Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 27
L. N. - Tómas Jónasson Maginn og streita Flestir þekkja af eigin raun hvernig kvíði og streita geta haft áhrif á magann, valdið magaverkjum og melt- ingartruflunum. Við ákváðum að kanna áhrif tauga- streitu á myndun magasára hjá rottum sem aldar voru á fóðri sem í var blandað lýsi eða kornolíu en til við- miðunar voru dýr sem alin voru á venjulegu fóðri. Til að valda dýrunum streitu voru þau látin vera í þröngu búri yfir nótt, en þessi heftistreita er þekkt aðferð við slíkar rannsóknir. Niðurstöðurnar sýndu að dýrin höfðu öll fengið mörg en smá magasár eftir 16 tíma dvöl í þröngu búrinu en þau dýr sem alin voru á lýsi höfðu meira en tvöfalt fleiri magasár en dýr sem alin voru á kornolíu eða viðmiðunarfóðri. Rannsóknir á magaslímhúð og magaveggjum sýndu að dýr sem alin voru á lýsi höfðu mun minna af fituefni (arakidonsýru) sem er mjög mikilvægt fyrir eðlilegar varnir og við- brögð magans við margs konar örvun og áreiti og er líklegt að of mikil lýsisneysla þessara dýra hafi veikt varnarkerfi magaslímhúðarinnar. Samanburður við menn er að vísu ekki mögulegur, en þótt þorskalýsi sé hollt og heppilegt fyrir hjartað og æðakerfið þá er hóf- semi best í þessu efni sem og öðrum. Hvernig getur hæfileg streita verndað hjartað? Aðlögun að hæfilegri áreynslu og örvun, t.d. við hóf- lega líkamsrækt, íþróttaiðkan eða reglubundna áreynslu, felur í sér aðlögun að auknu magni boðefnis- ins adrenalíns í blóði. Streitudempunin verður í frumu- himnunni sjálfri þegar bæði hormónaviðtakarnir og umhverfi þeirra í frumuhimnunni breytast, boðkerfið dempar niður viðbrögðin við örvuninni. Þannig hindr- ar þetta dempaða boðkerfi ofurörvun, sem gæti valdið skaða og jafnvel banvænum truflunum á hjartsláttar- tíðni, það er skyndilegum hjartadauða. Hvernig getur mikil streita valdið hjartaskemmdum? Langvarandi og mikla streitu er unnt að fram- kalla í tilraunadýrum með daglegri sprautu af streituhormónum, sem getur valdið miklum og viðvarandi breytingum á fituefnasamsetningu frumuhimnu í hjarta og töluvert hárri dánartíðni. Einkum verður mikil aukning á fjölómettuðum fitusýrum inni í himn- unni sem gerir hana mjög viðkvæma fyrir oxun og skemmdum. Afleiðing skerts blóðstreymis til hluta af hjartavöðvanum er röskun á orkuvinnslu og vöðvasamdrætti og myndun hjartadreps á súrefnissnauða svæðinu. Ef blóðstreymi vex að nýju um þetta svæði vex magn stakeinda eða sindurefna á svæðinu sem valda oft umtalsverðum skemmdum á frumuhimnunni með því m.a. að ráðast á og jafnvel kljúfa niður fjölómettuðu fitusýrurnar í himnunni. Unnt er að draga úr þessum skemmdum og minnka dánartíðni um helming hjá tilraunadýrunum með því að gefa þeim andoxunarefnið E-vítamín. Hægt er að framkalla slíkar hjartaskemmdir eða hjartadrep í tilraunadýrum með streituhormónum sem valda mikilli örvun á hjartastarfseminni, auka vinnu- álagið og orkunotkunina. Getur of mikil örvun valdið orkuskorti þegar orkuvinnslan er ófullnægjandi miðað við orkuþörfina. Aukning á fjölómettuðum fitusýrum í frumuhimnu vegna langvarandi streitu getur þannig aukið hættu á myndun hjartadreps við skert eða ófull- nægjandi blóðstreymi um kransæðarnar af völdum kransæðaþrengsla. Slík skemmd á hjartavöðvanum sjálfum getur skert hæfileika eða getu hjartans til að dæla blóði um líkamann og valdið þannig hjartabilun. Samantekt 1. Álag eða streita eykur framleiðslu á adrenalíni sem ber þau boð til hjartans að slá hraðar og kröftugar því áreynsla eða átök séu framundan eða hafin. Boðefnið adrenalín binst sérstökum viðtökum í frumuhimnunni og skilar boðunum inn i frumuna þar sem þau kalla á margvísleg viðbrögð. 2. Aðlögun að endurteknu álagi og streitu felur m.a. í sér breytingar á bindieiginleikum hormónaviðtaka og einnig á fituríku umhverfi þessara viðtaka í frumu- himnunni þar sem þeir hafa aðsetur og starfa. 3. Langvarandi og mikil streita getur valdið varanleg- um breytingum á frumuhimnunni sem gerir hana næm- ari fyrir skemmdum. Aukið álag á hjartað getur þá vald- ið frumuskemmdum og Injartadrepi þegar orkuþörfin vex en blóðstreymið um kransæðamar er ófullnægjandi til að mæta aukinni þörf fyrir súrefni og orkuvinnslu. 4. Breytingarnar á við- tökunum og á umhverfi þeirra, t.d. með neyslu á fiski eða lýsi, dempa við- brögðin við álagi og áreiti og hindra ýkt og skaðleg viðbrögð við álagi og auknu adrenalíni. 5. Hófleg líkamsrækt og áreynsla felur í sér að- lögun að hóflegri streitu og breytir einnig frumu- himnum og hormónavið- tökum og stillir þessa streitudempara á þann veg að auka streituþol. Sigmundur Guðbjarnason er prófessor við Raunvis- indadeild Háskóla íslands og jyrrverandi háskólarekt- or. HEILBRIGÐISMÁL 4/1998 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.