Alþýðumaðurinn - 12.04.1983, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 12.04.1983, Blaðsíða 8
Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. ALÞÝÐUMAÐURINN —Á söluskrá:---------------------------- Tveggja herbergja íbúðir: Tjarnarlundur: önnur hæð einstaklingsíbúð. Smárahlíð: önnur hæð, íbúð í sérflokki. Strandgata: Jarðhæð, ódýr íbúð. Þriggja herbergja íbúðir: Skarðshlíð: Fyrsta hæð. Gránufélagsgata: Önnur hæð, skipti á dýrara. Furulundur: 50 fm íbúð í 2ja hæða raðhúsi. Víðilundur: Fyrsta hæð. Fjögurra herbergja íbúðir: Oddeyrargata: Neðri hæð, ásamt hluta af kjallara. Akurgerði: Raðhúsaíbúð með bílskúr, laus strax. Borgarsíða: Fyrirhuguð bygging á einbýlishúsi í sumar, ástand við afh. samkomulags. Teikningar á skrifstofunni. Álfabyggð: Stórt einbýlishús. Skipti á minna hús- næði. Simsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf opið frá Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21878 kl. 5-7 e.h. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jónsson, sölumaður AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 13. apríl kl. 20-22 verða bæjarfull- trúarnir Freyr Ófeigsson og Valgerður Bjarnadóttir til viðtals í fundastofu bæjarráðs, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. AKUREYRARBÆR Byggingalánasjóður Akureyrar Lánsumsóknir Auglýst er eftir umsóknum um lán úr Bygg- ingalánasjóði Akureyrar. Samkvæmt reglu- gerð sjóðsins er megintilgangur hans að veita lán til kaupa, viðhalds og endurbóta á gömlum húsum á Akureyri. Að jafnaði skal ekki lána til yngri húsa en 35 ára. Skilyrði fyrir lánveitingu eru: a) Að lánbeiðandi hafi verið búsettur í bænum síðastliðin þrjú ár. b) Að uppdráttur að íbúð eða húsi hans hafi verið samþykktur af bygginga- nefnd. c) Að lánbeiðandi geti veðsett viðkom- andi eign fyrir láninu. d) Að fyrir liggi umsögn byggingafull- trúa um ástand hússins. Sé um að ræða umsókn til viðhalds eða endurbóta á gömlu húsi skal umsækjandi gera grein fyrir 1) að hvaða endurbótum skal vinna, 2) hver áætlaður kostnaður við endurbæturnar er og 3) hve langan tíma áætlað er að endurbæturnar taki. Þegar endurbótum á fasteigninni er lokið skal lántaki til- kynna um það til byggingafulltrúa. Lán úr sjóðnum eru verðtryggð en bæjarráð ákveður lánsupphæð og lánskjör að öðru leyti. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni og skal skila umsóknum þangað fyrir 1. maí. Akureyri, 11. apríl 1983. Bæjarstjóri. Aðrir valkostir Fæðingarhríðir núverandi ríkis- stjórnar voru sem kunnugt er bæði langar og strangar og svo virðist einnig ætla að verða um fjörbrot hennar sem hófust í raun í ágústmánuði síðastliðnum þegar sett voru hin margfrægu, eða eig- um við að segja illræmdu bráða- birgðaiög. Nú í dag á hún líf sitt fyrst og fremst að þakka miskunn- semi Sjálfstæðisflokksins guðföð- ur síns, sem á útmánuðum sá til þess að greyið fengi að tóra eitt- hvað fram á vordaga, þó hann hefði aðeins stuttu áður marglýst því yfir að hún væri óbermi hið mesta sem aldrei skyldi þrífast. Hér skal ekki farið út í það að tíunda afreksverk þessarar stjórnar, en vísað til afbragðs heimildar þar um sem er neyðar- áætlun Alþýðubandalagsins sem birt var nú í vetur. Taka verður hana trúanlega í flestum greinum þó svo ekki sé hún unnin á Mogg- anum eins