Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.03.1985, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 13.03.1985, Blaðsíða 5
mikil áhrif á skoðanamyndun fólks nú á tímum, og sjálfsagt má margt um það segja bæði já- kvætt og neikvætt. Ég hef þá skoðun að það sé stundum óheppilegt hvað fjölmiðlar hafi mikil áhrif á skoðanamyndun fólks, vegna þess að þar veljist ekki nægilega hæfir menn til starfa. Það er erfitt að hugsa sér það að menn sem ekki eru inni í stjórnmálum skuli fá þetta vald í hendur. Erum við að fara út í það að stjórnmálamenn séu að verða eins konar söluvara líkt og til dæmis íBandaríkjunum? Nei, ég held að stjórnmála- menn séu ekki orðnir að neinni söluvöru hér á íslandi, og von- andi verða þeir það ekki. Eg held að flestir stjórnmálamenn séu í þessu af því að þeir beri hag þjóðarinnar í heild fyrir brjósti en ekki vegna persónulegs ávinn- ings. Boðveita samþykkt í bæjarstjórn Hvað viltu segja í framhaldi af þessu um útvarpslagafrumvarp- ið? Ég er sammála því að gefa út- varpsrekstur frjálsan á íslandi. Og á að leyfa auglýsingar í frjálsu stöðvunum? Já, að mínu viti þá á ekki að takmarka möguleika þessarar at- vinnugreinar til tekjuöflunar, frekar en annarra atvinnugreina. Þar af leiðandi fínnst mér rangt að banna útvarpsstöðvum að hafa tekjur af auglýsingum. Pú ert þá ósammála Alþýðu- bandalaginu og jafnvel mörgum krötum hvað þetta varðar? Já. Ég lít á svona rekstur eins og hverja aðra atvinnugrein sem eigi að geta aflað þeirra tekna sem möguleikar eru á hverju sinni. Pú fluttir eitt sinn tillögu í bæjarstjórn um boðveitu á Akur- eyri. Hvað er að frétta af því máli? Já, mig minnir að það hafi ver- ið seint á síðasta kjörtímabili sem við Ingólfur Árnason fluttum til- lögu um það að kannað yrði hvort ekki væri rétt að leggja hér kapalkerfi um bæinn og á hans vegum, sem gæfi möguleika á tengingu við sjónvarp, tölvur og annað slíkt. I þetta var kosin nefnd. Uppi voru hugmyndir um annars vegar það að Rafveitan tæki þetta að sér og hins vegar Landssíminn. Því miður var það langt liðið á síðasta kjörtímabil þegar þessi nefnd var skipuð, að aldrei vannst tími til að kalla hana saman og verð ég víst að taka á mig vissa ábyrgð á því þar sem mér var falið að kalla hana saman. Eftir síðustu kosningar leit ég svo á að þessi nefnd starf- aði ekki lengur og hún hefur ekki verið endurnýjuð. Og þetta mál hefur ekki verið tekið upp að nýju í bæjarstjórn á þessu kjör- tímabili. Ekki lengur flokkseigendafélög Eru svokölluð flokkseigendafé- lög til staðar í stjórnmálum á ís- landi? Ég hef ekki trú á því að svo sé í dag. Það kann að vera að hér áður fyrr hafi slíkt fyrirbæri verið til, en ég held ekki að slíkt sé fyr- ir hendi í neinum stjórnmála- flokki á íslandi. Og engar valdamiklar klíkur sem ota sínum tota? Nei. Ég hef ekki tní á því. Að sjálfsögðu skapast alltaf meiri- hluti og minnihluti innan hvers flokks, en mér finnst það alls óskylt því sem verið er að tala um með flokkseigendafélögum. Það er ekki til í dæminu að ein- stakar fjölskyldur reyni að nota flokkana sem eins konar valda- tæki? Ekki í Alþýðuflokknum held ég, ég skal ekkert segja um það hvernig því kann að vera háttað í öðrum flokkum. Ég neita því ekki að manni finnst sumar fjöl- skyldur ansi mikið áberandi í Sjálfstæðisflokknum, en ég þekki það ekki hvort þær standi saman um ákvarðanatöku í þeim flokki. Og þetta fyrirbrigði