Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.11.1985, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 20.11.1985, Blaðsíða 8
ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Freyr Ófeigsson: Fjölmiðlakönnun Paö er skoðun mín að tengsl bæjarstjórnar við bæjarbúa séu of lítil og venjulegir borgarar þessa bæjar fái næsta litla vit- neskju um það, sem er á döfinni hverju sinni hjá bæjarstjórn og öðrum bæjaryfirvöldum. Nánast einu tengsl bæjarbúa við bæjarstjórn eru í gegnum þá flokka, sem hverju sinni eiga full- trúa í bæjarstjórn og varðar til- tölulega þröngan hóp manna inn- an hvers flokks. - Að vísu eru bæjarfulltrúar yfirleitt boðnir og búnir til að veita þeim, sem til þeirra leita upplýsingar og hlusta á aðfinnslur þeirra og nú síðustu ár hafa bæjarfulltrúar haft fasta viðtalstíma á skrifstofu bæjarins. Þessir viðtalstímar eru tvímæla- laust til bóta en hvergi nærri full- nægjandi til að veita hinum al- menna borgara upplýsingar um störf bæjarstjórnar, enda eru þeir sóttir af tiltölulega fáum mönnum, sem í yfirgnæfandi til- vika koma til að tala fyrir eigin hagsmunum en ekki til að afla sér almennra upplýsinga. Hverju sveitarfélagi er mikil nauðsyn á að íbúarnir séu sem best upplýstir um hvað eina sem sveitarstjórnir aðhafast, hvort heldur sem athafnir sveitar- stjórna horfa til framfara og heilla fyrir íbúana eða öfugt. Þetta á ekki síður við um Akur- eyri en önnur sveitarfélög. í litl- um sveitarfélögum þar sem um- svif sveitarstjórna eru lítil og fá- brotin, er ekki um neitt vanda- mál að ræða. Þar fá íbúarnir yfir- leitt vitneskju um athafnir sveit- arstjórnar jafnóðum án þess að gera þurfi sérstakar ráðstafanir af hálfu sveitarfélagsins til að koma upplýsingum á framfæri. - Allt öðru máli gegnir um stærri sveit- arfélög eins og t.d. Akureyri. - Þar berast upplýsingar um störf sveitarstjórnar ekki sjálfkrafa til íbúanna. - Annað hvort verða íbúarnir að bera sig eftir upplýs- ingunum, eða að bæjaryfirvöld komi þeim á framfæri. Eins og áður segir nær fyrri aðferðin til mjög fárra íbúa Akureyrar og að .Kaldbakur:. Freyr Ófeigsson. því er síðari aðferðina varðar er nánast ekkert gert af hálfu bæjar- yfirvalda til að koma upplýsing- um á framfæri við bæjarbúa, nema nauðsynlegar auglýsingar og þvíumlíkt. Af þessu leiðir að íbúar Akureyrar eru að miklum meirihluta til mjög fáfróðir um bæjarmálefni og því auðveld bráð fjölmiðla til að fá rangar hugmyndir um störf bæjarstjórn- ar. Það er alkunna að á síðustu árum hefur fréttaflutningur frá Akureyri stóraukist og þ.á m. fréttir af bæjarstjórnarfundum. - Ríkisútvarpið hefur stóraukið starfsemi sína og Dagur er orðinn dagblað. Aðrir fjölmiðlar hafa einnig aukið fréttaflutning frá Akureyri. - Fréttir þær sem flutt- ar eru, eru valdar eftir „frétta- mati“ viðkomandi fréttamanns og virðist þá oftan en ekki, að skemmtilegheit fréttarinnar ráði matinu, en síður til þess litið hvort málið er mikilvægt eða ekki. A.m.k. virðist mér fréttir frá bæjarstjórn valdar einhvern veginn á þennan hátt. Til viðbót- ar þessu er fréttaflutningur Dags a.m.k. af málefnum bæjarstjórn- ar vægast sagt mjög litaður hin- um græna pólitíska lit, enda yfir- lýst að blaðið er málgagn Fram- sóknarflokksins. Þessir tveir fjölmiðlar, útvarp- ið og Dagur hafa yfirburðaað- stöðu til fréttaflutnings hér á Ak- ureyri og er ég hræddur um að þeir sem hlusta á eða lesa þær fréttir, sem fluttar eru af störfum bæjarstjórnar fái mjög skrítnar hugmyndir um það sem þar ger- ist. Hér er ekki eingöngu við fjöl- miðlana að sakast, starfshættir bæjarstjórnar leiða til þess að erf- itt er fyrir fjölmiðla að fylgjast náið með. Tillöguflutningur og umræður um mál fara að mestu leyti fram á lokuðum fundum nefnda og einungis lokaafgreiðsl- ur koma til afgreiðslu í bæjar- stjórn. Ég tel að orðið sé tímabært að bæjarstjórn Akureyrar fari að eiga frumkvæði að því að koma upplýsingum um bæinn, störf