Alþýðumaðurinn - 12.04.1983, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 12.04.1983, Blaðsíða 5
)- JNGU - Nokkrar hugleiðingar um efnahagsmál Svo eru til aðrir þingmenn og ráðherrar, sem álita að vandi þjóðarinnar verði leystur með stjórnarskrárbreytingum og hverskonar kerfisbreytingum á þjóðfélaginu. Slíkar breytingar geta vissulega leiðrétt margvís- legt misrétti, en þær leysa ekki efnahagsvandann. - Þess vegna verður að gera kröfu til allra stjórnmálaflokka, að þeir leggi þegar fram klárar og kvitt til- lögur um efnahagsmál. Um þær verður kosið. Við skulum muna, að á 20 mánuðum var nýkrónan gerð að 48 aurum og að á síðasta ári hækkaði hver Bandaríkja- dollar yfir 100%. En hvað vill Alþýðuflokk- urinn? 11. Við viljum gera tilraun með aukið frjálsræði í viðskiptum þar sem samkeppni á markaði telst vera nægileg. 12. Við viljum að ríkisvaldið sjálft gangi á undan með góðu fordæmi, þegar almenningur er krafinn um fórnir, með því að takmarka umsvif ríkisins; að tekjurnar verði ákveðnar fyrst - svo útgjöldin. Við krefjumst þess að ríkið hætti að lifa um efni fram. 13. Við viljum minnka hlut- deild fjárfestingar í þjóðarfram- leiðslunni, nú þegar þjóðartekj- ur dragast saman og erlendar skuldir eru komnar umfram hættustig. Hagvaxtarstefnu gegn stöðum og atvinnuleysi: 1. Við viljum afkomutrygg- ingu þeirra fjölskyldna, sem eiga að lifa af tekjum einnar fyrir- vinnu á óyfirborguðu taxta- kaupi. 2. Við viljum nýjan og raun- hæfan vísitölugrundvöll, sem síðan verði endurskoðaður reglulega. 3. Við viljum skila húsnæðis- lánakerfinu tekjustofnum þess, og gera kleift að hækka lán til þeirra sem byggja í fyrsta sinn og lengja lánstímann. 4. Við viljum, að greiðslu- byrði húsnæðis- og lífeyrissjóðs- lána miðist við ófalsaða kaup- gjaldsvísitölu. 5. Við viljum efla innlendan sparnað með því að allir almenn- ir sparisjóðsreikningar verði verðtryggðir og að vextir á spari- fé verði færðir og greiddir mánaðarlega. 6. Við viljum að þeir sem spara reglulega geti áunnið sér aukin lánsréttindi þegar þeir byrja að byggja. 7. Við krefjumst þess að út- flutningsbætur verði afnumdar í áföngum. 8. Við krefjumst þess að hætt verði að miða búvöruverð til framleiðenda við laun launþega. 9. Við viljum stöðva nýjar erlendar lántökur umfram erlendan kostnað arðbærra framkvæmda og nauðsynlegan gjaldeyrisvarasjóð. 10. Við viljum banna innflutn- ing fiskiskipa í tvö ár. 14. Við viljum draga úr óarð- bærri fjárfestingu í hnignandi greinum, sem komnar eru að endimörkum vaxtar, en auka fjárfestingu í vaxtargreinum, orkufrekum iðnaði, smáiðnaði, fiskeldi og nýjum búgreinum. 15. Við viljum draga úr lög- bundinni sjálvirkni ríkisút- gjalda. 16. Við viljum endurskoða tekju- og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga með því að færa fleiri verkefni ásamt fjármunum og ábyrgð, yfir til sveitarstjórna. 17. Við viljum aukið sjálfs- forræði sveitarstjórna yfir gjaldskrá sína. 18. Við viljum afnema tekju- skatt til ríkisins - sveitarfélögin fái þann tekjustofn til umráða. 19. Við viljum samræmt líf- eyrisréttindakerfi fyrir alla landsmenn, skv. gegnumstreym- iskerfi. 20. Við viljum afnema Fram- kvæmdastofnun rikisins í núver- andi mynd, sameina alla fjár- festingarlánasjóði atvinnuvega í einn sjóð, sem rekinn verði á viðskiptagrundvelli og útlána- kjör samræmd. 21. Við viljum, að stjórnmála- menn hætti pólitískri ráðstjórn yfir fjárfestingarákvörðunum og lánsfjárskömmtun í atkvæða- skyni. 22. Við viljum að þingmenn þjóðarinnar hætti að vera vanda- mál; við ætlumst til þess að þeir leysi vandamál, með því að setja lög, móta almenna stefnu og fylgjast með framkvæmd laga. Pappírsverksmiðja af svipaðri stærð og fyrirhugað er að setja upp á Húsavík. Arnijótur Sigurjónsson: Nýjar atvinnugreinar, ný sjálfstæðisbarátla Sjaldan eða aldrei hefir umræða um atvinnuöryggi og vangavelt- ur um þróun atvinnu í náinni framtíð hér í kjördæminu verið jafn mikil og nú þessar vikurnar. Menn eru kvíðandi. Hvað er framundan? Halda menn vinn- unni? Hvert verður nýju fólki á vinnumarkaði beint? Svörin liggja ekki á lausu. Það er samdóma álit að mögu- leikar hinna hefðbundnu undir- stöðuatvinnuvega til þess að taka við fleira fólki séu ekki til staðar. Byggingariðnaðurinn býr við þröngan kost. Fjársvelti, verkefnaskort og óhóflega sam- keppni erlendis frá. Svo má lengi telja bæði til sjávar og sveita. Nú á vordögum blasir við að fyrirtæki, sem árvisst hafa tekið við fólki til sumarvinnu, hafa nú til þess litla eða