Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.03.1985, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 13.03.1985, Blaðsíða 1
1. tölublað - 13. mars 1985 Ábyrgðarmaður: Óskar Alfreðsson. Afgreiðsla: Strandgötu 9 - Sími 24399. Setning og prentun: Dagsprent hf. Akureyri. ALÞÝÐUMAÐURINN Atvinnumál — dreifing opinberra stofnana Er tímabundið at- vinnuleysi örlög íbúa Akureyrarbæjar og e.t.v. íbúa fleiri þétt- býlisstaða norðan- lands á hverjum ára- tug. - Er slíkt nánast náttúrulögmál? Þessi spurning leitar upp í hugann, er ég minnist þess, að fyrir 16-17 árum fletti ég þá ný- úkomnu Múraratali. Þá rak ég augun í, hversu margir úr þeirri stétt virtust hafa lært og starfað á Akureyri og verið búsettir hér löngum fyrir þann tíma, en síðan flutt til Reykjavíkur og annarra staða á suðvesturhorninu upp úr 1950. Á þeim árum var hér mikið at- vinnuleysi, einkum iðnaðar- manna en jafnframt miklar fram- kvæmdir á vegum bandaríska hersins í Keflavík og framhald- andi þensla í byggingum í Reykjavík og nágrenni vegna flutnings fóks utan af landi. Á áratugnum 1960-1970 er einnig nokkurt atvinnuleysi. Þegar lður á 7. áratuginn batn- ar ástandið verulega hér og upp- gangstímar eru síðan í bygginga- vinnu frá 1965-1980, einkum þó 1973-1979. Á þessum árum eða 1977-1980 eru einnig miklar framkvæmdir við hitaveitu á Ak- ureyri og á þéttbýlisstöðum norðanlands, eins og raunar víð- ast út um land, gróska í sjávarút- vegi með nýjum togurum og verulegum loðnuveiðum flest ár. Þá liggur hins vegar við fólks- fækkun í Reykjavík, en að vísu einhver fjölgun á Reykjanesi t.d. í Garðabæ og víðar. Um 1980 fer síðan að syrta verulega í álinn, einkum í bygg- ingariðnaði á Akureyri og er nú svo komið, að sáralitlar fram- kvæmdir eru á því sviði hér og fjöldi iðnaðarmanna fluttur burt, einkum á suðvesturhornið, ann- að hvort alfarnir eða um sinn í von um batnandi tíð hér síðar. Hver er skýringin? Að verulegu leyti var mikil fólksfjölgun á Akureyri 1970- 1980 þess valdandi að byggja þurfti mikið af íbúðarhúsnæði. Þessi fólksfjölgun kom til vegna stækkunar ýmissa fyrirtækja s.s. Slippstöðvarinnar, Ú.A., KEA, Verksm. SÍS, K. Jónsson o.fl. auk að vísu tímab. starfa við dreifikerfi hitaveitu og ýmissa þjónustustofnana, enda þýðir hvert starf í frumvinnslu 2-3 í þjónustu. Ennfremur kom til, að all- margar íbúðir í miðbæ Akureyr- ar voru lagðar niður vegna út- þenslu verslana og skrifstofa, sem í staðinn komu og nýjar þurfti í þeirra stað. Þarna virðist hafa orðið nokk- ur mettun í íbúðarhúsnæði og þar sem mörg og sum allstór fyrirtæki 1 byggingariðnaði höfðu verið stofnuð og öll starfað hér í bæ, eða næsta nágrenni, varð skyndi- lega nokkur þurrð í byggingum, og jafnframt hægði mjög á stækk- un annarra fyrirtækja t.d. í Slipp- stöðinni vegna minnkandi skipa- smíði, sem aftur stafaði af afla- minnkun og tilkomu kvótaskipt- ingar og ekki síst vegna fjár- þurrðar til skipasmíða (lána- stöðvun). Hvað gerðist á suð- vesturhorninu? Varð ekki einhver slíkur sam- dráttur í atvinnulífi í Reykjavík og næsta nágrenni einnig? Aldeil- is ekki, þar virtust nægir fjármun- ir til bygginga og ríkið og ýmsar opinberar eða hálfopinberar stofnanir virtust nú þurfa mjög aukið rými og má sem dæmi nefna, Seðlabankann, Fram- kvæmdastofnun, Listasafn íslands, Þjóðbókhlöðu, ýmsar háskólabyggingar og heilbrigðis- stofnanir og enn má nefna stórar skemmur skipafélaga, stórhýsi SÍS, Sláturfélag Suðurlands og Mjólkursamsöluna, svo fátt eitt sé talið. Það gerðist nefnilega dálítið einkennilegt, að þrátt fyrir að á áratugnum 1970-1980 hefðu orð- ið fólksflutningar frá Reykjavík vítt út um land, hélt þjónustu- Blað brotið í flokkssögu Laugardaginn 16. mars nk. verð- ur blað brotið í sögu Alþýðu- flokksins og það í tvennum skiln- ingi. Þá verður haldinn hér á Akur- eyri fyrsti flokksstjórnarfundur- inn sem haldinn hefur verið utan Reykjavíkur. Fundurinn verður haldinn í Lóni við Hrísalund og hefst hann stundvíslega kl. 11 f.h. Áætlað er að honum verði lokið um það bil kl. 15 síðdegis. Hið annað nýmæli er að þessi fundur er opinn öllum alþýðu- flokksfélögum og er ástæða til að hvetja sem flesta til að mæta. Fundargestum gefst svo nokk- urra klukkustunda tóm til þess að dusta af sér fundarseturykið, en kl. 19 hefst á sama stað árshátíð