Alþýðumaðurinn - 21.01.1983, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 21.01.1983, Blaðsíða 2
Jósef Guðbjartsson skrifar: Verðum að gera stórátak í atvinnumálum Þau eru mörg málefni þessa kjördæmis sem taka verður á, ég ætla hér að neðan að minnast lauslega á nokkur atriði sem ég mun beita mér fyrir ef ég næ því marki sem ég stefni að. Eg gerði mér fljótt grein fyrir því eftir að ég tók ákvörðun um að fara í þeta prófkjör, að ég þekki mál- efni þessa kjördæmis alls ekki nógu mikið og reyndi því að ráða bót á því með að fara á fundi um kjördæmið og ég rakst fljótt á að það virðist vera megn óánægja með hversu þingmenn okkar hér í kjördæminu hafa staðið sig illa fyrir okkar hönd og er þar engin undanskilinn. Málefni kjördæmisins I atvinnumálum stöndum við vægast sagt á ystu nöf. Eg mun beita mér fyrir stórátaki í atvinnu- málum, hinir smærri byggða- kjarnar hér í kjördæminu eru byggðir utan um að mestu leyti fiskveiðar og vinnslu, sem í sjálfu sér er ágætt en of einhæft. Hugsum okkur ef um verulegan samdrátt yrði að ræða í fiskveið- um hvað myndi þá handa þessa staði, íbúar myndu flytjast á brott og eftir stæðu mannvirki og byggingar engum til gagns. Verðmætum væri kastað á glæ, fyrir nú utan hina félagslegu hlið. Eg mun beita mér fyrir aukinni úrvinnslu þeirra hrá- efna sem við nú þegar öflum og einníg aukinni fjölbreytni í atvinnulífi. Eg mun beita mér fyrir bættum og auknum framkvæmd um í samgöngumálum. Þar er mikið verk óunnið. Eg vil styrkja og stækka okkar landshluta flugfélag (F/N)og á það reyndar við um öll landshlutaflugfélögin og þau þyrftu að eflast. Eg vil að hver landshluti eigi sinn móður- flugvöll ef svo má segja (hér á Akureyri) og útfrá honum annist hin ýmsu smærri flugfélögdreif- ingu. Með þessu myndum við spara stórfé. Við þyrftum ekki að byggja upp eins marga stóra flugvelli. Flugleiðir önnuðust þá eingöngu flug á þessa móður- flugvelli sem yrðu t.d. 4 á öllu landinu og síðan tækju lands- hlutaflugfélögin við, þjónusta myndi batna til muna. I vega- málum vil ég gjörbreyta um aðferðir ég mun beita mér fyrir því að stóraukið verði við framkvæmdir í vegagerð og breytt um leiðir í því sambandi, en á því sviði erum við langt á eftir og þetta kjördæmi hefur hlotið alminnsta skerfinn hvað varðar vegaframkvæmdir á landinu sem er aftur dæmi um linkind okkar þingmanna og áhugaleysi. Stórátak í atvinnumálum A sviði atvinnumála og sam- göngumála verður því að gera stórátak og það strax og ég mun vinna að því, hljóti ég til þess nægan stuðning í þessu próf- kjöri. Eg vil geta þess varðandi stóriðju, að ég er meðmæltur henni svo framarlega að komið verður í veg fyrir mengun og, að félagsleg röskun verði sem minnst, en hins vegar er ekki víst, að við íslendingar ættum að eiga nokkuð í slíku fyrirtæki því að ef ufn halla á svona fyrirtæki er að ræða, erum við ekki færir um aðbera hann uppi til lengdar (bendi á að við borgum 50 millj. með járnblendinu á Grundar- tanjja þetta árið ’82). Eg ætla að víkja að hinum mannlega þætti þ.e.a.s. félags- málunum á því sviði er þörf á stórátaki í málefnum aldraðra öryrkja og sjúkra en á þessu sviði þekki ég nokkuð vel til vegna míns starfs. í málefnum aldraðra vil ég gera stórátak en það er ekki þar með sagt, að í því felist að við ættum að auka mikið byggingar dvalarheimila heldur mun frekar að gera þeim öldruðu það kleift að dveljast lengur út í þjóðfélaginu og miðla af þekkingu sinni og reynslu, en þessu fólki verðum við að útvega það besta og launa þannigfyrir það sem það hefur veitt okkur og landi sínu. I málefnum ör- yrkja og sjúkra er margt ógert ég vil að við gerum t.d. hreyfi- hömluðum kleift að eyða sínum dögum hér í sinni heimabyggð en á því er mikill misbrestur og þeirsem mikiðeru fatlaðir verða að sækja alla sína þjónustu að mestu leyti á Suðurland og flytjast því þangað í stórum mæli. Þessu vil ég breyta og því verður að breyta. í málum fjölskyldna er þörf á átaki en þar er mikill akur óplægður og vanda- mál fjölskyldna eru mikil, ég vil benda á könnun sem gerð var í Rvík nú fyrir skömmu sem sýndi að fimmta hvert barn í einum skóla þurfti á sérkennslu að halda og ástæðan var heimilisástæður. Þetta er uggvænlegt og verður að taka föstum tökum, Helstii stefnumái 1) Eg mun beita mér fyrir stór- auknum sparnaði hjá hinu opin- bera án skerðingar félagslegrar þjónustu og án aukinna skatta. Það er hægt. 2) Eg vil stórauka og efla íslenskan iðnað og auka útflutn- ing og nýta í því sambandi margt sem hingað til hefur ekki verið gert (t.d. list, hljómlist, myndlist osfrv.). Einnig fullnýta þær afurðir sem við í dag vinnum úr, en ekki flytja þær úr landi meira og minna óunnar bæði í fisk og landbúnaði. Og ég er ekki sammála stefnu míns flokks í landbúnaðarmálum. 