Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.12.1985, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 18.12.1985, Blaðsíða 2
2 - ALÞÝÐUMAÐURINN Leiðari: Jól um heimsbyggð - jól í hug Senn munu þau bresta á blessuð jólin og bera birtu sína, kærleika og yl inn í jafnvel hinn dimmasta rann. Enn einu sinni munum við heyra lesna fegurstu söguna sem sögð hefur verið, þessa endalausu sögu um sigur Ijóssins yfir myrkrinu, sigur elskunnar yfir illskunni. Og heimsbyggð- in hlýðir á. Nóttin helga tengir þjóð við þjóð. Boðskapur jólanna er nú bráðum orðinn tvö þúsund ára gamall, en sennilega hefur hann aldrei átt brýnna er- indi við mannkynið en einmitt í dag, og sennilega hefur hann aldrei verið nýrri og ferskari en einmitt í dag. Því er nefnilega þannig varið, að þrátt fyrir alla tölvutæknina, þá eru enn til allt of margir menn sem halda að það leysi einhvern vanda að skjóta niður saklaus börn og gamal- menni, hvort sem það er nú í Suður-Afríku, Afganistan eða El Salvador. Það er jafnvel drepið í nafni barnsins frá Betlehem. En þetta er nú í útlandinu, segja sjálfsagt margir, og víst er það rétt. Hér á landi eru að sönnu ekki háðar blóð- ugar styrjaldir, en samt er tæpast hægt að segja að hér sé allt í sómanum. Tæpast líður sá dagur, að fjölmiðlar skýri ekki frá fjármálahneyksli eða spillingu af einhverju tagi. Peningar eru á góðri leið með að verða það vímu- efni sem mestum vanda veldur á landi hér, og ef til vill hin eina og sanna undirrót annarra vímuefnavandamála í þjóðfélaginu. Peningar geta eins og önnur vímuefni á stundum veitt einhverja stundargleði, jafnvel gert eitt- hvert gagn, en verða eins og þau að hinum skelfilegasta bölvaldi ef menn missa á þeim stjórn. Þennan bölvald getum við séð í öllu sínu veldi í hinni frábæru sýningu Leikfélags Akureyrar á Jólaævintýri Dickens. Þessi sýn- ing á alveg sérstakt erindi við okkur í dag, því þó við drepum ef til vill ekki beinlínis fólk í nafni barnsins frá Betlehem eins og þeir í útlandinu, þá syngjum við gjarn- an „Áfram Kristsmenn krossmenn" við athafnir sem ekki geta beint talist í anda Hans. Og nirfillinn Scrooge er ekki aðeins á ferð inni á stjórnarfundum gjaldþrota fyrirtækj- anna. Eitthvað af honum hlýtur að búa í brjóstum þeirra sem næstum fylltu heila farþegaþotu á leið til Spánar nú á dögunum í því skyni að skoða fasteignir, á sama tíma og jafnvel einhverjir af starfsmönnum þeirra fyrirtækja sem þessir menn eiga sumir hverjir, berjast ef til vill í bökkum við að halda í tveggja herbergja húskofann sinn, eða þá að eiga fyrir næstu máltíð. Eitt er næsta víst, að í hópi þessara fyrrnefndu Spánarfara hefur tæpast verið nokkur verkamaður frá Hafskip, hvað þá pökkunarstúlka frá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. En þó að margt sé bölið í heimi hér, þá vekja samt jólin alltaf nýja og nýja von, því vissulega er maðurinn inn við beinið góður, þó að græðgi, valdafíkn og sinnuleysi hafi oft á tíðum afvegaleitt margan góðan dreng í tímans rás. Vonandi nær hið flöktandi friðarljos sem við tendrum í görðunum okkar á komandi aðfangadagskvöld, að lýsa okkur leiðina að jötunni, svo við megum þar líta í blíð og saklaus augu barnsins, þessa barns sem í okkur öllum býr, en sem við eigum því miður oft svo erfitt með að finna. Gleðileg jól! Verktakar í byggingariönaði Sími (96) 24082 Pósthólf 108 602 Akureyri Sendum öflutn viðskiptavinum og veíutmurum okíuir tuujfteifar jófa- og rtýárskveðjur með þafikfceti jyrir gott samstaif á fiðtuun árum. Fyrir sælkemnn1- Nú þegar jólabakstrinum er að mestu lokið og búið að innsigla kökukassana og laufabrauðið stendur í stöflum og bíður þess að fara á jólaborðið, er ágætt að huga að öðru matarkyns. Pá megum við ekki gleyma síldinni. Hér koma nokkrar síldarupp- skriftir: Tómatsfld 2’ácII súrmjólk svolítið salt og pipar 1 msk. saxaður hrár laukur 3 msk. tómatsósa 3-4 marineruð síldarflök. Saltinu, piparnum, lauknum og tómatsósunni er hrært út í súr- mjólkina. Síldin skorin í bita, sett í skál og sósunni hellt yfir. Skreytt með laukhringjum og persille. Karrýsfld 4 stk. marineruð síldarflök eða útvötnuð saltsíld 100 g mayonese 2 msk. sýrður rjómi 1 stk. saxaður hrár laukur karrý og sinnep eftir smekk 2 stk. epli skorin smátt. Síldin er skorin í bita, sett í skál. Mayonesið hrært með sýrða rjómanum, lauknum, eplunum, karrýinu og sinnepinu. Þessu er hellt yfir síldina (má gjarnan hræra síldina saman við líka). Graslaukur eða annað grænt klippt yfir. Sfldarsalat m/rauðrófum Mayonesi og rjóma (betri þeytt- ur) er hrært saman. Út í þetta brytjaðar sýrðar rauðrófur og smátt brytjuð epli og ef til vill söxuð harðsoðin egg. Kryddsíld skorin í bita. Öllu þessu er hrært vel saman, gott er að hræra svo- lítið af rauðrófusafanum út í mayonesið. í þessa uppskrift er ekki gefið sérstakt magn, það fer eftir smekk og þörfum hvers og eins. Auðveldur sfldar- kokkteil fyrir 4 Salatblöð skorin smátt 4 litlar soðnar kartöflur skomar í hringi 1 stk. saxaður Iaukur 2-3 síldarflök, annað hvort útvötnuð saltsíld eða kryddsíld 4 hráar eggjarauður, klippt dill eða púrrulaukur. Salatblöðunum skipt niður í fjór- ar litlar skálar eða glös, síðan kartöflunum, þá saxaða lauknum og síðast síldarbitunum. Búið til (með skeið) litla holu í miðjuna á hverju glasi eða skál og látið hráu eggjarauðuna þar í. Klippið síðan graslauk eða persille yfir. Með þessu er borið rúgbrauð og smjör. Gott er að drekka með þessu gott öl eða pilsner svo ekki sé nú minnst á ískaldan ákavítissnaps. Með öllum síldarréttum er seytt rúgbrauð ómissandi. Hér kemur uppskrift af rúgbrauði. Rúgbrauð 15 bollar rúgmjöl 3 bollar hveiti 3 bollar sykur 3 tsk. salt 1151 mjólk 3 barnaskeiðar ger (periuger). Perlugerið leyst upp í 37° heitu vatni, þetta deig á að hræra en ekki hnoða, best er að hræra þetta með hendinni, því þetta er dálítið þykkt. Bakað í brauð- dunki, lokið verður að ganga utan yfir því brúnir á ílátinu mega ekki vera innan í. Dunkur- inn verður að vera það stór að þegar deigið er komið í sé gott borð ca. !ó því deigið lyftir sér. Bakaraofninn settur á rétt liðlega 100°C um leið og brauðið er sett inn. Bakað í 12-13 tíma, Sumir baka í mjólkurfernum. Svona í lokin gott ráð, fyrir þá sem eru enn að baksa við að koma hnoðaða kökudeiginu sam- an sem ekki vill samlagast. Takið plastúðarann sem þvotturinn er steinkaður með og úðið aðeins á deigið. Þá gengur þetta fínt. Og þegar öllum jólaundirbún- ingi er lokið, bara beðið eftir jólahátíðinni, þá er aldeilis ágætt að setjast meö góðum vinum, setja plötu á fóninn, fá sér rúg- brauð og síld og einhverja vöky- unmeð. Gleðileg jól!

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.