Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.04.1985, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 30.04.1985, Blaðsíða 1
2. tölublað - 30. apríl 1985 Ábyrgðarmaður: Óskar Alfreðsson. Afgreiðsla: Strandgötu 9 - Sími 24399. Setning og prentun: Dagsprent hf. Akureyri. ALÞÝÐUMAÐURINN Tímamóta- fundur flokks- stjórnar á Akureyri Laugardaginn 16. mars var hald- inn á Akureyri fundur flokks- stjórnar Alþýðuflokksins í hinu einkar vistlega félagsheimili Lóni við Hrísalund á Akureyri. Þessi fundur markar á ýmsa lund tíma- möt í sögu flokksins. Fyrir það fyrsta, þá er þetta í fyrsta skipti sem fundur flokksstjórnar er haldinn utan Reykjavíkur, og í öðru lagi þá var fundurinn í fyrsta skipti opinn almennum flokksfélögum, og kunni fólk vel að meta þá nýbreytni, og fundur- inn fjölsóttur. Ekki spillti fyrir, að Akureyri skartaði þennan dag sínum fegursta vetrarbúningi. Meginviðfangsefni þessa fund- ar var umfjöllun um tillögur að nýrri stefnumótun flokksins í byggða- og sveitarstjórnarmál- um. Kjarni þessarar tillagna felur það í sér að horfið verði frá nú- verandi kerfi betlistefnu og mið- stýringar, og m.a. teknar upp nýjar stjórnsýslueiningar með auknu valdi í eigin málum og auknu fjárhagslegu sjálfstæði. Urðu líflegar umræður um þetta mál. Sýndist sitt hverjum um það hversu langt skyldi gengið, meðal annars hvað varðar fylkjaskipt- ingu landsins. Menn voru þó í höfuðdráttum samþykkir þeim meginsjónarmiðum varðandi valddreifingu sem fram koma í þeim drögum að ályktun sem fyr- ir fundinum lágu. Var samþykkt að vísa þeim til starfshóps, er skila skal tillögum sínum til flokksstjórnar til umræðu og af- greiðslu. Formaður starfshópsins er Jón Sæmundur Sigurjónsson á Siglufirði. Þá var einróma sam- þykkt tillaga þess efnis að byggðastofnun þeirri sem lands- feður hyggjast koma á fót verði valinn staður á Akureyri. Verður því að telja það skýlausa skyldu þingmanna flokksins að fylgja eða flytja breytingartillögu þess efnis þegar nú frumvarpið kemur til umræðu á næstu dögum og vikum. Þegar á allt er litið er ekki ann- að hægt að segja, en að þessi tímamótafundur hafi heppnast með hinum mestu ágætum, og lofuðu gestir mjög alla fram- kvæmd heimamanna. Sögðu menn bæði í gamni og alvöru að flokksstjórnarfundi þurfi helst að halda árlega á Akureyri, eða að minnsta kosti einhvers staðar utan Reykjavíkur. Vonandi verður þarna framhald á. Frá fundi flokksstjórnar á Akureyri. Þingsályktunartillaga frá Kjartani Jóhannssyni: Fiskeldi undir sjávar- útvegsráðuneytið Kjartan Jóhannsson hefur ásamt Eiði Guðnasyni, Kristínu Hall- dórsdóttur, Ellerti B. Schram og Geir Gunnarssyni, lagt fram þingsályktunartillögu um að sjáv- arútvegsráðuneytið fari " með fiskiræktarmál. í tillögunni er lagt til að Al- þingi álykti að skora á ríkis- stjórnina að gera breytingu á reglugerð um Stjórnarráð íslands, sem feli í sér að fiskeldi, klak og skyld starfsemi í fiski- ræktarstöðvum veröi á verksviði sjávarútvegsráðuneytisins. í greinargerð með tillögunni er bent á að ekki verði af gildandi