Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.11.1985, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 20.11.1985, Blaðsíða 1
4. tölublað - 20. nóvember 1985 Abyrgðarmaður: Oskar Alfreðsson. Afgreiðsla: Strandgötu 9 - Simi 24399. Setning og prentun: Dagsprent hf. Akureyri. ALÞYÐUMAÐURINN Ám[ Gurmarsson á borgarafundi á Akureyri: „í Norðurlandi eystra varð aukning ársverka aðeins 0,3% milli áranna ’82 og ’83, en 2,1 % á landsvísu“ Frá fulltrúaráði Fulltrúaráð Alþýðuflokksins á Akureyri er skipað stjórnum Al- þýðuflokksfélaganna á Akureyri. Á aðalfundi fulltrúaráðs er haldinn var 21. okt. sl. má segja að blað hafi verið brotið í sögu fulltrúaráðsins, þar sem stjórn þess er nú eingöngu skipuð konum. Formaður er Herdís Ingvadóttir, ritari Hulda Eggerts- dóttir, gjaldkeri Helga Árnadótt- ir. Fulltrúaráð hefur að undan- förnu staðið fyrir lagfæringu húsnæðis flokksins að Strandgötu 9 með góðri hjálp flokksfélaga sem galvaskir hafa mætt þar til starfa. Nú hefur verið opnuð þar skrifstofa og verður hún opin fyrst um sinn frá kl. 15-19 alla virka daga. Viljum við hvetja alla velunn- ara Alþýðuflokksins til að líta inn á skrifstofunni til skrafs og ráða- gerðar. Einnig hefur verið ákveðið að koma saman að Strandgötu 9 laugardaginn 23. nóv. nk. kl. 13 til að skera og steikja laufabrauð sem síðan verður til sölu ásamt ýmsu öðru á fyrirhuguðum basar sem halda skal sunnudaginn 1. des. kl. 15 að Strandgötu 9. Von okkar er sú^að sem flestir sjái sér fært að mæta til starfa áðurnefnd- an laugardag. Alþýðuflokksfólk, nú sýnum við samstöðu bæði í orði og verki. Fyrir hönd fulltrúaráðs. Herdís Ingvadóttir. Frá Akureyri. eru þau 10 af hundraði, í vefjar- iðnaði 9 af hundraði, f fiskvinnslu eru þau 7 af hundraði og ekki nema 3 af hundraði í fiskveiðum. í matvælaiðnaði eru ársverkin 7 prósent, í málm- og skipasmíði 7 prósent og í byggingariðnaði 7 prósent. I öðrum greinum eru tölurnar lægri. Flest ársverk í láglaunastörfum Það er tvennt, sem einkum er at- hyglisvert í þessum tölum í fyrsta lagi: Ársverk við fiskveiðar hafa dregist saman úr 4% 1980 í 3% 1983. Ársverk í málm- og skipa- smíðum höfðu ekkert breyst öll fjögur árin, byggingariðnaður hafði dregist saman frá 1980 úr 9% í 7%, og sá samdráttur hefur orðið enn meiri í fyrra og á þessu ári. Annar iðnaður stóð nær alveg í stað. Hins vegar höfðu ársverk í opinberri þjónustu auk- ist úr 15 af hundraði 1980 í 18 af hundraði 1983. - í öðru lagi er það athyglisvert, að langflest árs- verk eru í störfum, sem daglega eru nefnd láglaunastörf. Það gef- ur til kynna, eins og ég hefi hald- ið fram áður gegn harðorðum mótmælum pólitískra andstæð- inga, að vegna samsetningar vinnuafls á Akureyri, mætti tala um raunverulegt láglaunasvæði. Aukning aðeins 0,9% Ef litið er á allt Eyjafjarðarsvæð- ið varð aukning ársverka á milli áranna ’82 og ’83 aðeins 0,9 af hundraði. Á landsvísu er aukn- ingin 2,1%. 