bæjarstjórnar og annarra bæjar- yfirvalda á framfæri við bæjar- búa. - Bæjarstjórn getur sjálfsagt sýnt viðleitni í þessa átt með ýms- um hætti. Ég er þeirrar skoðunar að ráða eigi hæfan mann til bæjarins, sem kalla mætti t.d. upplýsingafulltrúa. Starfsvið hans yrði miðlun hvers konar upplýsinga um Akureyri og þau verkefni sem þar eru á döfinni á hverjum tíma. Sæi hann um út- gáfu reglulegs fréttarits á vegum bæjarins, sem borið yrði í hvert hús í bænum, og kæmi upplýsing- um á framfæri við fjölmiðla. Þessi starfsmaður ætti einnig að hafa umsjón með kynningu bæjarins út á við, t.d. þátttöku bæjarins í ferðabæklingum o.s.frv. Þá gæti hann einnig haft það verkefni að sýna gestum bæjarstjórnar það markverðasta í bænum og leiðbeina þeim á ann- an hátt, sem við á hverju sinni. Þótt nokkur útgjöld fylgi slíku starfi tel ég að þeim yrði vel varið, ef þau leiddu til aukinnar þekkingar bæjarbúa á bænum sínum og störfum þeirra bæjar- fulltrúa, sem þeir hafa kosið til að stjórna bænum. Slfk þekking er forsenda þess að menn skilji þarfir bæjarfélagsins í heild og ætti að koma í veg fyrir margvís- legan misskilning, sem iðulega kemur upp milli einstaklinga og bæjarfélagsins og kostar stundum mikla peninga og ómælda vinnu og oft á tíðum óþarfa leiðindi. Freyr Ófeigsson. Blaöstjorn: Oskar Alfreðsson. Haraldur Helgason. Jorunn G. Sæmundsdóttir. Leiklist: Árni Tryggvason í hlutverki sínu sem Scrooge. Skammdegið er nú sem óðast að komast í algleyming, og senn líð- ur að jólum, þessu árvissa ljósi sem bregður birtu sinni á dimm- ustu mánuðina. Jólastemmningin hefur þegar haldið innreið sína á fjalir gamla góða Samkomuhússins okkar, þar sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi föstudaginn 15. nóv- ember síðastliðinn söngleikinn „Jólaævintýri“, sem byggður er á einni frægustu og vinsælustu jólasögu sem samin hefur verið „A Christmas Carol“ eftir hinn ástsæla breska rithöfund Charles Dickens. Dickens samdi sögu sína síðla árs 1843, í þeim yfirlýsta tilgangi að vekja athygli hinna betur stæðu á bágum kjörum fátækling- anna, og þá ekki hvað síst á hinni gífurlegu barnaþrælkun sem við- gekkst á Englandi og víðar um hans daga, og enginn vafi leikur á því að þessi saga átti sinn þátt í umbótum sem gerðar voru á því sviði. Sagan fjallar um nirfilinn Scrooge sem í upphafi var ósköp venjulegur ungur maður, eða allt þar til hann verður gripinn sjúk- legri peningagræðgi sem að síð- ustu gengur svo langt að hann glatar öllu sambandi við umheim- inn, jafnvel hæfileikanum til að halda jól, eða með öðrum orðum barninu sem í okkur öllum býr. Hann auðgast á okurlánum, verðbréfabraski og ýmsu slíku sem lætur einkar kunnuglega í eyrum þannig að ádeila verksins Fræg jólasaga í leik- húsinu höfðar einkennilega sterkt til manns þessa dagana. Og þessi ádeila kemst fyllilega til skila í þessari sýningu leikfé- lagsins. En um leið er hér á ferð- inni einkar hugljúf og falleg sýn- ing sem hlýtur að höfða vel til barna á öllum aldri með allri sinni litadýrð og ljósahafi, tóna- flóði og töfrabrögðum. Öllu þessu stjórnar María Kristjáns- dóttir frá Húsavík. Leikmynd gerði Hlín Gunnarsdóttir og lit- ríka búninga Una Collins. Ljósin hannaði Ingvar Björnsson og Roar Kvam stjórnar einkar áheyrilegri tónlist. í leiknum koma fram eitthvað um fjörutíu leikarar, börn og dansarar. Aðal- hlutverkið leikur Árni Tryggva- son og bregst ekki aðdáendum sínum fremur en vant er. Önnur stór hlutverk leika meðal annars Theodór Júlíusson sem leikur skrifarann arðrænda Cratchit, Þráinn Karlsson leikur vofu Mar- leys sem send er til að snúa gamla Scrooge frá villu síns vegar, og ekki má gleyma þeim Jóhanni Ögmundssyni og Björgu Bald- vinsdóttur, en hún hefur ekki leikið um nokkurt skeið. Hér ná þau enn einu sinni að bræða hjörtu Akureyringa eins og svo oft hér á árum áður með hugljúfri og manneskjulegri túlkun sinni. Og börnin í sýningunni gera sitt til