og ætla mætti heldur bent á það að til eru aðrir valkost- ir en þeir sem á oddinn hafa verið settir í tíð núverandi ríkisstjórnar og raunar þeirra ríkisstjórna sem setið hafa hinn síðasta áratug sem ýmsum hefur verið kenndur við Framsókn. Nefna má skynsam- lega auðlindanýtingu í stað hinnar skefjalausu rányrkju til lands og sjávar. Raunverulega byggða- stefnu, byggða á álætlunum sem markaðar eru af Alþingi en fram- kvæmdar af ríki, landshlutum og sveitarfélaögum í stað útdeiling- arbákns þess sem Framkæmda- stofnun nefnist og helst hefur af- rekað það í byggðamálum að byggja glæsihöll eina í Reykjavík ásamt tilheyrandi eldhúsi sem tæpast á sinn líka á landi hér. Og í stað núverandi vísitölukerfis þarf að koma einhvers konar afkomu- trygging, þannig að kaupmáttur lágtekjufólks verði varinn án þess að það hafi í för með sér óðaverð- bólgu sem fyrr eða síðar hlýtur að leiða til kollsteypu. Vísitölufrum- varp það sem Framsókn hugðist knýja fram með fulltingi íhaldsins var auðvitað gagnslaust með öllu, enda höfnuðu jafnvel allaballar því og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína þegar um kjaraskerð- ingar er að ræða. Það bjóðast vissulega betri leiðir en neyðar- áætlanir, niðurtalning lífskjara eða íslenska leiðin hans Alberts, fengin beint úr kokkabókum þeirra Friedmans og Hayeks og þegar hefur verið reynd í Bret- landi og Bandaríkjunum með ár- angri sem allir þekkja. Viðhorf: Veiðar í gruggugu vatni Fyrir sérhverjar Alþingiskosning- ar er ávallt nokkur hópur óánægðra. kjósenda. Þetta fólk skellir allri skuld óánægju sinnar á flokkana og talsmenn þeirra á Álþingi eða í ríkisstjórn hvers tíma. Það er erf- itt að áætla hve þessi hópur fólks er stór fyrir hverjar kosningar, en ýmislegt bendir til þess að hann sé í þetta sinn með stærra móti og kemur þar margt til svo sem erfið- leikar í efnahagsmálum, óða- verðbólga með tilheyrandi niður- talningu lífskjara og almenn vantrú fólks á það að stjórnmála- menn yfir höfuð geti ráðið við ástandið í kjölfar einhverrar dæmalausustu óstjórnar frá stofn- un lýðveldisins. Eins og svo oft undir slíkum kringumstæðum taka að heyrast raddir sem heimta hinn sterka mann fram á sjónar- sviðið. Þetta gerðist í Þýskalandi í kringum 1930 og í Frakklandi 1958 og í bæði skiptin fengu þjóð- irnar sterka manninn sinn ogl hver er kominn til með að segja að slíkt geti ekki einnig gerst á ís- landi. Upp úr þessum jarðvegi er sprottið fyrirbrigði nokkuð sem nefnir sig Bandalag jafnaðar- manna. Aðstandendur þess hafa vafalítið talið með réttu eða röngu að óvenju mikið líf væri að þessu sinni að finna í hinum gruggugri hlutum kosningavatns- ins og að hugsanlega mætti ef til vill fá þar einn og einn fisk. Ýmis- legt nýtilegt má að sönnu í stefnu- skrá bandalags þessa finna svo sem aukinn aðskiinað löggjafar- valds og framkvæmdavalds og aukna ábyrgð aðila vinnumarkað- arins á gerðum samningum, en bæði er að í þessum tillögum er gengið of langt og þar að auki eru þær alls ekkert frumlegar því ýmislegt úr þeim er tekið upp úr stefnuskrá Álþýðuyflokksins en auðvitað stílfært taisvert líkt og Iag sem svo rækilega er útsett að erfitt er að þekkja hina uppruna- legu laglínu. Þegar allt kemur til alls eru það svo íhaldsöflin sem fyrst og síðast græða á öllu þessu. Það