Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.12.1985, Blaðsíða 11

Alþýðumaðurinn - 18.12.1985, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUMAÐJRINN - 11 Jóhannes Guðmundsson: Konungsglíman 1921 Þáttur sé er hér birtist er eftir Jó- hannes Guðmundsson, kennara á Húsavík, og er úr endurminning- um sem hann Iét eftir sig í hand- riti. Jóhannes lést 30. sept. 1970 á 79. aldursári. Sumarið 1921 fór Jóhannes til Reykjavíkur ásamt fleiri norðanmönnum m.a. til að sjá Kristján konung 10., sem þá heimsótti ísland. A Þingvöllum fóru fram hátíðahöld til að fagna konungi sem þar var staddur ásamt fjölda gesta. Meðal skemmtiatriða var íslensk glíma sem varð nokkuð umdeild. Af henni segir Jóhannes sem þar var sjónarvottur: Ég ætla hér ekki að lýsa há- tíðahöldunum á Þingvöllum þennan dag. Sumt sá ég ekki né heyrði, annað er gleymt. En einn er þó sá atburður, sem ég fylgdist með af áhuga og ekki mun fyrn- ast í huga mínum en það er kon- ungsglíman. 8 menn skyldu taka þátt í glím- unni og sá hljóta verðlaun, er fræknastur þætti eða flesta vinn- inga hefði. Man ég er þessir piltar gengu inn á leikvanginn vöðva- stæltir og vasklegir, yfirleitt háir og þreklegir en einn þó miklu minnstur. Hófst nú glíman. Fylgdist ég vel með, því ég vissi, að þarna var Hermann Jónasson, en hann var þá talinn með vöskustu glímumönnum landsins. Þar var einnig Guðmundur Kristinn, margreyndur glímumaður, er getið hafði sér góðan orðstír sem íþróttamaður og drengskapar. Það kom í ljós, er glímumenn voru kvaddir til leiks, að sá minnsti var Helgi Hjörvar, þá kennari. Tók hann þátt í glím- unni til að sýna fegurðarglímu. Enda sýndi hann ýmis snjöll við- brögð eins og það að stinga sér á hendurnar úr mjaðmarhnykk og koma standandi niður. Var þá mikið klappað fyrir honum, en engan vinning hafði hann úr glímunni, enda skorti hann sýni- lega afl við sakaraðila. Það kom brátt í ljós, að menn féllu drjúgum fyrir þeim Guð- mundi og Hermanni, var þó sýni- legt, að Hermann átti mun létt- ara með andstæðinga sína en Guðmundur enda glímdi hann töluvert sterklega og fylgdi fast eftir, svo enginn slapp úr bragði, er hann náði. Þó voru brögðin hrein og glíman ekki ljót. Kom nú að því, að kapparnir skyldu glíma saman. Leið ekki á löngu þar til Guðmundur féll á hliðina, virtist það bylta. Man ég nú ekki fyrir víst, hvað gerðist. Minnir þó frekar að glímunni væri haldið áfram um skeið, en þeir kapparn- ir kallaðir síðar fram til að glíma, mér og fleirum til undrunar. Fór þá svo að Guðmundur lá eftir stutta viðureign. Sýndist þá ekki ástæða til að þreyta þann leik meir. Leið nú að glímulokum. Var þá tilkynnt að Guðmundur og annar sem ég hefi gleymt, væru jafnir með 6 vinninga og yrðu að þreyta úrslitaglímu. Varð sú raun á, að Guðmundur felldi hann að mig minnir eftir harða viðureign. Varð þá nokkurt hlé, og bjugg- ust menn við úrskurði dómnefnd- ar. Voru þeir Guðmundur og Hermann enn kallaðir fram og sagt að glíma í 3. sinn. Mun þá hafa verið farið að síga í Hermann, því auðséð var að nú var tekið sterklega á af báðum. Skipti það engum togum að Hermann þreif Guðmund upp á bringu, en ég festi ekki auga á hvaða bragði hann beitti, ég held þó frekast öfugri sniðglímu, og fleygði honum harkalega frá sér. Kom Guðmundur niður á mag- ann og andlitið og skoppaði þannig eftir pallinum. Þegar hann stóð upp, var húðin flegin af nefinu upp eftir öllu og blæddi úr. Þannig endaði glíman. Varð nú enn nokkurt hlé meðan dóm- nefndin felldi sinn úrskurð. Djúp þögn ríkti meðal mannfjöldans, meðan beðið var eftir verðlauna- veitingunni. Þá gekk einn úr dómnefnd til konungs og ræddi við hann hljóðlega. Síðan stóð konungur á fætur og bað Guð- mund Kr. að ganga fram, síðan rétti hann Guðmundi verðlauna- bikarinn. Þessi úrslit munu hafa komið mörgum mjög á óvart. Allir hlut Engin poki án pakka frá Ásbjörn Ólafsson h/f Heildverslun Borgartúni 33 -105 Reykjavík - Sími 24440 að sjá, að Hermann hafði borið ótvíræðan sigur af hólmi í glím- unni, fellt alla andstæðinga og einn þeirra, þann besta, þrem sinnum svo ekki varð móti mælt. Það var auðvelt að sjá, að Her- mann bar af öllum hinum, um það var engum blöðum að fletta, og þótt hann glímdi dálítið sterkt var glíman aldrei bolaleg eða ljót og brögðin hrein. Ég var hamslaus af reiði yfir þessum úrsliturh. Fannst mér þessi hlutdrægni dómnefndar ekki geta stafað af öðru en því að hún hefði verið fyrirfram ráðin í að láta verðlaunin falla Reykvik- ing í hlut og ef til vill Guðmundi Kr. En hvað sem um það er þá var úrskurður dómnefndar al- rangur og að engu hafandi. Ég var staðráðinn í að skrifa grein í eitthvert blaðið og víta þessar aðfarir hlífðarlaust. En tveim dögum seinna, eða svo birtist ýtarleg grein í einu blað- anna, þar sem gangur glímunnar var rækilega rakinn og dóm- nefndinni úthúðað á viðeigandi hátt fyrir frammistöðu sína. Þessi grein var sem töluð út úr mínu eigin brjósti, svo ég sá ekki ástæðu til að semja aðra í sama anda. Aldrei sá ég grein þessari svarað þótt það kunni að hafa verið gert. Síðar frétti ég, að svar Hermanns við dómi Reykjavík- urvaldsins hafi verið það að hann hafi ekki komið í glímu síðan, að minnsta kosti ekki opinberlega. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs með þökk fyrir viðskiptin á árinu. Fyrírtæki I.O.G.T. Akureyrí Bifreiðaverkstæðið Vúdngur Bifreiðaverkstæði Gunnars Jóhannssonar Bókabúð Jónasar Bautinn - Smiðjan Filmuhúsið Fatahreinsunin, Hóiabraut 11 Augsýn, Strandgötu 7 OIís, Tryggvabraut 3 Sjallinn, Akureyrí Brauðstofan, Skólastíg 5 Skjaldborg bf. bókaútgáfa Blómabúðin Laufás Dreki hf. Brauðgerð Krístjáns Jónssonar hf. JL Hbðberg, Glerárgötu 20 Prýði hf. Borg hf. Tröð, prenthús

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.