðra lang- vinna og oft ólækn- andi sjúkdóma sem fólk lærir að lifa með. Ég vil að fólk tali um að lifa með sjúkdóms- greininguna krabbamein í stað þess að berjast við sjúkdóminn ógurlega árum saman. Maður verður svo þreyttur ef maður er alltaf að berj- ast. Ég hef lifað bráðum í fimm ár með sjúkdóm minn. Gert ótrúlega margt skemmtilegt og líður vel þrátt fyrir mikla og margbreytilega með- ferð síðastliðið eitt og hálft ár. Mér finnst notalegt að finna að það breytist ekki allt þegar maður greinist með krabbamein. Ingileif Ólafsdóttir lijúkrunarfræðingur og fræðslufulltrúi. Takmark, desember 1998. Pottagaldur heil brigðisráðherra Heyrnartæki i annað eyrað í spamaðarskyn Glámbekkur spítalann, Náttúraiibesti Uppboð læknirinn öldruðui Stofuskipti á sóiarhringsfresté Bráðavaktin óynui við heilsugæsmna HEILBRIGÐISMÁL 4/1998 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.