Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 29

Heilbrigðismál - 01.12.1998, Blaðsíða 29
Langflest böm ná eins árs aldri Um miðja síðustu öld lést þriðja hvert bam á fyrsta ári Nú deyja innan við tuttugu böm á ári áður en þau ná eins árs aldri, þar af helmingur á fyrstu vikunni. Það þýðir að svonefndur ungbarna- dauði (dauðsföll innan eins árs aldurs sem hlutfall af lifandi fæddum) er kominn niður fyrir 5 af þúsundi, en það er með því lægsta sem þekkist. Um miðja öldina var þetta hlutfall um 30, í byrjun aldar- innar um 110 og laust fyrir miðja síðustu öld um 350, sem þýðir að þriðja hvert barn hafi látist á fyrsta ári. Lækkunin á síðari hluta nítjándu aldar var „mikið að þakka betra viðurværi ungbarna og betri með- ferð á þeim," eins og Guðmundur Hannesson læknir orðaði það í Skírni árið 1913. Síðan hafa komið til þættir sem tengjast eftirliti á meðgöngu og aðbúnaði við fæð- ingu, að ógleymdum öðrum fram- förum í læknisfræði. Einnig hafa orðið miklar breyt- ingar á dánartíðni í bernsku og á unglingsárum. Nú geta 99 af hverj- um 100 börnum sem fæðast vænst þess að ná tvítugsaldri. Fyrir einni öld var þetta hlutfall um 50 af hverjum 100 börnum. Á síðustu ára- tugum hefur nánast orðið bylting í heilbrigðismálum, ný lyf hafa kom- ið á markað og farið er að bólusetja við þeim barnasjúkdómum sem áð- ur voru skæðastir. Á sama tíma hafa næringarástand og aðrar að- stæður gjörbreyst. Það sem nú verður börnum og unglingum helst að fjörtjóni eru slys og krabba- mein. Þær breytingar sem hér hafa ver- ið raktar hafa átt mikinn þátt í því að ævilengdin hefur verið að auk- ast alla þessa öld. -jr. HEILBRIGÐISMÁL 4/1998 29

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.