3) Eg vil auka samvinnu stjórnvalda og hins almenna borgara og efla áhrif hins almenna borgara og efla áhrif hins almenna kjósenda á stefnu og skoðanir stjórnvalda með því að beita þjóðaratkvæðagreiðslu í ríkum mæli við hin veigameiri mál. 4) Eg vil að þing starfi allt árið með aukinni vinnu. Þá næst betri árangur. 5) Eg vil endurskoðun á inn- flutningi okkar sem keppir við íslenskan iðnað en í því sam- bandi er um margar leiðir að ræða. 6) Eg vil breyta söluaðferðum okkar á útflutningsafurðum með því gætum við selt alla okkar framleiðslu, án allra niður- greiðslna. 7) Eg vil að stjórnvöld geri einstaklingum og fyrirtækjum i landinu kleift að koma fram- leiðslu sinni á framfæri án boða og banna og nýta þannig hugmyndir og hyggjuvit sem nóg er í landinu ónýtt. 8) Ég vil aukna aðstoð við íþróttahreyfinguna og einstakl- inga innan hennar sem skara frammúr en þar er pottur brot- inn og íþróttamenn okkar og konur hafa barist hetjulega innan- og utanlands við að halda uppi heiðri lands og þjóð- ar án mikillar aðstoðar, en það er einhver besta auglýsing okkar að skara frammúr á sem flest- um sviðum. 9) Ég vil jafnrétti milli kynja og á launum, allt það sem við karlmenn eigum skilið á konan margfalt. Ég vil frið í heiminum og þar getum við Islendingar verið í fararbroddi t.d. í afvopn- unarmálum. Við erum í varnar- bandalagi og getum gert kröfur innan þcss. 10) Eg mun aldrei hvorki innan míns fiokks né í samstarfi við aðra samþvkkja launaskerðingu á hinn almenna launþega. Lokaorð Þetta er aðeins örlítið af því marga sem ég hef á minni stefnu- skrá en vegna plássleysis vcrður ekki hér farið nánar út í þá sálma. Ég vil svona alveg að lokum biðja ykkur kjósendur um stuðning við mig í þessari baráttu sem eflaust verður erfið þar sem ég á við mér mun þekkt- ari menn að eiga en ég vil geta þess að ég fer í þessa baráttu sem einstaklingur og án stuðnings frá nokkrum aðila því ef ég ekki sigra einn þá á ég ekki sigur skilinn. Nái ég árangri ætla ég að vinna fyrir ykkur. Ég er ekki að berjast til að hljóta einhverja virðingu eða góða stöðu heldur til að koma ykkar vonum og óskum á fram- færi því hvet ég ykkur til að hafa samband við mig. Jósef Snæland Guðbjartsson Prófkjör Alþýðuflokksins KJÖRSEÐILL Athugið: (Til þess að atkvæði sé gilt) 'Á Kjósa ber í 3 sæti ★ Einungis má kjósa einn frambjóðanda í hvert sæti tAt Ekki má kjósa sama frambjóðanda í nema eitt sæti . sæti r—Ti 2. sæti □ 2. sæti 3. sæti □ 3. sæti Arnljótur Sigurjónsson □ . sæti Árni Gunnarsson □ □ 2. sæti □ 3. sæti Hreinn Pálsson 1. sæti r—1 □ 2. sæti □ □ 3. sæt □ Jósef S. Guðbjartsson □ Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða SJÚKRALIÐA í starf umsjónar- manns á Geðdeild sjúkrahússins Spítalastíg 11. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 1983. Hjúkrunarforstjóri veitir upplýsingar og tekur á móti umsóknum. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða sérfræðing í lyflækningum, með sérstöku tilliti til meltingarsjúkdóma og innspegl- unar, við lyflækningadeild sjúkrahússins. Staðan veitist frá 01. 04. 1983. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir lyflækn- ingadeildar, sími 96-22100. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins eigi síðar en 15. 03. 1983. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir að ráða RÖNTGENTÆKNI. Upplýsingar um stöðuna gefurdeildarröntgentæknir F.S.A. í síma 96-22100. Umsóknum sé skilað til fulltrúa framkvæmdastjóra. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Skíðalyfturnar Hlíðarfjalli VERÐLISTI: FuIlorðnir 1 dagur allar lyftur 105 kr. 1/2 dagur allar lyftur 80 kr. 1 kvöld allar lyftur 50 kr. vetrarkort allar lyftur 1.550 kr. Þeir sem fæddir eru 1967 eða fyrr greiða fullorðinsgjald. Börn 55 kr. 35 kr. 25 kr. 750 kr. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR íbúð til sölu Til sölu er íbúðin Furulundur 6k, sem er byggð skv. lögum um leigu- og söluíbúðirsveitarfélaga. fbúðin er þriggja herbergja í raðhúsi, og selst hún á matsverði miðað við gildandi bygginga- vísitölu. Umsóknareyðublöð fást afhent á bæjar- skrifstofunni, Geislagötu 9. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 25. janúar 1983 Akureyri, 12. janúar 1983. Bæjarstjóri. 2- ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.