reglugerð um Stjórnarráð íslands ráðið, hvaða ráðuneyti fari með fiskeldi og skylda starfsemi í fiskiræktarstöðvum. Hins vegar mun í reglugerðinni vera tiltekið að „Veiði í ám og vötnum svo og önnur veiðimál, er eigi ber undir annað ráðuneyti" sé á verksviði landbúnaðarráðuneytisins. Segir að ekki sé ætlunin að breyta því með þessari tillögu. Hin nýja og vaxandi atvinnugrein fiskeldi í sérstökum fiskiræktarstöðvum, fellur hins vegar ekki undir þessa skilgreiningu. Þá segir að nauðsynlegt sé að kveða á um undir hvaða ráðu- neyti þessi nýja atvinnugrein heyri. Því sé þessi tillaga borin fram. Það sé eðlilegast að sjávar- útvegsráðuneytið fari með þessi mál enda vafalaust að fiskeldi á samleið með sjávarútvegi í mörg- um atriðum þ.á.m. í markað- smálum. BYGGÐAMAL OG BANKAHNEYKSLI Um fátt hefur verið meira rætt og ritað síðustu dagana, en hið al- ræmda lögbrot bankaráða ríkis- bankanna, að veita bankastjór- unum verðtryggða bílastyrki ofan á ráðherralaunin sem þeir höfðu fyrir. Jafnvel sjálfur bjórinn hef- ur orðið að þoka í hugum fólks fyrir umræðunni um þetta mái. Fagna ber framkomnu frum- varpi nokkurra þingmanna Al- þýðuflokksins, þess efnis að þeir sem að ósvinnunni stóðu verði sviptir umboði sínu og nýir kosn- ir í þeirra stað. Ýmsir hafa bent á, að þetta komi nú úr hörðustu átt, þar sem kratarnir séu sjálfir höfundar kerfisins. Kann að vera. En hverjum er það þá skyldara en einmitt þeim að ganga fram fyrir skjöldu og bæta fyrir syndir sínar með því að krefjast afnáms þess. Reynar eru hér allir flokkar samsekir og ættu því aðrir flokk- ar að sýna viðlíka ábyrgðartil- finningu og samþykkja fyrrnefnt frumvarp án tafar. Þegar bankastjórahneykslið komst í hámæli, stóðu margir í þeirri trú að umrædd bílafríðindi myndu einnig ná til útibússtjóra bankanna á hinni svokölluðu landsbyggð. Svo mun þó ekki vera. Þeim mun víst ætlað að aka á sama bíl í þrjátíu ár, og það á eigin kostnað að méstu, enda munu þeir ekki vera nema hálf- drættingar á við toppana í Reykjavík hvað launakjör varðar, þó er starf þeirra að mörgu leyti mun erfiðara, þar sem þeir eru oft á milli steins og sleggju. Annars vegar sjá þeir vandamálin úr fjarlægð, en hafa hins vegar svo ósköp takmarkað fjármagn til að greiða úr þeim. Verða oft að neita mönnum um lán til hinna þörfustu mála. Þetta ætlar miðstýringarvaldið nú að leysa með því að flytja þá reglulega milli staða svo þeir verði ekki allt of kunnugir vanda- málum atvinnulífsins á hverjum stað. Miklu mun manneskjulegri lausn væri auðvitað, ef farið væri að þeirri tillögu Alþýðuflokks- manna, að settur verði upp að minnsta kosti einn sjálfstæður gjaldeyrisbanki í hverjum landshluta. Þetta þyrfti ekki að þýða aukna þenslu í bankakerf- inu, þar sem hin sunnanættuðu útibú myndu hverfa eða breytast í umboðsskrifstofur. Hér er um mikilsvert byggða- mál að ræða, og ættu landsbyggð- arþingmenn að sameinast um breytingar í þessa átt, einmitt nú þegar á að fara að samþykkja ný bankalög. Grúskari.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.