að skapa ósvikna jólastemmn- ingu, einlæga og fölskvalausa mitt í öllu glysi jólatilboðanna. Fjölmiðill í kreppu Því var almennt fagnað þegar ákveðið var að hefja svæðis- bundið útvarp á Akureyri. Ýmsar leiðir voru athugaðar hvað varðar tæknihlið út- sendinganna, meðal annars hvort unnt væri að nota sér- stakan sendi. Slíkt reyndist erfiðleikum bundið meðal annars vegna staðsetningar útvarpshússins, sem illar tungur segja að hafi verið keypt til að bjarga bygging- arfyrirtæki einu frá gjaldþroti. Að lokum varð það ofan á að nota dreifikerfi Rásar 2, enda það ekki notað af Rásinni nema hluta úr deginum. Svæðisútvarpið fór svo af stað í byrjun marsmánaðar og náði fljótt miklum vin- sældum, enda hið ágætasta fólk sem það mótaði. Sem fyrr segir varð sá kostur ofan á að nota dreifi- kerfi Rásarinnar meðal ann- ars valinn vegna þess að það var laust mikinn hluta dagsins, þannig að jafnvel var möguleiki á því að auka útsendingartíma svæðisút- varpsins. Því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar ákveðið var að láta senda svæðisútvarpið út milli klukkan 17 og 18, og klippa því á Rásina. Hér skal ekki lagður neinn dómur á gæði Rásarinnar, aðeins bent á það að á hana er mikið hlustað hér á svæðinu, og það er hrikalegt virðingar- leysi við þá sem á hana vilja hlusta, að klippa þennan klukkutíma út, og sá sem mest tapar á öllu klúðrinu er auðvitað sjálft svæðisútvarp- ið. Hér skal ekki að því leitt getum hvor er höfundur þessa klúðurs, Markús gló- kollur með Flokksskírteinið eða Jónas Skjaldarvíkurgoði. Það skiptir ekki höfuðmáli. Vitleysan er sú sama. Hitt er hálfu verra, að því miður þá er það svæðisútvarp sem okkur býðst á milli klukkan 17 og 18 langt frá því að vera jafn ferskt og skemmtilegt og það var, þegar best lét á til- raunatímabilinu, og hefur það þó snöggtum skánað frá því sem var fyrst í haust. Allt er að sönnu slétt og fellt, en ferskleikann og broddinn vantar alveg. Það getur verið að einhverjum þyki það mikil frétt að yfirmaður á verk- smiðjunum hafi eignast dóttur, og vilji eiga sem mest af fríi með fjölskyldunni. En það er bara ekki stærsta hagsmunamál svæðisins, né heldur vangaveltur um mynd- bandanotkun barna og ungl- inga. Svæðisbundið útvarp á auðvitað fyrst og síðast að sinna mönnum og málefnum viðkomandi svæðis, vera fé- lagi og málsvari fólksins á þessu svæði, en ekki að vera andstæðingur þess, hvað þá atvinnubótastofnun fyrir nokkrar útvaldar fjölskyldur. Það er sitthvað sem svæð- isútvarpið verður að gera ef það á að ná fyrri hylli. Hið fyrsta, og ef til vill hið mikil- vægasta, er að færa útsend- ingartímann aftur um klukku- stund, en hver einasta hlust- endakönnun sem gerð yrði myndi sýna það, að tíminn milli klukkan 18 og 19 sé sá eini rétti, en auðvitað mætti einnig bæta við tímum eftir hádegi og á kvöldin.. Þá ætti að auglýsa öll störf við svæðisútvarpið frá og með næstu áramótum - og ráða eftir auglýsingunum. Um mat á umsóknum ættu að sjá aðil- ar með staðgóða menntun og þekkingu á fjölmiðlun. Einnig væri hugsanlegt að fela þennan rekstur eins konar áhugamannahópi sem starf- aði til dæmis í anda skandi- navíska grenndarútvarpsins þar sem engin sérhæfing ríkir, og enginn er yfirmaður. Þessi hópur mætti vera nokk- uð stór 8-10 manns, og auð- vitað kostar það einhverja peninga að ráða svona margt fólk. En sé það satt, i'ð peningar Ríkisútvarpsins íafi verið notaðir í bygging j óðalsins fræga í Skjaldarvík, þá hljóta einnig að vera til peningar í það að rífa okkar kæra svæðisútvarp upp úr öldu- dalnum sem það nú er í. Og til þess hefur það alla burði ef rétt er á málum haldið og gömlu „útvarpshefðirnar“ verða látnar fjúka. En fyrst og síðast. Útvarp er fyrir þá sem á það hlusta, ekki fyrir starfs- menn þess eða fjölskyldur þeirra og svæðisútvarpið á það ekki skilið að vera haldið t núverandi kreppu. Ykkar Kaldbakur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.