Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.06.1985, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 05.06.1985, Blaðsíða 3
Stofnskrárfundur tveggja málfreyjudeilda Stofnskrárfundur málfreyjudeild- anna Mjallar og Rúnar var hald- inn 20. apríl sl. í Lóni við Hrísa- lund. Fundinn sóttu málfreyjur víðs vegar af landinu. Hátíðin hófst með boði bæjarstjórnar Akureyrar síðdegis, en hátíðar- fundurinn hófst síðan klukkan 19.00, fundinn sátu um 100 manns. Aðalræðu kvöldsins flutti séra Birgir Snæbjörnsson sóknar- prestur, konur úr báðum deildum sáu um vmsa dagskrárliði á fund- inum. I tilefni þessara merku tímamóta bárust margar góðar gjafir frá deildum víðs vegar af landinu. Deild verður fullgildur aðili að alþjóðasamtökum málfreyja, I.T.C., við afhendingu stofn- skrár. Halldóra Arnórsdóttir af- henti málfreyjudeildinni Mjöll al- þjóðlegu stofnskrána, en Sigrún Sigurðardóttir afhenti stofn- skrána málfreyjudeildinni Rún. Þessar konur eru báðar í mál- freyjudeildinni Kvisti Reykjavík, og hafa þær verið Akureyrar- deildunum Ieiðarljós frá upphafi. Samtökin voru upphaflega stofnuð vestur í Ameríku af konu sem hét Ernestine White. Markmið hennar var að hjálpa konum svo að þær mættu öðlast þroska, siðfágun og virðingu, styrkja persónuleika sinn, bæta hæfileikann til eðlilegra sam- skipta og tjá sig á réttan hátt til þess að vera í forystu á heimili, í sveitarfélagi og í þjóðfélaginu. Akureyrardeildirnar Mjöll og Rún voru stofnaðar 26. febrúar 1984, og voru stofnfélagar í hvorri deild 30. f dag starfa 22 konur í málfreyjudeildinni Mjöll undir forsæti Sonju Sveinsdóttur og 29 konur í málfreyjudeildinni Rún, en forseti þeirrar deildar er Hulda Eggertsdóttir. Fyrír hönd deildanna, Bergþóra Reynisdóttir, Mjöll. Björg Þórðardóttir, Rún. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Iðnaóardeild - Akureyri Markaðsfulltrúi Iðnaðardeild Sambandsins ullariðnaður óskar eftir að ráða markaðsfulltrúa við sölu og markaðssetningu erlendis. Viðkomandi þarf að hafa góða tungumálakunn- áttu. Viðskiptafræði eða hliðstæð menntun æski- leg svo og reynsla í sölumennsku. Umsóknir sendist starfsmannastjóra Glerárgötu 28, 600 Akureyri fyrir 10. júní nk. og gefur hann nánari upplýsingar í síma 21900. Glerárgata 28 Pósthólf 606 Simi (96)21900 PNTUBUS óendanleglr mögulelkar I ELDHUSIÐ I GARÐINN • Sterkir, endingargoðir, fallegir. • Hvort heldur er úti eða inni. • í stofuna, geymsluna, stofnanir og fyrirtæki • Fjórir upplifgandi litir. • Niðsterkt lakk eða heitgalvamisering. I SAUMAHERBERGIÐ IDAGSTOFUNA IFORSTOFUNA Furuvöllum 13 I Akureyri Simi 96-23830 JVC myndbandstæki JVC VHS myndbandstæki með þráðlausri fjarstýringu. 14 daga upptökuminni. Myndleitun hratt áfram og aftur á bak. Kyrrmynd með lágmarkstruflun, cr\y^1o * '1C. * 1 .. | . Sími 96-21400 Framhlaðið. Stórir litaðir takkar auðvelda notkun. JVC myndband í sérflokki fyrir aðeins kr. 44.990,- stgi ALÞÝÐUMAÐURINN - 3

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.