Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 30.04.1985, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 30.04.1985, Blaðsíða 2
Leiðari: Byggðastofnun til Akureyrar Jónsmessa Hólabiskups á vori var mikill hátíðis- dagur á stjórnarheimili Steingríms Hermannsson- ar, fulltrúa Reykjavíkur á Vestfjörðum. Og tilefnið var ekki af verri endanum. Loksins voru í heiminn borin afkvæmi þau sem lengi höfðu þráð verið, eftir langa meðgöngu, allt frá haustdögum. Frumvörpin um nýskipan byggðamála voru lögð fyrir Alþingi og mun ætlunin að afgreiða þau með hraði nú á síðustu dögum þingsins. Þegar litið er í fljótu bragði yfir hin þrjú byggða- málafrumvörp, dettur manni ósjálfrátt í hug gömul og góð danskættuð saga af flíkum ágætum sem hvert mannsbarn þekkir... Ekki vantar mikið málskrúð í frumvörpin, en minna fer fyrir margboðaðri nýsköpun. Þar er reyndar að finna allar gömlu lummurnar, kommiss- arakerfið, samkrull áætlana og lánveitinga, mögu- leika á kjördæmapoti og að sjálfsögðu skal sjálfur forsætisráðherra hafa æðstu stjórnina á hendi. í stuttu máli sagt, betlistefna undanfarinna ára- tuga skal enn í hávegum höfð. Enn skal það verða hlutskipti landsbyggðarvargsins að koma með betlistaf sinn í sjötíu og fimm milljóna höllina við Rauðarárstíginn til að fá aftur smá mola af því fjár- magni sem hann hefur lagt í þjóðarpúkkið. Jú, honum verður ef til vill boðið til snæðings í hinu dýrlega mötuneyti byggðastefnunnar. Það vekur annars athygli hversu lítinn áhuga Mogginn hefur sýnt hinum nýju fötum Steingríms keisara. Ekkert var þar á þau minnst daginn eftir að þau komu fyrir almenningssjónir. Þegar farið var að ræða um það að komið yrði á fót nýrri byggðastofnun í stað hinnar alræmdu Framkvæmdastofnunar, komu fljótt fram hug- myndir um að henni yrði valinn slíkur staður á Ak- ureyri, enda hníga mörg veigamikil rök að því að slíkt gæti verið þjóðhagslega mjög hagkvæmt. Enda hefur þessi hugmynd fengið talsverða hljómgrunn meðal manna úr öllum landshlutum. Jafnvel einn af þingmönnum Reykvíkinga, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins Friðrik Sophusson hefur lýst sig fylgjandi hugmyndinni. Varla vilja þeir Jón Sigurðarson og Valur Arnþórsson telja sig minni Akureyringa en hann. Því ættu þeir að koma vitinu fyrir Steingrím og kommissaralið hans, og beita sér með öðrum landsbyggðarmönnum fyrir því að Byggðastofnun náist til Akureyrar. Afstaða Alþýðuflokksins í því máli er skýr og ótvíræð. Á hinum merka fundi fiokksstjórnar sem haldinn var á Akureyri þann 16. mars síðastliðinn var sam- þykkt einróma og mótatkvæðalaust tillaga þess efnis að hinni nýju stofnun yrði þar valinn staður. Ber því þingmönnum flokksins skýlaus skylda til þess að flytja eða fylgja breytingartillögum við frumvarp Steingríms um þetta efni. Þó að frumvarpið hafi nú séð dagsins Ijós, þá er afgreiðsla þess enn eftir. Því er baráttan fyrir nýrri byggðastofnun á Akureyri, óháðri kommissörum og kjördæmapoti, rétt að hefjast, og ríður á að allir þeir sem af einlægni eru fylgjandi raunverulegri byggðastefnu standi saman. En Byggðastofnun á Akureyri er bara pínulítið skref á þeirri óralöngu og grýttu leið sem byggðir þessa lands verða að feta burt frá betlistefnu og óráðsíu liðinna ára. En sé fyrsta skrefið aldrei tekið, verður leiðarlok- um aldrei náð. R.A. Karlmaðurinn er aldrei eins veikur fyrir, og þegar konan segir honum hve sterkur hann sé. ☆ ★ ☆ Speki mannsins er aðeins vatn í samanburði við það sem konur geta fundið upp á. Hjá konunni er sjálfur vanmátturinn mátt- ugur. ☆ ★ ☆ Þú álasar konuna um ótryggð og að hún fari frá einum manni til annars, veistu að hún er aðeins að leita að trygglyndum manni. ☆ ★ ☆ Klók kona elur mann sinn upp áður en hún giftist honum. Því að á eftir er það of seint. Fjallið tók jóðsótt! Það vakti að vonum talsverða at- hygli nú í vetur þegar Þorsteinn hinn stólláusi Pálsson kunngerði þá ákvörðun, að boðað skyldi til landsfundar Sjálfstæðisflokksins á vordögum, þvert ofan í venju undanfarinna ára. Þjóðin stóð á öndinni. Ætlaði Sjálfstæðisflokkurinn að senda burt maddömu þá sem hann í nærfellt tvö ár hafði sængað með, og við getið börn mörg, en mis- vinsæl. Menn spurðu sjálfa sig að því hvort komnir væru