Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.12.1985, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 18.12.1985, Blaðsíða 4
4 - ALÞÝÐUMAÐURINN Magnús Magnússon, fyrrum félagsmálaráðherra: Tekjustofnar Byggingarsjóðs skertir um 3 milljarða króna 1980-1984 Nú er mjög í tísku að tala um samdrátt og niðurskurð. Einn er þó sá málaflokkur sem ekki má við niðurskurði - heldur þvert um - þar þarf öfluga viðreisn. Þar á ég við húsnæðismálin - lánsmál húsbyggjenda og íbúðakaupenda sem komin eru í argasta óefni. En hvers vegna? Er það vegna náttúrulögmála eða óviðráðan- legra utanaðkomandi aðstæðna? Nei og aftur nei. Erfiðleikarnir eru svo til allir heimatilbúnir. Búnir til af síðustu ríkisstjórn og þeirri, sem nú sit- ur. Skerðing um 3 milljarða Ein höfuðástæðan er sú, að ríkis- stjórnin, sem var mynduð í febrúar 1980 skerti markaða tekjustofna Byggingarsjóðs ríkis- ins um hvorki meira né minna en Vi - um 67% - að jafnaði í stjörn- artfð sinni. Núverandi ríkisstjórn hélt áfram á sömu braut 1983 og 1984 en hefur á yfirstandandi ári gert talsverða bragarbót. Sjóðurinn fær nú tæplega 90% af því sem fyrri markaðir tekjustofnar hefðu gefið. Þessi mikla skerðing á mörk- uðum tekjustofnum Byggingar- sjóðs ríkisins á árunum 1980-1984, sem nemur samtals 3 milljörðum kr. á núverandi verð- Iagi, er höfuðástæða þess hvernig komið er fyrir sjóðnum og bitnar það nú harkalega á öllum þeim, sem á lánum þurfa að halda. Hugsið ykkur hvað hægt væri að gera fyrir húsbyggjendur og íbúðakaupendur ef við hefðum nú 3 milljarða kr. aukalega milli handanna. Það væri hægt að leysa vandamál þúsunda. Laun og framfærsluvísitala Önnur höfuðástæða þess hvernig komið er, er sú ákvörðun núver- andi ríkisstjórnar, að stöðva við- miðun launa við framfærsluvísi- tölu, en láta á sama tíma láns- kjaravísitöluna mæla af fullum þunga. Þannig hækka skuldir og greiðslubyrði lána í takt við allar verðhækkanir, en launin ekki. Þessi aðgerð, ein út af fyrir sig, hefur aukið raunverulegar skuld- ir fólks og greiðslubyrði um ná- lægt 40%. Hún jafngildir eigna- upptöku upp á 2,6 milljarða kr. Vaxtamalin Þriðja höfuðástæða þess hvernig komið er fyrir húsbyggjendum og kaupendum nú, er sú fáránlega ákvörðun, miðað við aðstæður, að sleppa vöxtum lausum á sl. ári. Að gefa vexti frjálsa, eins og markaðshyggjumennirnir orða það. Sú aðgerð hækkaði greiðslu- byrði lána um nálægt 30%. í heild hafa þessar aðgerðir, vísitölumisgengið og vaxtaokrið hækkað greiðslubyrði húsbyggj- enda og kaupenda um full 80%. Fólk, sem ætlaði sér að greiða 40% brúttólauna fyrir íbúð árið 1982 og byggði eða keypti á þeim forsendum, þarf nú að greiða yfir 70% brúttótekna fyrir það sama. Það sjá auðvitað allir, að eng- inn getur staðið undir slíku. Afleiðingarnar Með þessum aðgerðum stjórn- valda - allt eru þetta jú beinar ákvarðanir ríkisstjórnar, að láta lánskjaravísitöluna mæla að fullu meðan kaupgjald er fryst, hækka vexti upp úr öllu valdi, og með því að steingelda Byggingarsjóð ríkisins hefur hag þúsunda manna, jafnvel tugþúsunda, ver- ið stefnt í algert óefni. Heilir árgangar fólks hafa ver- ið dæmdir til að vera vanskila- menn, dæmdir til örvæntingar. Dæmdir til að tapa íbúðum sín- um og eignum. Þessu fólki verður að koma til hjálpar miklu meira en gert hefur verið. Skuldbreyting og neyðarlán, sem veitt hafa verið eru góðra gjalda verð, svo langt sem þau ná, en eru þó fyrst og fremst gálgafrestur. Það má líkja því við það, að hent hafi verið björgunarhring til drukknandi manns. En það er eftir að draga hann upp úr sjónum. 