Alþýðumaðurinn - 12.04.1983, Page 2

Alþýðumaðurinn - 12.04.1983, Page 2
—leiðari - ÞEIRRA RAÐ HAFA VERIÐ REYND! 12 Framsóknarár + 8 Alþýðubandalagsár + 8 Sjálfstæðisflokksár =70% verðbólga í tólf ár hafa Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og sjálfstæðis- menn ráðið ferðinni, en Alþýðuflokkur verið utan ríkisstjórnar að undanteknu rúmu ári. Framsóknarflokkur hefur verið í ríkisstjórn öll þesi 12 ár, Alþýðubandalagið í 8 ár og sjálfstæðismenn í 8 ár. Þeir hafa beitt sínum ráðum og aðferðum. Nú blasir árangurinn við: Atvinna er ótraust, verðbólga hrikaleg (líklega um 70%) og erlendar skuldir hafa hlaðist upp, svo að nemur nú um 500 þús. kr. á hverja 5 manna fjölskyldu. Við þetta bætist, að aldrei hefur verið erfiðara að koma sér upp húsnæði á íslandi en einmitt nú. Lánakjör til húsnæðisöflunar eru nánast ómannúðleg. Alþýðuflokkurinn gerði tilraun til þess að ná fram gerbreyttri efnahagsstefnu á því rúma ári sem hann sat í ríkisstjórn. Þegar full- reynt var, að hinir flokkarnir mundu ekki fást til þess, fór Alþýðu- flokkurinn úr ríkisstjórninni, enda var augljóst, að með óbreyttum aðferðum stefndi í það ástand sem nú er runnið upp. Við vildum ekki sitja í ríkisstjórn, sem ekki skilaði árangri og bregðast þannig stefnu- málum okkar, eins og hinir flokkarnir hafa tíðkað og eru enn að. Okkar stefna felur það í sér, að hætt verði að bjarga sér á skamm- tímaráðum, sem endast einungis fáeina mánuði. Við viljum breyta stefnunni í atvinnumálum, þannig að það fé, sem nú fer í óhóflegan togarainnflutining, útflutningsbætur og hallærislán, fari í að skapa ný arðbær störf. Vísitölukerfið er úrelt. í stað þess viljum við samn- ing um launaþróun, lágmarkslaun og afkomutryggingu, til að verja kjör launafólks. Rjúfa verður samtryggingu ábyrgðarleysis, sem birtist í bakreikningum á ríkið og gera sérhvem aðila ábyrgan fyrir eigin ákvörðunum. í húsnæðismálum viljum við að bankakerfinu verði þegar gert að veita viðbótarlán til Iangs tíma (20 ára), vegna íbúðarkaupa, en síðan verði húsnæðislánakerfinu útvegað fjármagn í samræmi við tillögur Alþýðuflokksins um hækkun lána í 80% af íbúðarverði. Jafnframt viljum við koma á kaup-leigu fyrirkomulagi við íbúðaröflun. I utanríkismálum hefur Alþýðuflokkurinn beitt sér sérstaklega gegn kúgun og mannréttindabrotum og m.a. flutt tillögur um það efni varðandi EI Salvador, Tyrklandi og Suður-Afríku. Fyrirkomu- lag öryggismála á íslandi telur flokkurínn að hafl tryggt okkur frið og óhyggilegt sé að breyta því einhliða. Alþýðuflokkurínn leggur jafn- framt áherzlu á nauðsyn gagnkvæmrar afvopnunar og styður við- leitni friðarhreyflnga í þeim efnum. Þetta er stutt upptalning á stefnumiðum okkar Alþýðuflokks- manna í fáeinum atriðum og fleiri eru vitaskuld ótalin, en jafnaðar- stefnan er grundvallarstefnumiðið. Hitt er ljóst, að hinir flokkarnir hafa spreytt sig á landsstjórninni og bera ábyrgð á ástandinu, en þær leiðir sem Alþýðuflokkurinn boðar hafa ekki verið reyndar. Við teljum að nú sé þörf á kaflaskiptum í stjórnmálum, því að betri leiðir bjóðist en þær sem beitt hefur verið sl. 12 ár, og við viljum Iáta á þær reyna. Við væntum þess, að þú takir þátt í kosningunum sem framundan eru og vandir val þitt vel. Okkar sammfæring er sú, að það geti orðið afdrifaríkt til þess að knýja fram breytingu að Alþýðuflokkurinn hljóti til þess styrk að koma sínum leiðum fram. Hreinn Pálsson: ATVINNUVEGIR - ATVINNULEYSI að ekki verði hægt með öllum til- tækum