er til dæm- is ekki fyrir hendi hér. Mynd: áþ Nei, alls ekki hjá Alþýðu- flokknum í dag, og ég held ekki hjá öðrum flokkum hér á Akur- eyri. Ekkert trúaður á kosningar frekar Ertu trúaður á það að til kosn- inga komi nú í vor? Ég er ekkert sérstaklega trúað- ur á það. Að vísu er ýmislegt sem kann að geta bent til þess að svo geti orðið, en mér finnst það ekk- ert ntjög líklegt. Það sem gerði slíkt líklegast væri sennilega þrýstingur frá borgarstjórar- meirihlutanum í Reykjavík, um að alþingiskosningar færu fram á undan sveitarstjórnarkosningum, vegna þess að það er staðreynd, að sé Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn, og ég tala nú ekki um þeg- ar fylgi hans er minnkandi í stjórn, þá er mjög óheppilegt frá sjónarhóli borgarstjórnarmeiri- hlutans séð, að þingkosningar dragist fram yfir sveitarstjórnar- kosningar. Ertu bjartsýnn ágengi Alþýðu- flokksins í komandi kosningum, hvenær sem þær verða? Ég hlýt að vera það. Ef miðað er við þær skoðanakannanir sem fram hafa farið að undanförnu, er ekkert sem bendir til annars, en að flokkurinn eigi mjög miklu fylgi að fagna og vaxandi þannig að ég hlýt að vera bjartsýnn á út- komu flokksins í komandi kosn- ingum. En ertu ekkert hræddur um það að sagan frá 1978 endurtaki sig? Að sjálfsögðu get ég ekki neit- að því að auðvitað er maður hræddur um það, en ég vona að flokkurinn hafi öðlast þá reynslu sem nægir til þess að láta ekki innbyrðis sundurlyndi og annað slíkt eyðileggja síkan sigur. Flokkurinn er í dag áreiðanlega miklur hæfari, og betur undir það búinn að verða stór flokkur held- ur en hann var þá, þvf þá gerðist þetta í raun og veru óvænt. Menn voru einfaldlega ekki undir það búnir að flokkurinn yrði allt í einu svona stór. Nú held ég að hann sé miklu betur undir það búinn en þá. Frá Sjúkrasamlagi Akureyrar Við stofnun heilsugæslustöðvar á Akureyri í árs- byrjun 1985, gekk í gildi nýtt fyrirkomulag um heimilislækningar hér. í samræmi við það hafa sjúkrahúslæknarnir Baldur Jónsson, Magnús Stefánsson og Sigurður Ólason, sem sinntu heimilislækningum um árabil ásamt sjúkrahús- störfum, hætt heimilislækningum. Eftirtaldar ráðstafanir hafa verið gerðar: Andrea Andrésdóttir, læknir, mun þjóna þeim sjúklingum sem höfðu Baldur Jónsson fyrir heim- ilislækni. Gunnar Friðriksson, læknir, mun þjóna þeim sjúklingum, sem höfðu Sigurð Ólason fyrir heim- ilislækni. Gunnar Jónsson, læknir, mun þjóna þeim sjúkl- ingum, sem höfðu Magnús Stefánsson fyrir heimilislækni. Þessir læknar hafa læknastofur sínar á 5. hæð í Amarohúsinu, Hafnarstræti 99, eins og Sigurður, Baldur og Magnús höfðu. Læknamiðstöðin (Heilsugæslustöðin) er opin alla virka daga kl. 8.00-17.00, sími 22311. Sími til þess að panta viðtöl við lækni er 25511. Sjúkrasamlag Akureyrar. ^ SKINNALOFTIÐ á 2. hæð verslunar IðnaðardeOdar Sambandsins. Verðmætur mokkafatnaður Fyrr í vetur var opnuð verslun á santa stað í tilraunaskyni. Þetta varð vinsælt og nú hefir verið ákveðið að búa betur að vörum og viðskiptavinum og hafa opið til frantbúðar. Mokkafatnaður, jakkar, kápur, frakkar, húfur, lúffur og skór á börn og fullorðna í glæsílegu úrvali og þar að auki ýmsar tegundir skinna. Opið frá kl. 1-5 e.h. - Sjón er sögu ríkari. Við bjóðum greiðslukjör og tökum greiðslukort frá $ SKINNALOFTIÐ á 2. hæð verslunar Iðnaðardeildar. WH ALÞÝÐUMAÐURINN - 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.