Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.11.1985, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 20.11.1985, Blaðsíða 2
Leiðari: Mannlegir harmleikir Nýlega var frá því skýrt í sjónvarpsfréttum, að sex manna fjölskylda í Reykjavík hafi misst heimili sitt undir hamarinn, ekki vegna einhverrar ógæfu eða óráðsíu heimilismanna, helfur vegna þess að ein- hver nordælsk vísitala hafði hækkað úr hófi fram, langt umfram greiðslugetu viðkomandi fjölskyldu. Nú er það í sjálfu sér ekkert fréttnæmt lengur þótt fólk missi þakið ofan af sér undir hamarinn. Sá mannlegi harmleikur sem sjónvarpsáhorfendum var þarna boðið upp á er aðeins einn af mörgum sem dag hvern eiga sér stað allt í kringum landið, og eru bein afleiðing gjaldþrota stjórnarstefnu. Það er engu að síður full þörf á því að sjónvarpið sýni okkur að minnsta kosti öðru hvoru hinn blákalda veruleika, mitt á milli allra jólatilboðanna. En auðvitað sannast hér sem oftar hið forn- kveðna, að eins dauði er annars brauð. Meðn hið opinbera gengur fram af fyllstu hörku við að leysa upp heimili láglaunafólksins, blómstra okurkarl- arnir sem aidrei fyrr. Löglegt jafnt sem ólöglegt brask er orðin ábatamesta atvinnugrein á landi hér, og sagt er að álitlegur hópur fullfrískra manna lifi á því einu að eiga verðbréf af ýmsu tagi. Þar á ofan bætast svo daglegar fréttir af ýmiss konar misferli, skattsvikum að ógleymdum hlutum á borð við Haf- skipsmálið þar sem sjálfur fyrrverandi fjármálaráð- herra landsins á drjúgan hlut að máli. Einhvers staðar annars staðar hefði slíkt mál kostað ráð- herra stólinn, en slíku er ekki að heilsa í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Þetta er sjálfsagt bara „innra mál samstarfsflokksins“. Framsóknar- byggðastefnan Framsóknarmenn hafa löngum gumað af því að þeir væru einhverjir sérstakir málsvarar byggða- stefnu í landinu. Það kann rétt að vera, ef við köll- um það byggðastefnu að safna allri þjónustu, öll- um innflutningi og allri stjórnsýslu saman á litlum bletti innan Elliðaáa, og gera landsbyggðarfólk að ódýru vinnuafli fyrir hina nýju tölvuvæddu yfirstétt Reykjavíkurveldisins. Skemmst er að minnast þess þegar fulltrúar Framsóknar í stjórn Byggðastofn- unar komu í veg fyrir það að hún yrði flutt til Akur- eyrar, með því að láta ráðgjafarfyrirtæki, væntan- lega reykvískt, gera úttekt á því hvort slíkur flutn- ingur sé hagkvæmur. Að sjálfsögðu er þarna um hreina peningasóun að ræða, því auðvitað hafa frammararnir gefið fyrirmæli um það hverjar niður- stöðurnar skuli vera. Og því má ekki gleyma, að Framsókn hefur verið leiðandi afl í bæjarstjórn Akureyrar á þeim undan- förnu kreppuárum sem yfir þennan bæ hafa gengið. Sjálf Iðnaðardeild Sambandsins hefur orð- ið að sjá á eftir þýðingarmiklum stjórnunarverkefn- um suður, og sagt er að meira af því tagi sé í bígerð. Það er skýlaus krafa allra Akureyringa, að framsóknarmennirnir hjá Sambandinu hætti að flytja starfsemi héðan suður, og helst að þeir nái einhverju norður af því sem fyrir sunnan er. Síldarverksmiðjan í Krossanesi Skrifstofan er flutt að Glerárgötu 30, 3. hæð (Landsvirkjunarhúsið) gengið inn frá Hvannavöllum. Sími 24125 á skrifstofu og 24101 í verksmiðju. Reikningar greiddir á fimmtudögum milli kl. 4-5 e.h. Síldarverksmiðjan í Krossanesi Fyrir sælkerann! Það líður senn að jólum og jólabakstur því á næsta leiti. Lítum því aðeins á nokkrar góðar kökuupp- skriftir og prófum. Cornflakes smákökur 1 bolli púðursykur 2 eggahvítur 2 bollar cornflakes ‘A bolli brytjaðar möndlur eða hnetukjarnar ‘A bolli mulið súkkulaði 1 bolli kókosmjöl !A tsk. vanilla rifinn sítrónubörkur. Eggjahvíturnar þeyttar ásamt púðursykrinum. Ollu hinu bland- að út í. Sett í litla toppa á vel smurða plötu. Bakað við 180° í 10-15 