brestir í hið mjög svo ástríka hjónaband. Hinni langþráðu popphátíð er nú lokið, og það er skemmst frá því að segja, að þessarar vakn- ingarsamkomu verður ávallt minnst sem „lítilla sanda, lítilla sæva“. Fjallið tók jóðsótt og afkvæm- ið varð mús ein sem nefnd var því hátíðlega nafni Stjórnmála- ályktun. Að sönnu, þá hefur mús þessi klær, en tæpast beittari en það að grænklædda maddaman mun vart finna fyrir nema dálitlum kláða af þeirra völdum. Einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að maður hafi lesið þessa ályktun áður, jafnvel oft áður. Það er alltaf tal- að um að Ieggja niður fram- kvæmdastofnun, stokka upp í iandbúnaðarinálunum og gefa út- varpið frjálst. Auðvitað, verður ekkert af þessu framkvæmt í bráð, og margt af því sennilega aldrei, en eitthvað verður að segja til að losna við nöldrið í frjálshyggju- krökkunum, án þess að styggja þá grænklæddu um of. Ellert Schram hittir aldeilis naglann á höfuðið þegar hann segir í einni bestu stjórnmála- grein sem lengi hefur sést í ís- lensku blaði, að það sé nóg að frjálshyggju í Sjálfstæðisflokkn- um, en það fari minna fyrir frjáls- lyndinu. Og þarna liggur einmitt hund- urinn grafinn. Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn kýs frjáls- hyggjuna fremur en frjálslyndið, er hjónaskilnaður á stjórnar- heimilinu ekki Iíklegur á næst- unni, þó til séu þeir sem vilja ydda músarklærnar sem þrátt fyr- ir allt eru til staðar svo að undan þeim svíði að marki, jafnvel svo að óbærilegt verði. Grúskari. Fyrir sælkerann! Ofnbakaður fiskur með osti. 3A til 1 kg fískflök 3A til 1 tesk. salt I matsk. smjör í mótið (eða smjörl.) 1 matsk. smjör ofan á Fiskflökin eru roðflett, saltinu stráð á og látið bíða um stund. Eldfast mót er smurt og fiskflökin lögð þar í. Smjörið eða smjörlíkið sett í smá- bitum ofan á. Mótið er sett í vel heitan ofn ca 250° C og fiskurinn hafður þar, þar til hann er orðinn ljósbrúnn. Á meðan er hrært saman: 1 dl rjóma, V4 til 1 dl mjólk, 2 matsk brauðmylsna, 3 matsk. rifinn ostur. Þessu er hellt varlega yfir fiskinn í mótinu. Verði sósan of þykk, má bæta meiri mjólk í mótið. Fiskur- inn er hafður áfram í ofninum í 20 mín. ca. Borinn beint fram með soðnum kartöflum og fleira græn- meti. Sælkera- samlokur. Smyrjið franskbrauðssneiðar (eða heilhveitibrauð) með sinnepi, þar ofaná er sett skinkusneið eða hangikjöt, leggið sneiðamar sam- an tvær og tvær með osti á milli. Skerið sneiðarnar horn í hom ef notað er formbrauð. Þeytið saman egg, og veltið brauðinu upp úr egginu og brúnið á pönnu í smjöri eða smjörlíki. Ekki hafa of mikinn hita, aðeins svo að sneiðamar hitni vel í gegn en brúnist ekki um of. Þetta er sérlega gott með te, kaffi mjólk eða öli. Rúgbrauðs- terta 4 st. egg 200 gr. sykur 125 gr. rúgbrauð (raspað) 1 matsk. kartöfíumjöl 60 gr. hveiti 11/2 tsk. lyftiduft Eggjarauðurnar em þeyttar með sykrinum. Þurrefnunum blandað saman við ásamt röspuðu rúg- brauðinu. Eggjahvítumar em stífþeyttar og bætt út í síðast. Bakað í tveim tertuformum í 10- 15 mín. við 200°C. Fylling: 1-2 bananar, 3 stk. rifin epli, safi úr Yi sítrónu, 50 gr rifið súkkulaði, 2 dl þeyttur rjómi. Þetta er sett í milli botnanna. Skreyting: 3 dl þeyttur rjómi og súkkulaði plötur ofan á. Maðurinn klagar yfir léttúð konunnar, ef hún er aftur á móti of stillt, verður hann leiður á henni. ☆ ★ ☆ Það er ekkert til sem heitir hættulegar konur, aftur á móti eru til áhrifagjarnir karlmenn. ☆ ★ ☆ Þögn er konum gefin, til þess að þær geti betur látið í Ijós skoðanir sínar. ☆ ★ ☆ Að gifta sig táknar að helminga réttindi sín og tvöfalda skuld- bindingar sínar. ☆ ★ ☆ Það er eins með hjónabandið og bókmenntirnar, listin er lipur yfirferð. Kristnesspítali Eftirtaldar stöður eru lausar tíl umsóknar: Hjúkrunardeildarstjóri Staöan veitist frá 1. júní n.k. eöa síðar eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 31100. Yfirsjúkraþjálfi Staöan veitist frá 1. júlí n.k. eöa síðar eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 31100. Hjúkrunarfræðingar til sumarafleysinga og í framtíöarstörf. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 31100. Barnaheimili og íbúðarhúsnæöi á staðnum. Kristnesspítall. 2- ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.