Alþýðumaðurinn - 21.01.1983, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 21.01.1983, Blaðsíða 1
1. tbl. - 21. janúar 1983 Ábyrgöarmaður. Þorvaldur Jónsson Afgreiðsla Strandgötu 9 - Sími 24399. r&i> ALÞÝÐUMAÐURINNII9) Sól í skammdeginu í Super-sun sólbekknum kosta 10 tímar aðeins kr. 400.- Baðstofan Björk Grenivöllum 22. Sími 23083. Prófkjör Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra um skipan þriggja efstu sæta á framboðslista til næstu alþingiskosninga, fer fram dagana 29. og 30. janúar nk. í þrjú efstu sæti listans, sem kosið er um hafa 4 framboð borist: í 1. til 3. sæti: í 2. til 3. sæti: ÁRNI GUNNARSSON, Reykjavík HREINN PÁLSSON, Akureyri ARNLJÓTUR SIGURJÓNSSON, Húsavík JÓSEF SNÆLAND GUÐBJARTSSON, Akureyri Kosning fer fram á þeim tímum og stöðum, sem að neðan greinir: AKUREYRI: Alþýðuhúsinu laugardag frá kl. 11 til kl. 18 og sunnudag frákl. 11 til kl. 19. Kosning utan kjörfundar verður í Strandgötu 9 milli kl. 18 og 19 til kjör- dags. Kosningin er i höndum stjórnar Fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélag- anna form. Snælaugur Stefánsson. ÁRSKÓGSHREPPUR: Árni Ólason, Klapparstíg 14 á Hauganesi. DALVÍK: Grunnskólanum, trúnaðarmenn við kosninguna eru Jóhann Tryggva- son og Vigdís Sævaldsdóttir. GRENIVÍK: Auglýst síðar. HRÍSEY: Skrifstofa V.F. Einingar á laugardag og sunnudag kl. 14 til 18. Trún- aðarmaður við kosninguna er Jóhann Sigurðsson. HÚSAVÍK: Félagsheimilið, báða dagana frá kl. 10 til kl. 18. Stjórn Alþýðuflokks- félagsins annast kosninguna, form. er Kári Guðmundsson. Utan kjör- fundur er unnt að kjósa hjá Gunnari B. Salómonssyni á Trésm. Borg frá kl. 13 til kl. 15. MÝVATNSSVEIT: Helluhraun 9 báða dagana kl. 14 til kl. 16. Trúnaðarmaður við kosninguna er ísak Sigurðsson. ÓLAFSFJÖRÐUR: Auglýst síðar. RAUFARHÖFN: Jóhannes Guðmundsson, Aðalbraut 67. SVALBARÐSSTRÖND: Kosið á Akureyri. ÞÓRSHÖFN: Augiýst síðar. Allir 18 ára og eldri, sem lögheimili eiga í kjördæminu og ekki eru flokksbundnir í öðrum stjórnmálaflokkum hafa þátttöku- rétt í prófkjörinu. Yfirkjörstjórn Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. FRAMBJ • » ENDUR KYNNTIR ÁRNI GUNNARSSON Árni Gunnarsson hefur verið þingmaður kjördæmisins síðan 1978. Árni er í framboði í fyrsta til þriðja sæti listans. ARNLJOTUR SIGURJÓNSSON Arnljótur Sigurjónsson raf- virkjameistari Húsavík er í framboði í fyrsta til þriðja sæti listans. Arnljótur er fæddur á Húsa- vík 17. október 1926. Foreldrar hans eru Sigurjón Ármannsson bæjargjaldkeri Húsavík og Þór- halla Bjarnadóttir kona hans. Arnljótur tók sveinspróf íraf- virkjun á Akureyri árið 1949 og hefur starfað sem rafverktaki á Húsavík frá 1951. Hann var kjörin í bæjarstjórn Húsavík- ur 1966 og hefur verið bæjar- fulltrúi þar í 12 ár, þaraf fjögur ár forseti bæjarstjórnar og er nú varabæjarfulltrúi. Hann hefur setið í bæjarráði og fjölmörg- um nefndum og stjórnum á vegum bæjarins. _ Arnljótur á sæti í stjórn Útgerðarfélagsins Höfða hf. sem rekur tvo skuttogara á Húsavík. Hann er stjórnar- maður í Hvammi, dvalarheim- ili aldraðra á Húsavík, sem byggt var og rekið sameigin- lega af sveitarfélögunum frá Raufarhöfn til Bárðardals og