40% færri fokheldisvottorð Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. íbúðabyggingar eru að stöðvast. Það hefur verið lítið sem ekkert byggt á landsbyggð- inni sl. 2 ár. Byggingariðnaðarmenn hafa leitað til höfuðborgarsvæðisins en nú er samdráttar einnig farið að gæta þar. 40% færri fokheldisvottorð hafa borist Húsnæðisstofnun en á sama tíma í fyrra. Fækkun þeirra íbúða sem byrjað er á er enn meiri. Lóðum er skilað aftur, sementsala minni en nokkru sinni áður þótt miklar hallir séu í bygg- ingu fyrir verslun og þjónustu á Reykjavíkursvæðinu. Ef svo fer sem horfir stefnir í mikinn húsnæðisskort og mikið atvinnuleysi byggingariðnaðar- manna. Einnig af þeim ástæðum er nú nauðsyn stórátaka á þessu sviði. Það verður annars vegar að draga úr þeim skakkaföllum, sem menn hafa orðið fyrir hin síðari ár og hins vegar verður að efla byggingarsjóðina stórlega svo að þeir geti lánað mönnum bróður- partinn af því sem þarf til bygg- ingar eða kaupa hæfilega stórra íbúða. Auk þess þarf að nýta skatt- kerfið betur en nú er gert til að auðvelda fólki að komast yfir erf- iðasta hjallann fyrstu árin eftir byggingu eða kaup á íbúðum. Hvað vill Alþýðuflokkurinn En hvað hefur Alþýðuflokkurinn lagt til í þessum efnum og hvað leggur hann til nú? Eg minni á það frumvarp sem minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins lagði fyrir Alþingi haustið 1979, en eitt af höfuðmarkmiðum þess var að efla Byggingarsjóð ríkisins það mikið á næstu 10 árum, frá 1980 að telja, að hann gæti eftir það, að mestu af eigin rammleik, lánað svo til öllum, sem á þyrftu að halda, allt að 80% af byggingarkostnaði íbúð- arhúsnæðis og samsvarandi vegna kaupa á eldra húsnæði. Því var slegið föstu í frumvarp- inu og forsendum þess, að lán Byggingarsjóðs ríkisins til íbúða- bygginga skyldu hækka um minnst 5% byggingarkostnaðar á ári í 80% innan 10 ára. Ef svo hefði farið fram væru lán Bygggingasjóðs ríkisins orðin 60% af byggingarkostnaði staðal- íbúðar í stað tæplega 30% eins og nú er. Væru m.ö.o. tvöfalt hærri og færu hækkandi. f frumvarpinu var nákvæmlega sýnt fram á hvað gera þyrfti, ár fyrir ár, til að ná þessu marki. Annars vegar að halda mörkuð- um tekjustofnum Byggingarsjóðs ríkisins óskertum. Hins vegar að auka framlög ríkissjóðs nokkuð, breytilegt frá ári til árs, en að jafnaði um 30% næstu 10 árin, en gæti eftir það farið ört minnk- andi. Alþýðuflokkurinn hefur við allar fjárlagaafgreiðslur frá 1980 reynt að koma í veg fyrir skerð- ingu á tekjustofnum Byggingar- sjóðs ríkisins og lagt fram mörg frumvörp um ákveðin viðbótar- lán úr bankakerfinu til að bæta upp allt of lág lán Byggingarsjóðs ríkisins. Lögin komu of seint Árið 1982 lagði flokkurinn fram frumvarp um frestun á greiðslu á þeim hluta verðtryggingarþátta og vaxta, sem umfram er almenn- ar launahækkanir í landinu. Þann hluta átti að greiða á framlengd- um lánstíma. Tillögur Meðal þess sem Alþýðuflokkur- inn leggur nú til er: - Að lán til þeirra sem byggja í fyrsta sinn verði 60% af verði staðalíbúðar árið 1986 og hækki um 5% á ári í 80% árið 1990 og lán til þeirra sem kaupa í fyrsta sinn hækki sambærilega. Lán til þeirra sem byggja eða kaupa í annað sinn verði nokkru lægri. - Að lán til þeirra sem byggja í fyrsta sinn verði vaxtalaus fyrstu 5 árin. Næstu 5 árin verði vextir að hámarki 3%. Eftir það verði vextir þeir sömu og byggingarsjóðirn- ir þurfa að greiða fyrir lán frá lífeyrissjóðunum. - Að vextir þeirra sem fá lán í annað sinn eða oftar verði að hámarki 3% fyrstu 5 ánn. Eftir