enga möguleika. Fiskafli hefur dreg- ist saman. Dýrtíð hefur vaxið svo geigvænlega að enginn lág- launamaður getur slakað á ef ekki á illa að fara. Húsmæður sem hafa unnið utan heimilis hálfan daginn neyðast nú til þess að vinna fullan vinnudag til þess að bjarga búi. Þetta þrengir möguleika ungs fólks til sumar- vinnu og útilokar það frá henni ef ekki koma til nýir nú óþekktir atvinnumöguleikar. Þess utan er það hreinasta þrælahald að húsmóðir sé neydd til slíkar vinnu sem hefur og í för með sér tvöfaldan vinnudag hennar. Þessu ástandi verður að linna. Ráðst verður að verbólgunni með markvissum aðgerðum og tryggja góða atvinnu fyrir allar vinnufúsar hendur. Þetta er að mínu mati hægt, en það kemur ekki fyrirhafnarlaust á neinu silfurfati. Þessi mál verðum við að leysa með eigin frumkvæði, frumkvæði fólksins sjálfs. Til þess þarf fyrirvaralausa sam- stöðu. „Þetta land á ærinn auð ef menn kunna að nota hann“. Mér er fullljóst að þetta gerum við ekki án þess að taka í þjónustu okkar í ríkara mæli en hingað til, auðlindir sem iand okkar býr yfir. Þar á ég sérstaklega við vatnsorku og háhita. Við þurf- um að forkanna alla möguleika og velja kosti þá sem best horfa við þörfum okkar og getu. Allar þessar rannsóknir eru tímafrek- ar og vandasamar, þess vegna má ekki sofa á verðinum. Með markvissu átaki og samstöðu tekst þetta. Nú á þessu vori eru liðin þrjú ár frá því að hafin var rannsókn á uppbyggingu stórfyrirtækis í iðnaði hér á Húsavík. Þessar rannsóknir eru nú komnar á loka- og ákvörðunarstig. Það var fyrir frumkvæði heima- manna að ráðist var í þessar um- fangsmiklu rannsóknir og veltur nú á miklu að Þingeyingar sýni þá nauðsynlegu samstöðu til þess að mál þetta nái fram að ganga. Málið er mjög strórt og þýðngarmikið. Ég hef lýst því sem skoðun minni að það hafi ekki minni þýðingu fyrir héraðið nú en stofnun kaupfélaganna hafði fyrir hundrað árum síðan. Með nýtingu raforkunnar úr vatnsföllum og háhita frá Þeystareykjum, hafnaraðstöðu á Húsavík og annarri þjónustu-' aðstöðu opnast möguleikar fyrir nægri vel launaðri atvinnu og góðu mannlífi í héraði okkar. Þetta verkefni er svo stórt og heillandi og allir héraðsbúar ættu að sameinast í því átaki. Það er slík samstaða sem áður hefur Iyft grettistaki og aðeins með henni náum við að tryggja örugga og hagsæla búsetu af- komenda okkar hér við þau lífs- kjör sem þeimber. „Við verðum að kunna að nota auðlindir okkar.“ Með traustri undirstöðu þar sem eru náttúruauðlindir okkar tekst okkur að grundvalla aðra nauðsynlega atvinnu hér í kjördæmi okkar til fram- búðar. Nýtine þeirra er al- gjör forsenda fyrir allri annarri uppbyggingu, svo sem alhliða þjónustustarfsemi, byggingar- iðnaði og öðrum smærri iðnaði, sem á eðlilegan hátt kemur samhliða og í kjölfar slíks stór- átaks í undirstöðu atvinnu. Með aukinni rafvæðingu þarf að koma stórhuga uppbygging iðnaðar í öllu kjördæminu. Með þvf eina móti tryggjum við atvinnu fyrir unga fólkið okkar. Það er stórhuga, byggir vandað- ar og fallegar íbúðir og innbú, klæðir börnin vel og fæðir. Það á og verður að lifa með reisn hins frjálsa manns. Eyfirðingar verða sem allra fyrst að taka ákvörðun í stóriðjumálum sínum. Þar er að finna lykil að framtíðar velferð þeirra blómlegu byggða. Með nútíma þekkingu er hægt að fyrir i byggja öll mengunarslys. í bygg- ingu fyrirtækja sem nota orku í ríkum mæli verður að gæta fyllstu varúðar og taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, en þau mega ekki ráða ferðinni alfarið. Undirbúningur fram- kvæmda á svo viðkvæmu lands- svæði hlýtur að vera tímafrekur. Þess vegna þola málin ekki lengri bið. Allur sá fjöldi ungs fólk, en búið hefur um sig á Akureyri og nágrannabyggðum, byggt sér hús og íbúðir samfara miklum skuldbindingum, á ung börn og vill lifa mannsæmandi lffi, þolir ekki átök við vofu atvinnuleysis. Þess vegna verður að stíga skref- ið strax. Þessi lýsing á raunar við í öllu kjördæminu. Atvinnuvegir þess eru einhæfir og flestar til- raunir til fjölbreytni fálmkennd- ar og áhrifalitlar. Ef laða á ungt fólk til búsetu í kjördæminu verður að taka þessi mál miklu fastari tökum en gert hefur verið að undanförnu. Alþýðuflokkurinn vill leggja þessum málum lið og er reiðu- búinn að vera í forystu þeirrar sóknar. Unga fólk. Veitið Alþýðu- flokknum fylgi til þess að svo megi verða með atkvæði ykkar í kosningunum 23. apríl n.k. Húsavík 9. aprfl 1983 Arnljótur Sigurjónsson ALÞÝÐUMAÐURINN - 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.