mín. Marmarakökur 200 g hveiti 200 g smjörlíki 100 g flórsykur 1 tsk. vanilla 2 msk. kakó. Deigið er hnoðað án kakósins. Deiginu er síðan skipt í tvo hluta, annar hlutinn á að vera aðeins stærri. Kakóið er hnoðað upp í minni hlutann, síðan er öllu hnoðað saman í lengju og kælt. Skorið í sneiðar með beittum hníf. Raðað á plötu og bakað við 180° í um 10 mín. Kartöflukökur 150 g smjör 150 g hveiti 150 g stappaðar kartöflur. Öllu hnoðað saman, flatt út og stungnar út kökur með glasi. Apríkósumarmelaði sett í smá toppa á hverja köku, síðan brotnar saman eins og hálfmán- ar. Hver kaka er síðan pensluð með eggi, sykri og smátt brytjuð- um möndlum stráð ofan á. Bakað við 200° í ca. 12-15 mín. Ágætt er að frysta þessar kökur og hita þær síðan í ofni. Kókoskaka með kaffiglassúr 2 egg 2 dl sykur l'Á dl kókosmjöl 2 dl hveiti Æj tsk. lyftiduft 100 g smjörlíki (bráðið) 1 dl vatn. Egg og sykur þeytt saman. Kók- osmjöli, hveiti og lyftidufti blandað saman við. Bráðið smjörlíkið sett út í og að síðustu volgt vatnið. Deigið sett í vel smurt og raspistráð form. Kakan bakist við 180°. Kremið á kökuna l'Á dl rjómi VÁ dl sykur 1 msk. síróp 1 msk. smjör 1-2 tsk. kaffiduft. Allt nema kaffið er sett í pott og soðið þangað til þetta er orðið hæfilega þykkt eða í ca. 12-15 mín. Kaffiduftinu hrært út í, kremið látið kólna og því síðan smurt á kalda kökuna. Kókos- mjöli stráð yfir. Ný hljómplata: Jónas Ingimundarson píanóleikari Út er komin hljómplata með ein- leik Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara, hjá bókaútgáfunni Erni og Örlygi. Á plötunni eru \erk eftir Bach, Caluppi, Sveinbjörn Svein- björnsson og Lht. Meðal efnis er hinn þekkti sálmur Bachs „Slá þú hjartans hörpustrengi", og „Idyl“ og „Vikivaki" eftir Svein- björn Sveinbjörnsson, sem unnin- eru úr íslensku þjóðlögunum „Stóð ég úti í tunglsljósi“, „Hér er kominn Hoffinn“ og „Góða veislu gjöra skal“. Helmingur plötunnar er helgaður verkum eftir Franz Lizt, en á næsta ári er öld liðin frá fæðingu hans. Upptökur fóru fram stafrænt (digital) í Hlégarði og Háskóla- bíói, og annaðist þær Halldór Víkingsson. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miövikudaginn 20. nóvember 1985 kl. 20-22 veröa bæjarfulltrúarnir Sigurður Jóhannesson og Siguröur J. Sigurðsson til viötals í fundastofu bæjarráðs í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Frá stjórn verkamanna- bústaða, Akureyri Stjórn verkamannabústaða auglýsir til sölu eftir- taldar íbúðir í verkamannabústöðum: A. 5 herbergja 130 m2 íbúö í raöhúsi viö Fögrusíðu 11 e, áætlað verð ca. 3.600.000.- B. 4ra herbergja 100,4 m2 íbúð í fjölbýlishúsi viö Keilusíðu 12 h, áætlað verð ca. 1.750.000- C. 3ja herbergja 82,6 m2 íbúð í fjölbýlishúsi viö Sunnuhlíð 23 d, áætlað verð ca. 1.400.000.- D. 2ja herbergja 51,18 m2 íbúö í fjölbýlishúsi viö Keilusíöu 12 f, áætlað verð ca. 1.300.000.- E. 2ja herbergja 50,6 m2 íbúö í fjölbýlishúsi viö Keilusíðu 12 g, áætlað verð ca. 1.300.000.- Réttur til kaupa á íbúö í verkamannabústöðum er bundinn við þá sem uppfylla eftirfarandi skilyröi: a) Eiga lögheimili á Akureyri. b) Eiga ekki íbúö fyrir, eöa samsvarandi eign í öðru formi. c) Hafa haft í meðaltekjur þrjú síöustu ár áður en úthlutun ferfram (1982-1983 og 1984) eigi hærri fjárhæö en sem svarar 307.000 á ári fyrir ein- hleyping eöa hjón og kr. 28.000 fyrir hvert barn á framfæri innan 16 ára aldurs. Umsóknarfrestur er til 9. desember nk. Útborgun er 20% af veröi íbúöanna og mismunur- inn 80% er fenginn aö láni úr Byggingarsjóöi verkamanna til 42 ára. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu verkamannabústaða Kaupangi viö Mýr- arveg, sími 25392. Akureyri, 18. nóvember 1985, Stjórn verkamannabústaða, Akureyri. 2- ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.