það verði vextir þeir sömu og af lífeyris- sjóðslánum. - Að auk vaxtafrádráttar sem þarf þó endurskoðunar við fái þeir sem byggja eða kaupa í fyrsta sinn tvöfald- an persónuafslátt við álagningu tekjuskatts næstu 3 árin eftir að húsið er fokhelt eða kaupsamn- ingur gerður. - Að þeir sem byggðu eða keyptu sína fyrstu íbúð 1979 eða síðar fái einnig tvöfaldan persónuafslátt í a.m.k. 3 ár frá og með ár- inu 1986. - Að sá persónuafsláttur, sem ekki nýtist til lækkunar op- inberra gjalda, greiðist út á sama hátt og ónýttar barnabætur. Sú skatta- lækkun, sem felst í tvöföld- un persónuafsláttar nemur fyrir hjón og sambýlisfólk 70 þús. kr. á ári í 3 ár á verðlagi 1985. Fleiri leiguíbúðir Alþýðuflokkurinn vill auka bygg- ingu leiguíbúða á vegum sveitar- félaga og opna leigjendum þeirra möguleika á kaup/leigufyrir- komulagi, þ.e. að leigjendurgeti, ef og þegar þeir vilja, eignast við- komandi íbúð á t.d. 15-20 árum með nokkurri hækkun mánaðar- legra greiðslna. Með því væri fólki auðveldað að eignast íbúðir án þess að taka á sig verulega kvaðir. Alþýðuflokkurinn vill styðja búseturéttarfélög og önnur bygg- ingarsamvinnufélög. Þá vill flokkurinn auka bygg- ingu verkamannabústaða en jafn- framt leita leiða til meiri hag- kvæmni við byggingu þeirra og vill endurskoða úthlutunarreglur íbúðanna til að tryggja enn bet- ur en nú er gert, að þeir sem mest þurfa á slíkum íbúðum að halda njóti ótvíræðs forgangs. Einnig Magnús Magnússon. þarf að gera kerfið allt sveigjan- legra en það er nú. Og, síðast en ekki síst, þá vill Alþýðuflokkurinn að á meðan leitað er leiða til aðstoðar, þá verði þau nauðungaruppboð stöðvuð þar sem verið er að selja íbúðir ofan af fólki. Tekjuöflun Auðvitað kostar sú viðreisn, sem Alþýðuflokkurinn vill gera á húsnæðislánakerfinu talsvert fjármagn, og flokkurinn hefur aldrei skorast undan því að leggja fram tillögur um tekjuöfl- un. Og ég vil í þessu sambandi minna, að þótt hér sé um mikið fjármagn að ræða, þá er það mun minna en það sem þyrfti til að uppfylla þau kosningaloforð sem stjórnarflokkarnir gáfu hvor um annan þveran fyrir síðustu kosn- ingar. Til að afla tekna vill Alþýðu- flokkurinn m.a.: - Að launaskattur renni óskert- ur til byggingarsjóðanna frá 1. janúar 1986. Jafn- framt verði launaskattur næstu 3 ár (1986-1988) hækkaður um 1% og renni sú hækkun einnig til bygg- ingarsjóðanna. Atvinnu- rekendur taki þá hækkun á sig bótalaust. - Að stighækkandi eignaskattur til tveggja ára verði lagður á stórfyrirtæki og stór- eignamenn. - Að sérstakur veltuskattur verði lagður á verslunar- og þjónustugreinar, sam- tals að upphæð 500 millj. kr. á ári næstu tvö árin. - Að hluta af bindifé innláns- stofnana hjá Seðlabankan- um verði varið til kaupa á skuldabréfum byggingar- sjóðanna. - Að refsivextir sem innláns- stofnanir greiða til Seðla- bankans renni til bygging- arsjóðanna, svo og rekstr- arafgangur bankans næstu 5 árin. - Að skattfrelsi vaxtatekna verði endurskoðað. Sérstaklega með tilliti til okurvaxta, sem nú vaða uppi í þjóðfé- laginu. Að sjálfsögðu er Alþýðuflokk- urinn með til skoðunar fjölmörg önnur atriði, sem snerta húsnæð- ismál, en þau sem hér hafa verið nefnd. Á sviði húsnæðismála er misréttið í þjóðfélaginu hvað mest. Það getur t.d. skipt sköp- um fyrir fólk hvort það byggði eða keypti árinu fyrr eða síðar eða hvort það er eftir. Úr þessu misrétti verður að draga jafnframt því að tryggja það, að allir eigi möguleika á sómasamlegu húsnæði. Magnús H. Magnússon.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.