Ljósavatnshreppa. Arnljótur er einn af þremur ritstjórum Árbókar Þingeyinga. Hann er formaður sóknar- nefndar Húsavíkurkirkju og á sæti í stjórnum ýmissa félaga- samtaka á Húsavík. Arnljótur er frumkvöðull þess að hafin var rannsókn á byggingu trjákvoðu verksmiðju á Húsavík. Þessi rannsókn hófst íbyrjunárs 1980 og hefir staðið síðan. Forkönn- un var hafin af Arnljóti og síðan gerð á vegum Húsavíkurkaup- staðar. Rannsókn þessi fer nú fram á vegum ríkisins, og er á lokastigi. Áætlað er að trjá- kvoðuverksmiðjan muni veita um 130 manns atvinnu og hafa afgerandi þýðingu fyrir héraðið í heild. Arnhljótur er kvæntur Ástu Jónsdóttur hússtjórnarkennara og eiga þau tvær uppkomnar dætur. HREINN PÁLSSON Hreinn Pálsson Akureyri er í framboði í öðru til þriðja sæti listans. Hreinn Pálsson er fæddur 1. júní 1942 að Hálsi, Fnjóskadal. Foreldrar Hulda Guðnadóttir og Páll Ólafsson. Ólst upp í Eyjafirði og á Akureyri. Stúdent frá M.A. 1962 og lauk kandidatsprófi í lögfræði frá Háskóla íslands vorið 1970. Gerðist þá bæjarlögmaður hjá Akureyrarbæ, en gegndi jafn- framt til 1975 starfi fram- færslufulltrúa, og síðar félags- málastjóra til 1975, en í fullu starfi sem bæjarlögmaður síð- an. Hefur auk þess rekið fast- eignasölu og sinnt nokkuð lög- fræðistörfum. Hefur gegnt ýmsum trúnað- arstörfum á vegum Alþýðu- flokksins, frá því hann var kjör- inn formaður nýendurreists Félags ungra jafnaðarmanna haustið 1959, s.s. verið formað- ur kjördæmisráðs, fulltrúaráðs og síðast formaður Alþýðu- flokksfélags Akureyrar, enn- fremur setið í flokksstjórn til- nefndur af kjördæmisþingum og setið nokkur undanfarin skipti flokksþing. Kvæntur er hann Margréti Ólafsdóttur og eiga þau 4 börn, 1 dóttur og 3 syni. JÓSEF SNÆLAND GUÐBJARTSSON Jósef Snæland Guðbjartsson Akureyri er í framboði í fyrsta til þriðja sæti listans. Jósef er fæddur á Akureyri 8. nóv. 1949 og hefuralist þarupp. Hann er sonur Guðbjartar Snæ- björnssonar fyrrum skipstjóra og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Torfufelli í Eyjafirði. Jósef er gagnfræðingur frá Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Hanner með bóklegt og að hluta verk- legt atvinnuflugpróf, en það nám stundaði hann bæði á Akureyri og í Reykjavík, auk námskeiðs, sem hann sótti til U.S.A. Hann hætti flugmanns- námi vegna fjárhagsástæðna og vegna slæmra atvinnuhorfa á vinnumarkaði flugmanna hér- lendis. Jósef er kvæntur Hjördísi Agnarsdóttur og eiga þau tvö börn, Þóru 13 ára og Rúnar 8 ára. Jósef hefur nú sl. tvö ár verið starfsmaður F.S.A. sem gæslu- maður á G-deild sjúkrahússins. Grein eftir Jósef um tilgang hans með framboðinu og hans áhugamál birtist á innsíðu blaðs ins. Frá kjörstjórn prófkjörs Alþýöuflokksins á Akureyri Athygli er vakin á prófkjöri Alþýðuflokksins, sem haldið verður í Alþýðuhúsinu, laugardaginn 29. jan., kl. 11-18 og sunnudaginn 30. janúar kl. 11-19. Frá Kjördæmisráði Alþýðuflokksins Almennur fundur verður haldinn á Hótel Varðborg laugardaginn 22. janúar nk. kl. 13.30. Allir frambjóðendur í prófkjöri Alþýðuflokksins í kjör- dæminu mæta á fundinn. Almennar umræður og fyrirspurnir. Kjördæmisráð.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.