Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 13.03.1985, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 13.03.1985, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Arnljótur Sigurjónsson: Húsavíkurpistill Atvinnuhorfur á Húsavík Margar blikur eru a lofti í at- vinnumálum hér á Húsavík. Óvissa um afdrif Kolbeinseyjar- málsins. Litlar sem engar íbúðar- byggingar framundan. Fólksfækk- un á Húsavík í fyrsta skipti um fjölda ára. Svartsýni manna um atvinnu og eigin hag. Kolbeinseyjarmál: Togarinn Kolbeinsey er undir hamrinum hjá bæjarfógeta. Ekki verður séð hvernig þeim málum lyktar. Við munum, svo sem fram hefur komið í fjölmiðlum, gera allt sem hægt er til þess að halda skipinu á staðnum, enda fæ ég ekki séð að nokkur sanngjörn rök finnist fyrir því að ráðstafa því annað. Útgerð Kolbeinseyjar gengur vel. Aflabrögð góðk og öll um- gengni og viðhald skipsins svo sem best má verða. Greidd hafa verið til fjárfest- ingasjóða 20% af skiptaverði afla frá því skipið hóf veiðar. Talið er að um 40% af bolfisk- afla til Fiskiðjusamlags Húsavík- ur 1984, hafi komið af Kolbeins- eyA Ostjórn í fjármálum þjóðar- innar og pólitískt kjarkleysi, eru höfuðástæður þess að fjárhags- dæmi Kolbeinseyjarer ekki leyst. Fari svo að við missum skipið, án þess að nokkuð komi í staðinn, mun skapast hér neyðar- ástand í fiskvinnslu og hundruð manna verða án atvinnu. Afli Húsavíkurbáta hefur verið góður það sem af er árinu. Fisk- veiðar og fiskvinnsla hefur verið og verður okkar höfuðstoð í sjá- anlegri framtíð, en ef snúa á vörn í sókn þarf fleira að koma til. Ég álít að það sé fyrst og fremst möguleg uppbygging iðju er byggist á hitaorku sem hér er virkjanleg á Húsavík og í næsta nágrenni. Ef það tekst - og það verður að takast - fylgir önnur uppbygging eftir. Byggingariðnaður: Helstu verkefni sem nú er unnið að eða verður byrjað á, á þessu ári eru, flugstöðvarbygging, íþróttahúsið, smáhýsi við Dvalar- heimilið Hvamm, bygging yfir bæjarfógetaembættið og lög- reglu, viðbyggingar hjá Foss h.f. og mjólkurstöð og fl. íbúðarhúsabyggingar verða mjög litlar og nær engar á vegum einstaklinga. Hlutur landsbyggðarinnar í byggingariðnaði hefur hrapað úr 46% árið 1979 í 22% 1983 og enn sígur á ógæfuhliðina. Fjármagnið streymir til höfuð- borgarinnar og fólkið flytur á eftir. Á tímabilinu 1. des. 1983 til 1. des. 1984, fluttu 137 manns frá Húsavík en 90 manns til bæjar- ins. Mismunurinn 47 manns eða sem nemur 2% bæjarbúa. Gegn þessari öfugþróun verð- ur að sporna með öllum tiltækum ráðum. Húsféiag eldri borgara í Þingeyjarsýslu: Gengið hefur verið frá samningi við Borg hf. um byggingu 7 ein- býlishúsa á vegum Húsfélags eldri borgara í Þingeyjarsýslu. Húsin eru á lóð Dvalarheim- ilisins Hvamms og í nánu sam- bandi við það. Ljúka á smíði hús- anna á árinu og flytja inn í des- ember. Þegar hefur verið gengið frá grunni húsanna. Skipulag við Dvalarheimiið Hvamm gerir ráð fyrir 30 íbúðum með svipuðu fyrirkomulagi og her hefur verið lýst. Þessi hús kosta fullbúin um 1.7 millj. kr. hvert. Vistmenn í Hvammi eru nú 45, en um 80 bíða eftir plássi. Þörfin er því brýn fyrir áframhaldandi fram- kvæmdir. Nýjungar: Alltaf er verið að kanna nýjar leiðir í atvinnumálum, bæði á vegum einstaklinga og fyrirtækja. Þetta gengur aðeins svo grátlega hægt. Fiskiðjusamlagið er með fram- leiðslu tilbúinna fiskrétta í undir- búningi Stefnt er að framleiðslu skyndirétta í neytendaumbúðum. Er þetta enn eitt skref í fjöl- brevtniátt, en stutt er síðan F.H. hóf niðurlagningu síldar í ýmiss konar kryddsósur. Þessi framleiðsla er lögð í Arnljótur Sigurjónsson. smekklega plastbakka og hefur hlotið góðar viðtökur neytenda. Lokaorð: Hvergi á landinu er atvinnuleysi nú í janúar eins mikið og á Norð- urlandi eystra, 4,7%, en var í sama mánuði í fyrra 2,8%. Þessu ástandi verður ekki hrundið á annan hátt en með markvissri atvinnuuppbyggingu í kjördæminu. Fyrsta átakið ætti að vera stórt fyrirtæki, svo sem álver eða hlið- stætt fyrirtæki í öðrum