hlýtur að vera öllum jafnaðar- mönnum harmsefni að þeir sem að þessu bandalagi standa skuli ekki hafa viljað halda samtökum sínum innan vébanda Alþýðu- flokksins þar sem þau hefðu án efa getað gert mikið gagn. Ljóst er að Bandalag jafnaðarmanna muni ekki ná að koma að þing- manni hér á Norðurlandi eystra en hins vegar gætu atkvæði greidd því orðið til þess að þingmenn kjördæmisins skiptust jafnt milli íhaldsflokkanna tveggja. Þetta ættu þeir jafnaðarmenn og íhalds- andstæðingar sem hyggjast kjósa Bandalagið að hafa í huga er þeir ganga í kjörklefann. Alþjóðamál: Kúreki í stjörnustríði Einn er sá skuggi sem yfir mann- kyninu grúfir og er öðrum skugg- um stærri, skuggi hins geigvæn- lega vígbúnaðarkapphlaups. Meðan stórveldin sitja á kjafta- þingum sínum í Genf og Madrid keppast þau við það að henda ómældum fjárfúlgum í að full- komna drápstól sín, svo þau geti útrýmt öllu lífi á jörðinni sem oftast. Fram til þessa er það sennilega einmitt vitneskja um algera tor- tímingu sem hefur haldið stór- veldunum frá því að hella sér út í allsherjarstyrjöld þó svo þau hafi öðru hvoru verið að reyna með sér á ýmsum stöðum á jarðar- kringlunni, svo sem í Miðaustur- löndum Afganistanog Afríku. En nú virðist breyting vera í uppsigl- ingu. Nýlega flutti Ronald Reagan Bandaríkjaforseti ræðu, þar sem hann boðaði í raun fráhvarf frá ógnarjafnvæginu. Svo sem kunn- ugt er var Reagan hér í eina tíð nokkuð vinsæll leikari og Iék meðal annars talsvert í kúreka- myndum eða vestrum eins og þessar myndir eru kallaðar. Flest- ar þóttu þessar myndir nú í slök- um gæðaflokki, en sjálfsagt hafa einhverjir skemmt sér við að horfa á þær. En nú er forsetinn og kúrekaleikarinn fyrrverandi bú- inn að snúa sér að vísindaævintýr- um sem hann lætur þó ekki sér nægja að framleiða á hvíta tjald- inu, heldur vill hann framkalia þau í veruleikanum. í áðurnefn- dri ræðu boðaði hann smíði kerfis sem miðaði að því að eyðileggja kjarnorkuflaugar óvinarins með geislum sem skotið skal frá gervi- hnöttum. Lét hann í það skína að með tilkomu slíks kerfis yrðu kjarnorkuvopn úrelt. Nú hlýtur það að verða öllu mannkyni mikið fagnaðarefni, eða svo mætti ætla, ef tekst að gera kjarnorkuvopn óskaðleg áður en þeim er skotið. Svo mun þó ekki vera með þetta kerfi að öllu leyti. Þannig gagnar það ekk- ert gegn litlum, svokölluðum „taktískum" kjarnorkuvopnum, og kynni því tilkoma þess að auka til muna hættuna á staðbundnum kjarnorkustyrjöldum svo og styrj- öldum háðum með efnavopnum og sýklavopnum sem vitað er að geta gert svipaðan usla og kjarn- orkuvopn. En uppsetning þessa stjörnustríðsbúnaðar mun víst kosta dálaglegan skilding, og fyrst Bandaríkjamenn hyggjast fara út í það að koma honum upp, er það auðvitað öruggt að Rússar munu fylgja í kjölfarið, ef þeir eru þá ekki þegar byrjaðir, sem þó verð- ur að telja harla ólíklegt meðan herstjórn þeirra er upptekin við það að murka lífið úr vopnlausri hirðingjaþjóð í Afganistan austur og bakka upp hallærisdáta í Varsjá, sem ekki telja sig hafa annað þarfara að gera en reka styrjöld gegn eigin þjóð, þar sem vannæring forheimskun og tára- gas eru meðal vopna. Til að kosta slík vopn eru ávallt til peningar. Til slíkra þarfa hefur þá sjaldan skort.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.