Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 26
L. N. - Tómas Jónasson Hvers vegna streita breytir fituefnasamsetningu ífrumuhimnum Ákveðið var að prófa þá tilgátu að fitusýrusamsetn- ing frumuhimnu væri hluti af stjórntækjum frumunn- ar. Frumuhimnunni væri ef til vill breytt til þess að stjórna formi og eiginleikum próteina í himnunni og þar með aðlögun að langvarandi streitu. Rannsóknir voru gerðar á tilraunadýrum og var kannað hvernig streita, mataræði eða hækkandi aldur hefði áhrif á þessar mismunandi fitusýrur í hjartavöðvanum. Við hófum rannsóknir á áhrifum streitu á hjarta- vöðvann með því að kanna áhrif adrenalíns á fituefna- hlutföll í fumuhimnum hjartans í tilraunadýrum (rott- um). Adrenalín er boðefni sem berst til hjartans með blóðinu og flytur þau boð að hjartað þurfi að vinna meira, slá hraðar og kröftugar og dæla meira blóði því áreynsla eða átök séu framundan eða þegar hafin. Adrenalín ber boðin að sérstökum hormónaviðtökum í frumuyfirborðinu sem bera þau síðan í gegnum frumuhimnuna inn í frumuna þar sem önnur kerfi taka við og stjórna viðbrögðum við þessum boðum eða áreiti. Þegar tilraunadýrunum var gefið adrenalín dag- lega í eina til tvær vikur var aðlögunin meðal annars fólgin í því að breyta fituefnahlutföllunum í frumu- himnunni og koma þar við sögu einkum fjölómettaðar fitusýrur, bæði omega-6 og omega-3 fitusýrur. Sams konar breytingar fundust einnig hjá nýfæddum ungum á fyrstu viku ævinnar þegar adrenalínmagn í blóði er mikið. Þá hefur einnig komið í ljós að hliðstæðar breyt- ingar urðu í hjörtum dýra sem sett voru í megrun og látin léttast um 8% á fyrstu viku megrunar með því að draga úr fóðurgjöf. Slík megrun olli samsvar- andi breytingum í hjarta hjá tilraunadýrum og dag- leg adrenalíngjöf. Ef slíkt á einnig við hjá mönnum þá ætti ekki að fara mjög hratt í megrun hjartasjúklinga því slík hraðmegrun mundi samsvara miklu streitu- álagi. Hormónaviðtakar í breytilegu umhverfi í frumuhimnum Leitað var svara við þeirri spurningu hvort og þá hvernig breytingar á fituefnahlutföllum í frumuhimnum tengjast viðbrögðum við og aðlög- un að langvarandi streitu- ástandi. Samfara aðlögun að streitu og endurteknu áreiti breytast eiginleikar þeirra viðtaka í frumu- himnum sem taka við og binda boðefnin sem ber- ast með blóðinu. Bindi- eiginleikar þessara við- taka minnka við endur- tekið áreiti eða streitu og viðbrögð þeirra dempast. Niðurstöður okkar sýna að með breyttum fituefna- hlutföllum í himnunni breytast bindieiginleikar viðtak- anna t.d. á þann veg að fjölda bindistaða fyrir boðefni eða adrenalín fækkar. Við höfum sett fram þá tilgátu að dempunin fari m.a. fram með því að breyta fituum- hverfi þessara viðtaka í himnunni og með þeim hætti væri þrívíðu formi viðtaka breytt og bindieiginleikum þeirra. Breytingar á nánasta umhverfi viðtaka í frumu- himnum með mataræði, streitu eða með aldri geta ef til vill einnig haft áhrif á ýmis önnur boðkerfi og sam- skipti í frumusamfélaginu. Neysla þorskalýsis breytir fituefnahlutföllum í hjarta. Rannsóknirnar beindust að því að kanna hvort fituefni í fæðunni hefðu bein áhrif á fituefnasamsetn- inguna í fituríkum frumuhlutum í hjartavöðvanum sjálfum. Það eru einkum frumuhimnur sem eru byggð- ar úr fituefnum eins og fyrr segir. Rannsóknir okkar voru gerðar á tilraunadýrum, sem alin voru á fóðri sem í var blandað ýmist þorskalýsi, kornolíu eða smjöri. Rannsóknirnar sýndu að lýsi hafði mjög mikil áhrif á fituefnahlutföll í frumuhimnum og jókst magn omega-3 fitusýra verulega í hjartanu en þessar fitu- sýrur komu úr lýsinu í fóðrinu. Niðurstöður þessara rannsókna voru þær fyrstu sem sýndu að fæðufitan getur breytt fituefnasamsetningu í hjartavöðvanum sjálfum. Skyndidauði vegna hjartatitrings Rannsóknirnar sýndu að tilraunadýr sem alin voru á fóðri sem inniheldur þorskalýsi höfðu mun minni til- hneigingu til að deyja skyndilega af banvænum hjarta- titringi þegar dýrin voru undir miklu streituálagi en dýr sem voru alin á fóðri sem í var blandað jafnmiklu af kornolíu eða smjöri. Niðurstöður rannsókna á mönnum og dýrum víða erlendis sýna að lýsi dregur úr hættu á skyndilegum hjartadauða eftir kransæða- stíflu. Með frekari rannsóknum er leitað skýringa og skilnings á því hvernig neysla á lýsi dregur úr hættu á skyndidauða af völdum truflana á hjartsláttar- tíðni. Rannsóknir benda til þess að ákveðin fjölómett- uð omega-3 fitusýra, DHA (docosahexaenoic acid, 22:6n-3), sem mikið er af í fiski og lýsi verndi hjartað fyrir skyndidauða með því að hindra til- tekna efnaflutninga eftir prótein-göngum í himn- unni og með því að dempa boðflutninga inn í frumuhimnuna, þ.e. hindra of mikla örvun með adrenalíni. Skiptar skoðanir eru raunar um það hvernig lýsi eða DHA hindrar skyndidauða en sú er samt raunin. 26 HEILBRIGÐISMÁL 4/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.