iðnaði, sem byggði á ódýrri orku. Hlutdeild erlendra fjármagns- eigenda mætti vera mikið. Þegar slíkar framkvæmdir fara af stað, myndast fjárstreymi inn í kjördæmið og allar aðrar at- vinnugreinar njóta beint og óbeint góðs af. Atvinnuleysi hverfur, kaup- geta einstaklinga eykst, og sveit- arfélögin bera meira úr býtum. Slík fyrirtæki skapa festu í at- vinnulífi byggðalaganna. Fyrir því eru ótal dæmi. Við eigum nú þegar mörg smærri fyrirtæki, víða um kjördæmið, sem tekið gætu við fjölda starfsmanna, ef eftirspurn eykst. En slíkt skeður ekki með öðru móti en því að auka aflatekjur inn í kjördæmið með einu eða öðru móti. Með réttri stjórnun og sam- stilltu átaki snúum við vörn í sókn. Arnljótur Sigurjónsson. Leiklistr Stórkostleg Piaf Hún fæddist í ræsinu, jafnvel í bókstaflegri merkinu, og allt sitt vægast sagt litríka líf átti hún heima í ræsinu, jafnvel þótt þetta ræsi væri stundum skreytt gulli og dýrum steinum, spör- fugl læstur inni í búri hins misk- unnarlausa skemmtanaiðnaðar og eigin sjálfseyðingarhvatar sem iíklega blundar að ein- hverju leyti í okkur öllum, en braust framhjá henni í sinni öfgafyllstu mynd. Hið villta líf hennar er síður en svo einsdæmi í heimi dægurtónlistarinnar. Frægar hliðstæður eru til dæmis Janis Joplin og Jimi Hendrix. Einnig þau lifðu hátt og lifðu stutt. Edith Piaf er fyrir löngu orði goðsögn í Frakklandi. Reyndar miklu meira en goðsögn. Hún er orðin hluti af franskri þjóð- arsál, rétt eins og bagguette- brauðin og rauðvínið, enda hef- ur líklega engum listamanni tekist betur að túlka líf litla mannsins í Parísarborg, gleði hans og sorgir, vonir hans og umfram allt ástir. Textar henn- ar eru sjálfsagt ekkert sérstakur skáldskapur, en í meðförum hennar verða þeir að sannri al- þýðulist. Leikrit Pam Gems um Edith Piaf sem Leikfélag Akureyri hefur nú tekið til sýningar er sjálfsagt ekki meðal bestu verka leikbókmenntanna, samt sem áður er þessi sýning ein sú eftir- minnilegasta sem ég minnist hjá Leikfélaginu. Þar leggst allt á eitt, stórgóð leikstjórn Sigurð- ar Pálssonar sem tvímælalaust lyftir verkinu upp um marga gæðaflokka, góð tónlistárstjórn Roars Kvam og ágætar útsetn- ingar, þótt sumum kunni ef til vill að finnast notkun raf- magnshljóðfæra í sýningunni dálítið ankannaleg. Leikmynd Guðnýjar Bjarkar Richards túlkar á meistaralegan hátt hinn mjög svo fráhrindandi sjarma Parísar og ljósahönnun Viðars Garðarssonar er með ágætum. Það þarf í rauninni ekki að hafa nema eitt orð um leik Eddu Þórarinsdóttur í titilhlut- verkinu. Hann er stórkostlegur. Það er orðið æði langt síðan nokkur leikari á sviði hefur náð þvílíkum heljartökum á manni og hún gerir. Annað hvort hrífst maður svo að manni lang- ar að stökkva upp úr sætinu, eða þá sekkur niður í dýpstu hyldýpi örvæntingarinnar, eins og í hinu átakanlega atriði seint í sýningunni þegar hún er að sprauta eitrinu í sig áður en hún gengur á svið. Söngur Eddu er einmitt með ágætum, engin fyrirfram vonlaus tilraun til að stæla Piaf, en samt skynjar maður einhvern veginn nærveru hennar. Textaþýðingar Þórarins Eldjárns hníga reyndar í sömu átt. Texta Piaf er nefnilega varla hægt að þýða, þá er aðeins hægt að skynja og það hefur tekist. Aðrar persónur leiksins þjóna fyrst og fremst þeim til- gangi að vera eins konar um- gerð utan um Piaf sjálfa. Sumar þeirra eru þá hinar litríkustu. Nefna má í því sambandi Sunnu Borg sem leikur meistaralega vinkonu Piaf og „heilbrigðu skynsemi" vændiskonuna Toine. Þá vakti athygli mína leikur Pétur Eggerz í tveim afar ólíkum hlutverkum þeirra Angelos og Theos, en hvergi var leikur slæmur. Það er sjálfsagt óþarfi að vera neitt að hvetja fólk til að sjá þessa frábæru sýningu, hún er víst þegar búin að slá í gegn eins og það er kallað. Akureyring- um skal aðeins bent á það, að . ólíklegt er að farið verði með q þessa sýningu til Reykjavíkur, þannig að menn munu ekki fá tækifæri til að leita langt yfir S skammt að þessu sinni. R.A.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.