ráðum að bægja atvinnu- leysi frá hið fyrsta í frumatvinnu- greinunum hljóti sökum þessara nánu tengsla að verða snöggaukið atvinnuleysi fyrr en varir. Ýmsir vaxarbroddar hafa þó á síðustu tímum sést t.a.m. í raf- eindaiðnaði, fiskirækt í ám og vötnum og loðdýrarækt. - Að þessum greinum þarf að hlúa því að þær breikka undirstöðuna og auka fjölbreytni. Hitt er ekki síður mikilsvert að taka stærri skref jafnframt og hvað stendur þá nær en eins konar stóriðnaður eða iðja. Slíkt er í margra augum bannorð en þó held ég að í raun og veru séu andstæðingarnir stórum færri en við hyggjum. Að vísu virðast jafn- vel heil stjórnmálasamtök taka af lítiili fyrirhyggju upp harða af- stöðu gegn stóriðju og telja hana af hinu vonda en mest eru þetta þó ýmsir hrópendur í eyðimörk ráðleysisins sem ekki hafa áttað sig á samsetningu þjóðfélagsins og hverja stefnu atvinna eða fremur atvinnuleysi er að taka. Það má enginn taka orð mín svo að ég vilji leggja neitt það niður sem fyrir er, við hljótum vonandi um óralanga framtíð að treysta á sjávarútveg og landbúnað, en út- þensla þessara greina er takmörk- uð og flest bendir til þess að við verðum að fara okkur hægar í að ausa úr þeirri gullkistu sem hafið er og verður markaður fyrir land- búnaðarafurðir er því miður sem stendur ekki nógu góður, né verð- ið nógu hátt til að slíkt standi undir sér með góðu móti og því hlýtur að verða að efla margs kyns iðnað stóran sem smáan á næstu árum og veita þeim iðnaði sem nú er fyrir hendi sömu skilyrði og hinum höfuðatvinnuvegunum tveim. Fjölskyldunámskeið Þann 18. apríl kl. 20 hefst að Hrísalundi fjög- urra vikna námskeið. Námskeiðið fjallar um almenna mannrækt og er einkum miðað við þá sem búa við og hafa áfengis- vandamál. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, kvikmyndum og hópaumræðum. Nánari upplýsingar gefur Félagsmálastofnun í síma 25880 og Guðrún í síma 21177 á kvöldin. Einnig er tekið á móti þátttökutilkynningum á sömu stöðum. Samstarfshópur Félagsmálastofnunar og einstaklinga. Þegar hugað er að brýnustu mál- um þessa kjördæmis verður strax vart við, að ekkert skiptir okkur meira máli en næg atvinna fyrir alla. Án hennar er ekkert sem blómgast getur og ömurlega getur hlutskipti okkar allra varla orðið en það að atvinnuleysi setjist að til frambúðar. Ýmsir, þar á meðal jafnvel ýmsir stjórnmálamenn virðast sem nú er alltaf hafi verið dulið Hreinn Pálsson atvinnuleysi sem fyrst komi fram, þegar kerfisbundið sé farið að skrá atvinnuleysisdaga og ein- staka tala jafnvel um falskt atvinnuöryggi, hvað sem það nú er. Öll þekkjum við hversu einhæf atvinnustarfsemi okkar er og hef- ur næstum engin breyting orðið þar á um langa hríð. Við slíkar aðstæður og þar sem flest tengist eðlilega öðru, ýmsar hliðargreinar byggja á aðal- atvinnuvegunum, fiskveiðum og landbúnaði s.s. mörg þjónusta, bæði verkstæði og verslanir hlýtur samdraftur í aðalatvinnugreinum að koma mjög fljótt fram á hliðar- greinunum og ótti minn er því sá Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri auglýsir eftir yfirljósmóður á fæðingadeild Staðan er laus frá 1. júlí n.k. Umsóknarfrestur er til 10. maí 1983. EINNIG ÞARF AÐ RÁÐA: Hjúkrunarfræöing með sérnám í svæfingum Fræöslustjóra I hjúkrun Hjúkrunarfræöinga á öidrunadeild (Sel I) Hjúkrunarfræöinga til sumarafleysinga á ýmsar deildir sjúkrahússins. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. 2 - ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.