alþýðuflokksfélaganna á Akur- eyri og verður þar væntanlega margt til skemmtunar sem menn munu meðtaka ásamt með gómsætum mat og ljúfum veig- um. (Sjá nánar auglýstan fund og árs- hátíð annars staðar í blaðinu.) Hreinn Pálsson. starfsemin og byggingar henni viðkomandi áfram að þenjast út vegna þess „lögmáls" að kaup eins togara til kaupstaðar eða þorps á öðru landshorni kallaði á mannaflafjölgun í bönkum, tryggingafélögum, umboðsstofn- unum sjávarútvegs og þjónustu. Þess þensla var áfram í gangi þrátt fyrir samdrátt í sjávarútvegi er leið að lokum áratugarins og ekki séð til þess þá né síðan að fækka í þessum stofnunum, þótt vafalítið væri slíkt hægt án þess að brestur yrði. Hvað er framundan? Enn er þensla í byggingum í Reykjavík og nágrenni, bæði í opinberum byggingum og íbúð- arhúsnæði slík, að þegar pen- ingaskortur í húsnæðislánakerf- inu orsakar að hægir á bygginga- hringekjunni sem haldið hefur að mestu hraða sínum, rekur stórt hyggingafyrirtæki, Byggung, upp ramakvein og segir allt vera að fara í strand vegna vanefnda á lánaútborgun Húsnæðisstofnunar ríkissins, uppsagnir yfirvofandi á næstu dögum o.s.frv. Á sama tíma bera menn, sem í bygg- ingum standa vítt og breitt út um land harm sinn í hljóði og hafa lengstum fengið þau svör í síma stofnunarinnar, að dráttur verði enn á Iánum, því að peningar séu ekki til sem standi og ekki að vita, hvenær úr rætist. En ramakveinið hrífur. Al- þingismenn höfðu varla fyrr stig- ið fæti síum á athafnasvæði Bygg- ung en yfirlýsingar birtust í öllum tegundum fjölmiðla, að nú yrði drifið í lánafyrirgreiðslu. Þarna mátti ekki slá af hraðanum. Hvaðan þeir peningar komu og hvernig þeir urðu til, svari ein- hver annar til um en ég. Þegar síðan Bæjarstjórn Akur- eyrar tók á sig rögg og hvatti Al- þingi og ríkisstjórn til að koma hér á Akureyri upp fyrirhugaðri Þróunarstofnun, því að nú segir ríkisstjórnin, að gera eigi stór- átak í nýsköpun atvinnulífs, svar- aði forsætisráðherra og þóttist nokkuð öruggur um sig, að það væri vissulega ánægjulegt að gera slíkt, en það væri bara alltaf svo erfitt að gera nokkuð þannig, því að þá kölluðu allir aðrir staðir á eitthvað slíkt og ynnu jafnvel gegn hver öðrum. Er þessi ummæli höfðu birst, gerðist nokkuð ánægjulegt. Bæjarstjórn Neskaupstaðar lýsti í ályktun opinberlega yfir stuðn- ingi við þessi tilmæli Bæjarstjórn- ar Akureyrar og veit ég sannast sagna ekki, hvort heimamenn hér færðu Neskaupstaðarbúum þakk- ir fyrir, en hafi svo ekki verið væri slíkt ekki vansalaust. Þetta dæmi sýnir okkur, að staðir vítt um land gætu stutt við bakið hver á öðrum til að draga úr þeirri miðstýringu, sem virðist nánast náttúrulögmál, að sé í Reykjavík og alnæsta nágrenni. Hvað er til ráða? Ekki virðist hér um slóðir mega nefna stóriðju, en harla fátt annað virðist hins vegar að nokkru marki geta aukið atvinnu á næstu árum, en nokkur dreifing ríkisvaldsins, þ.e. stofnana þess, einkum nýrra virðist mér hugsan- leg, en það verður ekki gert nema með sífelldum áminningum og kröfugerðum, en með því móti ætti að vera hægt að draga úr fólksflótta til suðvesturhorns- ins og þenslu þar og halda þá frekar núverandi hlutföllum, eða láta þau ekki breytast að marki öðrum stöðum á landinu enn í óhag. í þessum efnum sannast því miður oft sem áður, að lengra er frá Reykjavík til ýmisa annarra staa á landinu, en frá þeim sömu stöðum til Reykjavíkur (að mati þeirra, sem við kjötkatlana búa) og þetta á meira að segja við um marga þá alþingismenn, sem eru þó þingmenn hinna fjarlægari kjördæma frá Reykjavík séð. Þessari þróun verður þó ekki breytt nema menn skoði af opn- um huga, hvert stefnir og flokkar og forsvarsmenn ríkis og sveitar- félaga láti ekki um of rígbinda sig af annað hvort þröngum flokks- sjónarmfðum sterkra forustu- manna í flokki hverjum, sem flestir búa eða hafa lengi búið á þessum margnefnda suðvestur- horni og eru gjarnan ráðherrar og flokksformenn í senn og eiga mest undir þéttbýlisbúum í Reykjavík og nágrenni. Mistakist slík hugarfarsbreyt- ing fæ ég ekki annað séð, en enn um langa framtíð verði tíma- bundið eða varanlegt atvinnu- leysi vítt um land og ekki síst hér norðanlands og þá helst í bygg- ingariðnaði og á smærri stöðum í sjávarútvegi. Hreinn Pálsson.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.