5,9% fækkun varð í landbúnaði, 5,8% í fiskveiðum, 10,6% í trjávöruiðnaði, 11,3% í byggingariðnaði og 2,9% í opin- berum framkvæmdum. Það sem „í ööru lagi er það athyglisvert, að langflest ársverk eru í störfum, sem daglega eru nefnd láglaunastörf. Það gefur til kynna, eins og ég hefi haldið fram áður, gegn harðorðum mótmælum pólitískra andstæðinga, að vegna samsetningar vinnuafls á Akureyri, mætti tala um raunverulegt láglauna- svæði. “ bjargar því, að þessi tala fer ekki niður fyrir núllið, er 6% aukning í fiskvinnslu á Eyjafjarðarsvæð- inu, 8,3% aukning í smásölu- verslun, 9,3% aukning í veitinga- og hótelrekstri, 5% aukning hjá Pósti og síma, 3,9% aukning hjá peningastofnunum, 20,4% aukn- ing á þjónustu við atvinnurekst- urinn, 10,5% aukning í opinberri stjórnsýslu og 4,5% aukning í opinberri þjónustu. Framhald á bls. 2 Á fjölmennum borgarafundi, sem haldinn var á Akureyri fyrir nokkrum dögum, fjallaði Jón Baldvin Hannibalsson um stöðu stjórnmál- anna, Karl Steinar Guðnason um kjaramálin og Árni Gunnarsson um atvinnumál á Akureyri og í Norðurlandi eystra. í ræðu Árna kom m.a. fram, að á árabilinu 1979 til ’82 fluttust 175 nýir íbúar til Akureyrar umfram brottflutta. 1983 og ’84 snérist þessi þróun gersamlega við, en þá voru brottfluttir 221 umfram aðflutta. Síðan hefur brottflutningurinn aukist, og ástæðan er fyrst og fremst stöðnun í allri þróun atvinnu- lífs. Ræða Árna er hér birt í heild: Á árabilinu 1979 til 1982 flutt- ust 175 nýir íbúar til Akureyrar umfram brottflutta. Langflestir komu úr nálægum byggðarlög- um. Þannig komu 13 úr Öxna- dalshreppi, 19 úr Glæsibæjar- hreppi, 47 úr Hrafnagilshreppi og 21 úr Saurbæjarhreppi. Þá komu 20 frá Ólafsfirði. Þessi ár fluttust 587 íbúar frá Akureyri til Reykjavíkur, en aðeins 500 frá Reykjavík til Akureyrar. Akur- eyri varð því að sjá af 87 fleirum til höfuðborgarinnar en hingað fluttust. Engu að síður fjölgaði hingað fluttum umfram brott- flutta. Þessar tölur gilda um breytingar á fjögurra ára tíma- bili. 221 flutti á brott Á árunum 1983 og 1984 á 2ja ára tímabili varð mikil breyting á þessari þróun. Þá voru brottflutt- ir 221 umfram aðflutta . . . Frá „Frá Reykjavík komu 242, en 411 fluttu þangað. Frá Hafnarfirði komu 35, en þangað fóru 43, og frá Mosfellshreppi komu 3, en þangað fluttu 35.“ Reykjavík komu 242, en 411 fluttu þangað. Frá Hafnarfirði komu 35, en þangað fóru 43, og frá Mosfellshreppi komu þrír, en þangað fluttu 35. Að tala brott- fluttra umfram aðflutta varð ekki hærri, stafar af því, að enn flutt- ust stórir hópar úr nágranna- byggðum til bæjarins. Ástæðan er fyrst og fremst sú mikla fækkun, sem orðið hefur í land- búnaði á síðustu árum. - En ég kem að því nánar síðar. Vitað er, að á þessu ári hafa mun fleiri farið héðan á brott en hingað hafa komið. Það sem er einkum alvarlegt við þessa þróun er, hve margt ungt fólk hefur far- ið héðan. Svipuð þróun og hér hefur verið nefnd gildir um Norðurlandskjördæmi eystra í heild. Þessar tölur vann Byggðastofn- un fyrir mig í þessari viku úr gögnum, sem hún hefur nú í fór- um sínum. Flest ársverk í opinberri þjónustu Ef litið er á hlutfallslega skipt- ingu ársverka hér á Akureyri árin fjögur frá 1980 og til og með '83, kemur í Ijós, að langflest ársverk voru í opinberri þjónustu, eða 18 af hundraði. í smásöluverslun

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.